Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 28
Ævintýrið um André Courmont Island var örlög hans Eftir Gunnar Stefánsson bókmenntafræðing Ef íslendingar gleyma Courmont eru þeir hættir að vera sagnaþjóð. I* slendingar hafa munað gesti sem dvöldust hér skemur og áttu hingað verra erindi. Ég Veit að bændur og búalið sem hann kynntist og vingaðist við á ferðum sínum muni kunna margt að segja er fylla megi og skýra þá mynd sem vinir hans og kunningjar í Reykjavík geyma af honum. Smám saman myndast úr því öllu saman söguþáttur með blæ gamals ævintýris, - sagan um frænda Ölrúnar Kjársdóttur af Vallandi sem fló til norðurs sér til skemmtunar, gleymdi flughamnum á sjávarströnd- inni og komst ekki heim aftur fyrr en mold ættjarðarinnar kallaði hann til sín. Ef íslendingar gleyma André Courmont eru þeir hættir að vera sagnaþjóð, hættir að unna ævintýrum. Þá eru þeir á leiðinni að gleyma sjálfum sér.“ Þannig lýkur Sigurður Nordal eftir- mælum um franska málfræðinginn André Courmont í Eimreiðinni 1924, endurprentuð í Áföngum. Það er að líkindum mest vegna þeirrar greinar sem ennþá leikur liómi um nafn þessa Frakka í vitund Islendinga, að vísu nokkuð fjarlægur bjarmi, enda nú liðnir sex áratugir síðan hann hvarf héðan úr heimi. Og raunverulega lét hann ekkert eftir sig nema minning- una; við eigum engin áþreifanleg merki um dvöl hans hér og það sem eftir hann liggur á prenti er næsta fátt. Hann er talinn hafa lært íslenska tungu best allra útlendinga eftir daga Rasmusar Kristjáns Rask sem hér var öld fyrr, ritaði bók um íslenska mál- fræði og beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska bókmenntafélags. Engu slíku er til að dreifa um hinn franska málfræðing. Sigurður Nordal kveður svo að orði að engum sem þekkti hann mundi hafa dottið í hug að nefna Courmont íslandsvin eins og sumir aðrir fræðimenn hafa verið nefndir: „ísland var ekki áhugamál hans eða tómstundagaman. Það var annað föðurland hans, ástríða hans, örlög hans.“ En hver var André Courmont og hvernig var háttað hinum djúp- stæðu tengslum hans við ísland? # Úr evrópskri hámenningu til ís- landsstranda André Courmont fæddist í París 17. ágúst 1890. Faðir hans var efnaður prentsmiðjueigandi frá Norður- Frakklandi, en móðirin belgísk og af hollenskum ættum að nokkru. André reyndist brátt frábær námsmaður og var barnungur til mennta settur. Nam hann fyrst í París en síðan í Englandi og lagði um skeið stund á enskar bókmenntir í Cambridge. Meistara- próf tók hann við Parísarháskóla. Árið 1910, rétt tvítugur, lauk hann glæsilegum námsferli með því að verða hlutskarpastur í lærdómssam- keppni sem veitir forgangsrétt að kennaraembættum. Courmont stóðu nú ýmsar leiðir opnar til frama. En í námi hans hafði áhugi vaknað á íslensku, frumtungu norrænna mála, og þegar leitað var eftir frönskukennara við hinn nýstofn- aða Háskóla íslands í Reykjavík bauð Courmont sig fram. Haustið 1911 kom hann til íslands. Pá hafði hann þegar kynnst nokkrum íslendingum, þeirra á meðal Jónasi Jónssyni frá Hriflu sem dvalist hafði í París vetur- inn 1910-11. Urðu þeir síðan góðir vinir og Jónas samdi um Courmont eftirmæli sem birtust í Tímanum 1923 og síðan í bók hans Merkir samtíðar- menn. Courmont var frönskukennari í Reykjavík í tvö ár. Ferðaðist hann þá mikið um landið og kynntist mörgum. fólki af ýmsum stéttum og stigum. Árið 1913 hélt hann aftur til Frakk- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.