Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verklığsblağiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Verklığsblağiğ

						KLYÐSBIAÐIÐ
Sendisveinafélag Reykjavíkur
Framhaldsaðalfundur mánudag-
inn (2. í páskum) kl. 4 í K.-R.-
húsinu uppi.
Smiðshöggið lagí á
hungupfjáplögín
Framh. af 1. síðu.
ekki nóg. Það vill skera niður út-
gjöldin, og er varla að efa, að
þar er átt við frekari niðurskurð
verklegra framkvæmda. — Jafn-
framt leggur íhaldið til að út-
flutningsgjald sjávarafurða og
viðskiptagjaldið sé afnumið! Allir
vita, að viðskiptagjaldið er lagt á
fyrir Ihaldið, til að hlífa hinum
ríku. En nú er íhaldið svo öruggt
um að stjórnin framkvæmi stefnu
sína, að það getur brosað í kamp-
inn, þvegið hendur sínar og velt
ríkisstjórninni upp úr sínum eig-
in skít.
Ólafur  Thors   ber  fram
vantraust á stjórnina.
Nú getur Ólafur Thors, fulltrúi
hinna ríku, sem hefir verið hlíft,
fulltrúi flokksins, sem alla tíð
hefir staðið í fylkingarbrjósti
þeirra manna, sem vilja hækka
tollana á lífsnauðsynjum fólksins
og velta öllum byrðunum yfir á
hma vinnandi þjóð, fulltrúi fyrir-
tækisins, sem stjórnin hefir feng-
ið í hendur einokun á aðalútflutn-
ingsvöru þjóðarinnar og í skjóli
þess stolið undan milljónum, í er-
lendum gjaldeyri og flutt út úr
landinu, í stuttu máli fulltrúi
pvartasta afturhaldsins — nú
getur þessi maður talað digur-
barkalega, barið sér á brjóst og
sagt: Þið hafið svikið öll ykkar
loforð við fólkið — þið hafið lagt
5 milljónir í nýjum tollum á
nauðsynjavöru alþýðunnar. Og við
alþýðuna segir hann: Þið hafið
nú ekki í annað hús að venda en
til mín! — Þannig talar maður-
inn, sem ásamt Landsbankaklík-
unni hefir raunverulega drottnað
yfir landinu í stjórnartíð núver-
andi ráðherra — og ráðið pólitík
stjórnarinnar í öllum hinum
stærri málum.
Inntakið er þetta: „Nú látum
við fara í friði hinn lúna þjón".
Nú getum við sjálfir tekið við.
Með allri pólitík sinni hefir rík-
isstjórnin ekki aðeins látið undan
siga fyrir Ihaldinu og rekið erindi
þess, heldur líka plægt jarðvéginn
f yrir valdatöku þess.
Eina vörnin gegn þessari yfir-
vofandi hættu, er hin vaxandi
samfylkingaralda, sem nú er að
rísa meðal alþýðunar, til sjávar
og sveita. Að treysta þessa sam-
fylkingu og gera hana nógu
sterka, — áður en allt er um
seinan, áður en afturhaldsforingj-
ar Alþýðuflokksins og Framsókn-
arflokksins hafa með pólitík sinni
magnað svo púkann á f jósbásnum,
að hann er orðinn nógu öflugur
til að koma fram áformum sínum
— það er lífsspursmál fyrir ís-
lenzka alþýðu.
Um þetta lífsspursmál fólksins
snýst einnig baráttan fyrir sam-
fylkingu 1. maí.
Hvenær  kemur  hitaveitan?
Ef að hægt vævi að byrja á hitaveitunni i haust, ætti
ekkx  að  veva  iil fyvivstöðu að halda áfvam atvinnu«
bótavinnunni með fullvi tölu
Árum saman hafa borgaraflokk-
arnir hnakkriíist um hitaveituna
til Reykjavíkur, eins og jafnan
hefir verið, þegar ráðgerð hafa
verið fyrirtæki, sem gætu komið
að notum fyrir almenning. Það
lífcur helst út fyrir, að rifrildi
þetta hafi haft tvennskonar til-
gang: Að nota málið, sem kosn-
ingabeitu og að tefja fyrir fram-
gangi þess.
Allir eru sammála um að hita-
veita til Reykjavíkur sé stór-
gróðafyrirtæki. — Er það álit
manna að hún myndi gefa, að
minnsta kosti 1 milljón króna í
hreinan hagnað á ári, og jafn-
framt sparaði hún geysistórar
fjárupphæðir í erlendum gjald-
eyri, með minnkandi kolainn-
flutningi til landsins.
Nú hefir fengizt gjaldeyrisleyfi
fyrir jarðbor til að rannsaka til
fullnustu vatnsmagn á Reykjum.
Ætti því fljótlega að vera hægt
að ganga úr skugga um það,
hvort það nægir fyrir Reykjavík,
en að öðrum kosti er sennilega
hægt að veita hita til Reykjavík-
ur úr Henglinum, með litlu meiri
tilkostnaði.
Það virðist vera alveg augljóst,
að hitaveita til Reykjavíkur ætti
að vera hagsmunamál allra Reyk-
víkinga. Fyrir verkalýðinn er það
einhver hin mesta atvinnubót,
sem hugsast getur, fyrir bæjarfé-
lagið er það gróðafyrirtæki, fyrir
landið gjaldeyrissparnaður.
Hvað getur þá tafíð fram-
kvæmdir? Hvaða öfl geta staðið
á móti?
Það getur varla hugsast að til
sé nokkurt afl í landinu, sem
stendur á móti slíku hagsmuna-
máli nema ef vera skyldu hreinir
umboðsmenn erlends auðvalds. —
Getur það verið, að Landsbanka-
kiíkan sé hér éinnig að verki?
Það er kunnugt, að klíka þessi
reynir á allan hátt að hindra það,
að íslendingar geti fengið hag-
kvæm lán, og hindrað það að fé
sé lagt í íslenzk fyrirtæki, nema
það fjármagn sé beinlínis notað
til að auka yfirráð brezku bank-
anna í landinu. Þess verður og að
gæta, að kolainnflutningurinn til
landsins er drjúg tekjulind fyrir
brezkt auðvald, enda einokaður
af því. — Dæmið um lánið til
íímamannabústaðanna gefur til-
efni til að gruna margt. Hambros
banki í Landon kemur beinlínis í
veg fyrir það, að símamenn fái
hagkvæmt lán til að byggja yfir
sig. Það er æði margt, sem bendir
til þess, að brezku f jármálamenn-
irnir eígi hér vini, sem beinlínis
skipuleggja hrunið á Islandi, til
þess að tryggja betur yfirráð
þeirra.
Alþýðan í Rvík mótmælir  nú
öílum frekari vaðli um hitaveitu-
málið. Hún heimtar framkvæmd-
ir. Það ætti ekkert að vera því til
fyrirstöðu að hægt væri að hraða
svo framkvæmdum, að mögulegt
væri að byrja á verkinu í haust.
— Og ef það yrði gert, þá væri ó-
hætt að eyða meiru af atvinnu-
bótafénu og óþarfi að geyma eins
inikið til haustsins. Þá væri ekki
með neinum málamyndarökum
hægt að standa á móti því að at-
vinnubótavinnan héldi áfram með
fullri tölu.
Tafarlausar f ramkvæmdir! er
krafan. Og engin óljós framtíðar-
loforð skulu hindra verkafólkið
í'rá að beita öllum mætti sínum til
að knýja fram augnablikskröfur
sínar, til þess að afstýra hinni
sárustu neyð — á þessari vertíð:
Enga fækkun í atvinnubóta-
vinnunni.
Atvinna verði tafariaust sett í
gang til að bæta upp hina lélegu
saltfisksvertíð.
Sfpíðshætfan skeppisf
Framh. af 1. síöu.
ennþá meira fé til hergagnafram-
leiðslunnar út úr hinum vinnandi
lýð (en í hana hefir þegar verið
eytt yfir 20 milljörðum marka)
og til að fá ástæðu til að lækka
rnarkið, sem búizt er við að falli
um þriðjung þá og þegar.
En aðalþýðing þessa tiltækis
íelst þó í aukinni stríðshættu. Á-
rásarhættan á vesturvígstöðvun-
um hefir aukizt. Vígi eru nú
byggð í óðaönh á þessum stöðum.
Vígbúnaðarsamkeppnin um öll
lönd vex stórum. Aukin fjárfram-
lög til herja og flota raskar fjár-
málum ríkjanna og koma þannig
á glundroða, sem veldur aukinni
skerpingu á ástandinu innan-
lands og aukinni stríðshættu.
Pólitík fasismans gengur út á
það að brjóta á bak aftur það
friðarskipulag, sem Sovétríkin
hafa beitt sér fyrir að koma á
milli landanna, til að tryggja
heimsfriðinn.
Friðarpólitík Sovétríkjanna er í
fullri andstöðu við styrjaldarpóli-
tík fasistalandanna: Þýzkalands,
ítalíu og Japan, sem beinist .að
því að einangra Sovét-Rússland
cg hefja styrjöld gegn því. I því
áformi njóta þessi lönd stuðnings
afturhaldsafla ýmissa annara
landa, einkum Englands.
I þeim samningagerðum, sem
nú standa yfir, liggur aðalhættan
i því að hægt verði að eyðileggja
samninginn milli Sovét-Rússlands
og Frakklands.
Sérhver samningur, sem Þýzka-
land undirritaði, myndi ekki
skapa minnsta öryggi um frið í
H»a»u.ða? fáfi&a>
k&tfikiröld
^erður haldið á Skjaldbreið á
mánudagskvöld (2. páskadag), og
hefst kl. 8V2- Auk þess að vera
skemmtikvöld, á þetta að vera til
ágóða fyrir Rauða fánann, sem á
nú að hefja göngu sína aftur 1.
maí. .Þarna verður:
Sameiginleg kaffidrykkja og
mörg ágæt skemmtiatriði undir
borðum og danz á eftir. Salurinn
verður skreyttur. Aðgangur 1,75.
Skorað á alla félaga að maeta
og taka með sér gesti.
Rauðafánanefnd
FUK.
Qpyggi sjómanna
Eftir að m/b. Marz hafði verið
í Slippnum og fengið hina frægu
viðgerð, siðferðisvottorð skoðun-
armanna og annað siðferðisvott-
orð í Alþýðublaðinu, fór hann út
aítur einn túr, og er nú fyrir
nokkru kominn inn aftur með
mikinndekkleka svo að ,kojurnarw
voru blautar. — Nú hafði samt
ekkert skrúfublað brotnað! Sann-
aðist þannig áþreifanlega frammi
fyrir öllum allt sem Verklýðs-
blaðið sagði um ástand bátsins.
Báturinn fór Iekur úr Slippnum.
Leggjum við svo undir dóm al-
menings umhyggju útgerðar-
manns, skoðunarmanna og Al-
þýðublaðsins, fyrir lífi og öryggi
sjómanna.
álfunni, auk þess sem undirskrift
fasistanna og loforð hafa sýnt
sig að vera einskis virði. Nægir
þar einnig að benda á framkomu
Mussolinis í Abessiníu og Japana
í Kína.
Þó að Hitler lýsi því yfir að
90% landsbúar séu samþykkir
gerðum hans í Rínarhéruðunum
og þó að ekkert sé til sparað að
æsa upp til stríðs, er andúð og
hatur hinna vinnandi stétta um
öll lönd gegn stríði meiri en
nokkru sinni.
Abessiníustríðið hefir aukið
þessa andúð og sameinað milljónir
til mótmæla.
Þó sýna þjóðfylkingarnar á
Spáni og Frakklandi gleggst
bvernig andstæðingar styrjaldar
og fasisma hjá hverri þjóð, eiga
að starfa með árangri.
Það er hægt að hindra stríðið
— jafnvel ennþá — en aðeins með
voldugri mótmælabaráttu allra
andfasista, hverra í sínu landi.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4