Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 06.10.1936, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 06.10.1936, Blaðsíða 3
VERKLÝÐSBLAÐIÐ VEBKLÝÐÍBLAÐIÐ útgefandi: KOMMúNISTAFLOKKUR ISLANDS Ritetjóri: EINAR OLGEIRSSON Afgveiðsla: Laugaveg 38. Sínii 2184. — Pósthðlf 57. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. K OMMÚNISTAFLOK KUR ISLANDS (Deild úr alþjóða- sambandi kommflnista). Formaður: BRYNJOLFUR BJARNASON Skrifstofa: Mjólkurfélagshúsinu Simi 4757. Viðtalstími: Daglega kl. 6—7, virka daga. Flugumenn Með hverjuim deg'inum sem liður verður ölluim almenningi Ijósari straumhvörfin innan Sjálfstæðis- flokksins. Flokkurinn þróast í sí- fellu meira, og meira. í áttina til fasisrnanis., Það er ekki nema skammt s-íðan ,að ein íhaldsamasta sprauta sjálfstæðismanna gaf það fyllilega til kynna, að ef sjálfstæð- ismenn næð'u ekki völdunum í næstu kosningum, þá mundu þeir cklci láta við svo búið sitja. Ögn- anir sem þessar verða aðeins skild- ar á einn veg. Sjálfstœðismenn œtla að beita ofbeldi, ef þeir vinna chki næstu kosningar. Jafnframt því sem fulltrúar flokksins eru látnir boða slíkan boðskap í hópi trúnaðarrna.nruanna úti um allt land, þreytist Morgunblaðið aldrei á að dásama lýðræðisást sína. Hins gæta þeir síður að venjulega er í næsta dálki blygðunarlaus lof- songur um ofbeldisverk erlendra fasista, Þetta. verður að vísu dálítið lijáróma samsöngur, enda finnst jafnyel sumum sj álfstæðismönnum að skynsamlegar mætti fara, í sak- irnar. SjáLfetæðisflokkurinn á að því leyti erfiða aðstöðu, að hann verð- ur að ta,la tveimur tungum. Sjálf- ur hefir hann varpað öllu lýðræði fyrir borð í baráttu sinni, en veit hinsvegar að mikill þorri kjósenda ha,ns aðhyllist lýðræði. Vegna þess verður hann að koma fram fyrir kjósendur sína eins og flugumenn- irnil’, sem til forna fóru dulbúnir um héruð, til þess að vinna hin verstu níðingsverk. En stundum vildi svo til að þeir gátu ekki leynt sinum innra manni og liluítu þá venjulega makleg málagjöld. Slíkur er málflutninguo.’ sjálf- stæðismanna um þessar mundir. Einræðið og ofbeldið sem þeir eru stundum að bannsyngja hefir náð svo föstumi tökum á flokknum, einkum síðan á Þingvallafundjnum fræga í vor að þeir geta, nú varla skrifað eina línu þannig að úlfur fasismans gægist ekki fram undan sauðargærunni. Þess er skemmst að minnast, að Gísli Sveinsson sýslumaður og þing- maður ritaði lhald,sþanka sína um framtíð Islands. Þegar ritsmíð Halldór Kiljan Laxness á allieimsþingi rithöfunda í Argentínu Þingið bannar ineölimum síuuin stríðs- iindiiTÓðiir eftir tiilögu H. K. Laxness Framkoma fasistaima Marinetti og Uogaretti ósamlioðiii siðuðnm mönnum //. K. Laxness, rithöfundur. [ argént'skum blöðum, sem hing- að ha.fa borist, er skýrt frá um- ræðum á þingi P.E.N-sambandsins. hinn 8. sept„ en þann dag hófu frönsku fulltrúarnir Georges Du- hamel og Jules Romains imræður um friða.rmálin. Báru. þeir að lok- um frajn tillögu um áskorun til ríkisstjórna og þjóða í öllum lönd- u m, þar sem svo er að orði komist »að á þessum tímum, {jegar ógnir nýrra,r styrjaldar eru fyrir dyrum, snúi rithöfundaþingið sér til rikis- sfjórn.anna og- þjáðanna. og skori á þær að láta skynsemi og rólegá yf- irvegun ráð.a í öllum málum. Stríð er bölvun og smán og að stofna til þess getur aldrei afsakast. Öfriður leysir engin deiluimál og því ber að hindjra það, að þær skelfingar, sem yfir dundu eftir 1914, endui’takist. Allar styrjaldip, bæði trúarbragða og aðrar, eigia það sammerkt, að kynda bál haturs«. Samhliða þessari áskorun var rætt um, fasisma. og stríðsun.djr- búning’. Itölsku fulltrúarnir þoldu ekki hin rólegu rök Frakkanna, Duhamel, Cremieux, og Romains, Þeir u.rðu hvað eftir annað trylltir af æsingi. Tidagan var samþykkt með lófataki. Urðu Italirnir, einkum Ungaretti, þá enn æfari og lá við sjálft að þeir myndu, eyðileggja þingið. Jules Romains hafði lesið upp nokkur atriði úr stríðsfagnað- arerindi ítalska fasistans Maa’in- etti, sem einna verst lét. I þessum boðskap, sem prentaður var í ár, talar Marinetti um nauðsyn á hernaðarlegu uppeldi barna og unglinga og segir berum orðum, að y.stríðið sé einasta heilbrigðisráð- ■stöfun ve raldarinnar«. Áheyrendur og boðsgestir létu ó- spart í ljósi samúð sína með and- stæðingum stríðsins, en Italirnir rnættu, hvergi stuðningi. Seinna um daginn bar íslenzki fulltrúinn, Halldór Kiljan Lax- ness fram svohijoðandi tillögu, sem einnig var samþykkt með lófataki og miklum fögnuði: »Eftir að hatfa samþykkt ávarp til ríkisstjórna og þjóðanna, þar sem skorað er á þær að gera allt, sem hægt er, til þess að vernda friðinn, sem nú er í hættu, vonar 14. alþjóðaþing rithöfunda, saman- komið í Buenos Aires, að allir rit- höfundar, sem tilheyra þessum al- þjóðafélagsskap beiti staj'fi sínui og ritverkum í þeim friðaranda, sem er uppistaða fyrnefn.ds boðskapar., Sömuleiðis felur þingið fram- lcvæmdastjórn sinni að tilkynna deildum sínum þetta og taka hart á og refea brotum í þessum efnum P.E.N.-félög' neínast samtok rithiií- unda í ölluin lönduni. l>au liafa nnð sfr nlhcimssnmband og lialila liiim á noklíiirra ára frosti. Síðasta liiuglð var lialiliú fjrri liluta septcmber s. 1. og mættu Jiar fulltriiar fjrir 44 lijóð- ir. Þingið var iialdið í Hueno.s Aires, liöfuðborg Argentínu í Snðtir-Ame- ríku. Islenzkur fulltrúi var þar Hali- ilór Kiljan Laxness. á þann hátt sem viðeigandi er«. Þegar tillagan hafði verið lesin upp og samþykkt með á- kaflegu lófataki urðu Italirnir tryltir og meira að segja froðu- felldu og öskruðu óprenthæf ó- kvæðisorð og stviindum orðalaust eins og dýr, út yfir þingheiminn, En fögnuður brðsgesta og áheyv- enda var að snma skapi mikill. T-illaga Iæssi er ekki afturvirk, en í framtíðinni mun eng.um fas- istum eða íhaldsmönnum innan þessa stærsta félagsskapar rithöf- unda leyfast að nota, penna sína, og ritverk í þjónustuj stríðsundirrcð- urs, eins og nú tíðkast í Italíu, Þýzkalandj eða IMrtiigal. Slíkum rithöfundum verður þá tilkynnt að staður þeirra sé ekki í alþjóðasam- tökuim rithöfunda. Bókbindarafé!ag Reykjavíkur kaus á síðasta fundi sínum þá Pét- ur G. Guðmundsson og Aðalstein Sigurðsson, sem fiiltrúa félagsins á Alþýðusambandsþingið og sem varafujltrúa þá Guðgeir Jón-son og Jens Guðbjörnsson, Bifreiðastjórafélagið »H > eyfiU « kaus þessa fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing: Pétuir Guðmundsfon og Sigurgeir Steindórsson. þessi birtist í Morgunblaðinu stóðu þannig sakir, að nazistar höfðu fyrir fáum dögum ráðist á útifund verkamanna. við Kalkofnsveg. Yfir- valdið kom in,n á þetta atriði í bollaleggingum sínum og kvaðst efcki óttast um framtíð þjóðarinn- ar, ef hún cet.ti mörgum slíkum föá- urlandsvinum á að sJcipa. Um svip- að leyti lét formaður sjálfstæðis- flokksins I>ess getið, að nazistar væru áberandi »hreinir í hugsun- um«. Slík eru ummæli hinna gætnustu foringja Sjálfstæðisflokksins um mestul menningarspellvirkja nútím- an,s. Það kemur því fáum á óvart þó að hinir fljótfæra,ri eins og Öl- afur Thors og Sigurður Kristsjáns- son eigi bágt með að leyna aðdáun sinni á ofbeldinu, Þegar sú frétt barst út um bæ- inn fyrir skömmu, að nazistar hefðu stolið einkaskjölum manna til birtingar í blaði sínu, brá svo einkennilega við, að sjálfstæðis- mönnum þótti nóg um í bili. Þeir vissu ennþá ekki hvað rannsóknin kynni að Ieiða í ljós og fannst því réttara að leika tveim skjöldum 1 málinu. En þegar yfir.heyrslu.num var lokið og ekkert hafði sannast um hvernig stæði á hvarfi vasa- bókai'innar snúa sjálfstæðismenn við blaðinu. Nú tekiu’ Mbl. upp hanskann fyrir fósturbörn sín. I fyrsta lagi ver það málstað þeirra beinlínis, með því að reyna að gera allt málið hlægilegt og ómerkilegt, en þó miklu fremur óbeinlínis með allskonar rangfærslum og útúr- snúningum, sem koma þessu máli ekki frekar við en t, d. sjóðþurð Einars Jónassonai', sem íhaldið gafet upp við að verja á siínum tímai. Það er full ástæða fyrir alla þá sem unna lýðræði og menningu að gefa nánar gætur að skrifum Morg- unblaðsins um þessar mundir. t allt sumlar hefir það aldrei þreytst á því að lofsyng-ja lau.nmorð hálf- viltra Afríkumanna í einu elsta menningarríki álfunnar., Allir frjálslyndir og- sæmilegir menn hafa haft megnustu andstyggð á þeim málaflutningi og eiga vonandi eftir að gjalda hann með verðugri fyrirlitningu Iægar íhaldið kemur næst til þeirra á biðilsbuixunum og með lýðræðisgrímuna utan yfir andliti fasismans afmyndaða af að- dáun á hverskonar glæpum og of- beldisverkum innlendra og er- lendra, fasista. »Segðu mér hverja þú umgengst og ég- skal segja þér hver þú ert«. Sjálfstæðisflokkurinn hefir valið sér sálufélag við fasismann. Efast nokkrir um hvert er þeirra rétta andlit.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.