Stéttabaráttan


Stéttabaráttan - 16.05.1978, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 16.05.1978, Blaðsíða 6
Alþýðublaðið á undanhaldi Öskabarn alpýðunnar sem áður var, Alþýðublaðið, er það hóf göngu sína árið 1919, er nú á hröðu undanhaldi sem pólitískt afl í þjóðfélaginu. Starfsfólki blaðsins getur Alþýðuflokkurinn ekki borgað út samkvæmt því sem um er samið og þar með tekst kröt- unum ekki að unga út málgagni sínu daglega eins og verið hefur, heldur eru allar líkur á auknum samdrætti í rekstri blaðsins og að það verði gert að vikublaði. A fyrstu ára- tugum Alþýðublaðsins kenndi það sig við marxisma og rak í höfuðatriðum svipaða pólitík og Þjóðviljinn gerir í dag þ. e. um draumsýn lýðræðislegs sósíalisma sem svo ekkert er skýrður nánar (ekki minnst á að svipta eigi atvinnurekendur einkaeign sinni á atvinnutækj- unum né að þeir missi spón úi aski sínum svo nokkru nemi). Alþýðuflokkurinn er lagstur flatur í stéttasamvinnustefnu, pólitík hans er þynnt út og því fylgir hrörnun. fhaldið virðist nú ekki leneur hafa hag af að haldalífi í og vernd- arhendi yfir flokknum. Það hefur nú séð til þess skjótlega gegn um löggjafarvaldið að hinn deyjandi krataflokkur fær ekki sitt lifibrauð erlendis frá, Vísisauðvaldið sem að miklu leyti fjármagnaði Alþýði blaðið, hefur nú snúið við því baki, Morgunblaðið skrifar orðið gegn krötunum og það er af sem áður var þegar íhaldið fórnaði nokkur hundruc atkvæða á kratana til að halda þeim inni á þingi. Það ástand sem nú hefur skapast er að íhaldið er orðið hrætt um að missa atkvæði yfir til Alþýðu- flokksins og það mörg að það skerði stöðu þess á þingi. En hvað sem öðru líður er ljóst að forsprakkar Alþýðu- flokksins hafa metið ofar sín eigin efnalegu lífskjör og vel- lystingar en það að gefa út blað sem stendur undir nafni. í Hverju ræður Alþingi ? mun ekki komast á fyrr en verkalýðstéttin og önnur vinnandi alþýða, afnemur það auðvaldsskipulag,er við búum við. Því er það fásinna að trúa kosningaskrumii Alþýðu- bandalagsforingjanna um að Alþingi sé æðsta valdastofnun þjóðarinnar. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Sosíalistaflokkurinn sátu saman I ríkisstjórn árin eftir seinni heimstyrjöldina, lét síðarnefndi flokkurinn sam þykkja mörg ágæt lög er áttu að vernda hlut alþýðunnar fyrir húsnæðisokrurum og öðrum bröskurum. Ekki var um framfylgd laganna að ræða enda vildu braskararnir ekki missa spón úr aski sínum með þvi að láta lög Alþingis gilda. Flest þessi lög voru svo numin úr gildi er Nýsköp- unarstjórnin var liðin undir loki En þau lög er sú stjórn setti til að styðja við bakið á auðmönnum er vantaði fjár- magn til að kaupa á atvinnu- tækjum voru framkvæmd. Það voru lög eru komu auðvaldinu til góða.og verkalýðurinn fékk tækifæri á að þræla fyrir arð- ræningjanna myrkrana á milli Það hét á máli falssósíalist- anna er sátu að kjötkötlum borgarastéttarinnar.að ný- skapa atvinnulífið.þjóðinni til heilla. En hvað bar verkafólk úr býtum.miðað við arðræning jana ? Allar líkur eru nú á því að eftir næstu kosningar muni Alþýðubandalagið reyna allt það sem það getur til að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Gömlu vígorðin frá tíma Nýsköpunar- stjórnarinnar verða dregin fram í dagsljósið. Okkur verður sagt að ekki verði hægt að tryggja snuðrulausan rekst. ur auðvaldsbúskaparins nema með þátttöku forystumanna launafólks til að tryggja frið og frelsi fyrir arðrán og einka .framtalc. Þannig eru allir krataforingjar .þeirra æðsta takmark er að komast í bitt- linga og áhrifastöður í þjóð- félagi auðvaldsins. Allt tal um að afnema það með verka- lýðsbyltingu er bara "bja". -bsk . Rauða herdeildin styður fasismann Frá fjöldamótmælum vegna mannránsins og morðsins á fyrrver- andi forsætisráðherra ítalíu, Aldo Moro. Málefni ítalíu hafa verið hvað efst á baugi undanfarið í heimspressunni. Enda hafa átt sér þar stað róstur sem eiga sér nokkra sérstöðu frá því sem áður þekkist, en eru þó aðeins ný birtingarmynd stéttaátakanna þar í landi. Pólitískir glæpamenn sem kenna sig við hinn rauða lit verkalýðsbyltingarinnar hafa framið mannrán og morð á leiðtoga Kristilega demokrata* flokksins, Aldo Moro. Þeir atburðir varða elcki eingöngu innanlandsmál á Italíu heldur setja þeir mark sitt á stétta- átök víða um heim. 1 því ljósi ber að skoða atburðina á ítalíu um leið og metnar eru orsakirnar og afleiðingarnar. Ein mikilvæg söguleg stað- reynd. Á þriðja, fjórða og fram á fimmta áratug þessarar aldar blómstraði fasisminn á ítalíu rétt eins og nasisminn í Þýskalandi. Fasisminn er nakið ofbeldis-og drottnunar- tæki borgarastéttarinnar, þar sem lýðræðisdulan sviptist af henni. Borgarastéttin rílc- ir I krafti einkaeignar sinnar yfir framleiðslutækjum þjóð- félagsins, en sú eign hleður upp í hendur hennar auðæfum og þeim fylgja völdin. Eftir ósigur nasismans og fasismans á Italíu og í Þýska- landi réðu borgarastéttir Bandaríkjanna, Breta og Fraklca, örlögum þjóðskipu- laganna á Italíu og I V-Þýska- landi. Niðurstaðan varð sú a'ð borgarastéttir Þýskalands og Italíu, sem áttu stærstu sökina á síðari heimstyrjöld- inni, voru ekki sviptar einlca- eign sinni á framleiðslutækj-'* 1 unum og þar með eklci auði og völdum. Það táknar að sömu stéttir og arftakar þeirra sitja í dag að völdum I þess- um tveimur ríkjum. Og auk þess eru þær I hernaðar- bandalaginu NATO. Eðli auð- valdsríkjanna hefur ekki breyst frá því sem var á tím- um nasismans og fasismans. Astand dagsins I dag. Italía er I dag land harðra stéttaátaka. Þar hafa undan- farið átt sér stað hörð verk- föll, uppreisnir og óeirðir. Til að bæla niður uppþot verkafólks, byltingarflokka, Framhald á síðu 5 Af verkunum skulum vid dæma þá Senn líður að kosningum til borgar-bæja-og sveitastjórna, og slðast en ekki síst i.il Al- þingis. Þessir atburðir t.etja nú hvað mestan svip á þióðlíf- ið og hver pólitíkusinn keppist nú við annan þveran við að sýna og reyna að sanna að hann og hans flokksklíka séu verðugastir til að hreppa bit- ling og það stóran. Eiginhag- ur örfárra manna er hiklaust látinn sitja I fyrirrúmi fyrir hagsmunum verkalýðsins og annarrar vinnandi alþýðu. Væntanlegar kosningar hafa sett og setja mjög svip á starfsemi verkalýðsforyst- unnar og ^inkum afstöðu henn- ar til lýðræðisins innan verka- lýðshreyfingarinnar. Flestir forystumenn ASl, BSRB og stærstu verkalýðsfélaga lands- ins, stritast nú til metorða upp eftir mismunandi leiðum, sumir kiífa Sjálfstæðisflokk- inn, aðrir Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkinn o. s. frv. . Eftir að kjararánslögunum var skellt á, af erindrekum atvinnurekenda úr Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokk- num, hefur áróður og starfs- hættir hinnar uppkeyptu for- ystu verksfólks verið á einn veg. Talsmátinn hefur verið "kjósið ekki kaupránsflokkana’ kjósið heldur x-G eða x-A, því það eitt getur rétt við "þjóðarbúskapinn". Starfs- hættirnir hafa verið nær mátt- lausar vinnustöðvanir, nær engar lýðræðislegar ákvarð- anatektir I verkalýðsfélögun- um, nær engir félagsfundir, svikin fyrirheit og jafnvel heiftúðugar árásir á það fólk sem vill harðari og virkari aðgerðir gegn auðvaldinu. Og þessu hafa verkalýðsforingjar " s tj ór nar ands töðu"flokkanna staðið fyrir. Þeirra andstaða við íhaldið og framsókn er fólgin I því að vilja hrekja þá úr djúpustu stólunum og frá stærstu kjötkötlunum og fá að setjast þar sjálfir að snæðingi, 1 stað þess að hefja tafarlaust baráttu gegn auðvaldinu og fulltrúum þess á þingi, með þeim krafti sem hinum vinn- andi fjölda er einum eiginLeg- ur, reynir uppkeypta verka- lýðsforystan og "stjórnarand- staðan" að notfæra sér það ástand sem skapast hefur I stéttabaráttunni. Hún lætur líta svo út sem hún sé haldin einlægum vilja til að hrinda ólögunum og ætlar sér að knýja út á það atkvæði þeirra sem ólögin hrjá þ. e. hinna vinnandi stétta. En verkin .tala sínu máii, þau sanna það og sýna hvort um lýðskrum er að ræða eða raunverulegan vilja til að Losa alþýðuna af klafa auðvaldsskipulagsins. I stuttu máli starfar verka- lýðsforystan á þann veg að hún heldur með sér fámenna fundi, ræðir um hvað séu heppilegastar aðgerðir með tilliti til afkomu atvinnurekst- rar atvinnurekenda, síðan eru verkafólki kynntar niðurstöð- urnar, og atvinnurekendum með hæfilegum fyrirvara svo þeir séu nú vel viðbúnir þegar aðgerðirnar hefjast, aðgerð- inni er hrint I framlcvæmd, þýðingarlítil langdregin funda- höld milli atvinnurekenda og verkalýðsforystunnar, verka- fólk fær lítið sem ekkert að vita hvað gerist á þeim fund- um, fyrr en loks niðurstöður liggja fyrir og þá eru þær kynntar stuttaralega á einum fundi og knúðar til samþykktai af verkalýðsforystunni. A ári hverju eru haldnir frá 3 til 5 félagsfundir og segir það nokkuð til um hversu mikið lýðræði og virkni almennra félagsmanna ríkir I verkalýðs- félögunum. Af verkunum skulum við dæma þessa"velbergklifrendur" þjóðfélagsins, meðverk' þeirra I huga skulum við ganga til kosninga og þá stað- reynd að frelsun verkalýðs- stéttarinnar, sem þýðir um leið frelsi mannkynsins, verð. ur að vera verk hennar sjálfr- ar. Allt tal framagosanna um að þeir komi til með að leiða alsæld yfir stéttaþjóðfélagið er lýðskrum, blekkjandi og hættulegt. . Þeir tala um^sam- stöðu en sú samstaða er fólg- Framhald á síðu 2

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.