Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.12.1934, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 10.12.1934, Blaðsíða 2
VERKLÝÐSBLAÐIÐ Kjðr sjómanna Sú stétt, sem árciðanlcga hefir orö- ið harðast úti, vegna úgengni at- vinnurckenda og skeytingarleysis þeirra, cr sjómannastéttin. Hjá engri stétt þjóðlélagsins verSa kjörin yfir- leitt verri, þegar tckið er tillit til ollra kringnmstæðna; vinnutíminn er lengri, erfiðið meira, vosbúðin meiri, slysa- og lífshættan meiri og svo að lokum eitt, sem reyndar aðallega kemur fram við fjölskyldumenn, að þeir eru að mestu leyti slitnir úr þerm tengslum við fjölskyldn sína, konu og böra, scm menn af öðram Btéttum eru í. það væri því ekki nema sanngjöm krafa, að þeir hefðu að einhverju leyi betri kjör en aðrir. En þetta er nú eitthvað annað. Hjá meirihluta verkamanna í landi er um tímakaup að ræða, og þcir hafa því, ef þcir á annað borð hafa vinnu, nokkuð vissar tekjur. En hjá sjó- mönnunum er þessu þannig varið eins og allir vita, að ekki er i nainum til- fcllum um tímakaup að ræða, heldur mjög lógt mánaðarkaup hjá togara- ejómönnum, en I flcstum tilfellum er um hinar svívirðilegu hlutaráðn- ingar að ræða. Hlu'taráðningamar eru eins og við 611 vitum, ekkert annað en svívirði- lcg tilraun til að kasta byrðum kreppunnar yfir á bök sjómannanna. þær þykja sjálfsagðar, þegar allt við- skiptalíf er í dróma, ekkert fæst fyr- ir fiskinn, og allskonar skattar og álögur hlaðast á sjávarútveginn. þeg- ar mestu veltu- og uppgripaárin voru, var eins og að koma við hjarta út- gerðarmanna að nefna hlutaráðningu og þeir myndu áreiðanlega kippa að fcér hcndinni, cf slík ór kæmu aftur. Nú kveina þcssir herrar og kvarta og segja að allir hljóti að þó að sjá, uð sjómenn verði að hlaupa undir baggann og fórna einhverju. En hvar er gróði þessara manna frá uppgripa- árunum? Er hann fokinn út í vcður og vind? Finnst ekki öllum sann- gjörnum mönnum rétt, að útgerðar- menn, sem ckki vildu veita sjómönn- um hlutdeild i gróða góðæranna, berí nú sjálfir hallann? Ég er viss um, að allir sanngjarnir menn, taka und- ir mcð mér. En nú er öðru máli að gegna og ekki hætta á þessu lengur, munu margir segja. Nú situr við völd „stjóm hinna vinnandi stétta“ og ekki er hætta á að hún fari að leggjast á sveif með atvinnurekend- um í þessu svívirðilega máli. þessum mönnum skal bent á það, að frá henni hafa þeir engrar hjálpar að vænta í þessari baráttu sinni fyr- ir afnámi þessa arðránsfyrirkomu- lags, heldur að hún styður atvinnu- rekendur í þessu með ráðum og dáð. Góð sönnun þessa er stofnun hins nýja sjómannafélags i Vestmannaeyj- um. í Vestmannaeyjum er gamalt og gott sjómannafélag, sem berst vægð- arlaust á móti hlutaráðningunni. í ár er sérstök ástæða íyrir sjómenn nö fylkja sér fast um þetta gamla féJag og þá sérstaklega í baráttu þess gegn hlutráðningum. pá er það, sem ann- ar aðalflokkurinn, sem að „stjórn hinna vinnandi stétta" stendur, sendir mann til Vestmannaeyja til að stofna sprengifélag, Nú er fróðlegt að taka til athugunar hvaða menn það eru, sem skipa stjórn þessa félags, þá A u g 1 ý sing írá síldar hlutaruppbótarnefnd Samkvæmt lögum frá 9. nóv. s.l. um að verja útflutningsgjaldi af síld til hlutarupp- bótar sjómönnum, er hór með krafist samkvæmt 2. 3. og 6. grein nefndra laga. I. Hver sá, sem saltað hefir eða verkað síld tii útflutniugs á annan hátt, er skyld- ur að gefa undirritaðri nefnd, sundurliðaða skýrslu um söltun sína og útflutníng og um hve margar tunnur hvert skip hefir lagt á land til verkunar af hverri tegund síldar. H. Hver sá, er skip gerði úb á síldveiðar á síðastliðnu sumri, er skyldur til að gefa sömu nefnd skýrslu, um það, hvaða skípverjar eigi hlut úr síld er lögð hefir verið upp til söltunar af skipi hans eða skipum og úr hve mörgum tunnum hver maður á hlut, svo og hver fjárhæð hlutur hvers hefir orðið, og hve lengi skipinu var haldið úti. Enn fremur skulu útgerðarmenn tilgreina ráðningarkjör hvers skipverja. III. Umræddar skýrslur skulu komnar í hendur nefndarinnar frá útgorðarmönnum við Faxaflóa og Vestmannaeyjar fyrir 15. þ. m., frá útgerðarmönnum og síld- arsaltendum annarsstaðar fyrir 27. sama mánaðar. IV. Nú vanrækir einhver skyldur sínar um skýrslugjöf samkv. ofanrituðu, má hann búast við að sæta dagsektum, allt að 50 kr. á dag til uppfyllingar á þeim Bkv, heimild 6. gr. nefndra laga. Beykjavík 7. desember 1934 Síldarhlutaruppbótarnefndi n Stór verðlækkun. Strausykur 22 aura pr. V2 kg. Melís 27 aura pr. V2 kg. Kaffi brennt og malað 90 aura pr. V4 kg. Allar aðrar vörur með tilsvarandi lágu verði. Jóhannes Jóhannsson Grudnarstíg 2. Símj 4131. I I MUNIÐ AÐ STÁLHÚSGÖGNIN FÁST A SMIÐJUSTÍG 11 Nýjustu unglingabakurnar eru: Landnemar. þýðing eftir Sig. Skúlason, innb. kr. 6,50. Stærð 224 bls. með 30 mýndum. Ámi og Ema. þýðing eftir Margréti Jónsdóttur. Stærð 80 bls. með 20 myndum. Innb. í fallegt jólaband. — Verð kr. 2,50 og 3,00. Hetjan unga. þýðing eftir Sig. SkúlaSon, magister með 11 myndum. Innb. í fallegt jólaband. Verð kr. 2,25 og kr. 3,00. Silfnrtnrainn ób. kr. 0,75. — Sögumar skiptast i marga kafla og hefir hver kafli nýtt æfint. að flytja. þetta eru hinar réttu bækur til vinagjafa, út um landið fyrir jólin, að ógleymdum þó DAVÍÐ KOPPERFIELD, sem kom út í fyrra. — mennina, sem frekar öðrum eiga að berjast fyrir bættum kjörum sjómanna í Eyjum. Formaður félagsins er Guðm. Helgason, uppgjafaformaður braskarans Gísla Magnússonar.þar að auki er óhætt aö fullyrða, að sumir af þeim, sem nú standa fremstir í þessu félagi hafi verið skipulagðir baráttuseggir „Tangavaldsins" i öllum meiriháttar verkföllum í Eyjum. En ekki er fullsagður enn þáttur „stjómar hinna vinnandi stétta“ í þessu máli. Eftir að þeir þannxg stuðla að því að koma á hlutaráðn- ingunum, gerast þeir svo ósvífnir að hera fram og samþykkja' lög um 5 kr. skatt á hvert skippund af þorskí, sem kemur harkalega niður á þeim litla hlut, sem sjómennimir hafa.þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að meira fáist fyrir fiskinn upp úr salti en 40 kr. skippundið. Auk þess hefir „stjóm hinna vinnandi stétta“ hoi'ið fram fmmvarp um samvinnu- félög sjómanna, þ. e. að sjómenn afli sér sjálfir skipa og geri sjálfir út, þegar útgerðarmenn, sem lengi eru húnir að gera út og græða mikið á undanfarandi árum, treysta sér ekki til að gera út. Margt fleira mætti upp telja af svívirðingum Btjómar- innar gagnvart fátækum sjómönnum, cn þetta verður að nægja í bili. Sjómaðwr.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.