Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 102

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 102
ARNÓR SIGURJÓNSSON: „Arghyrnu lát árna" Endur fyrir löngu varð mér það í kennslustund, að nemendur báru brigður á skýringu, er ég gaf þeim á vísu, er Egilssaga hermir eftir Skallagrími Kveld- úlfssyni. Vísuna hafði ég lengi kunnað, rifjað hana upp og raulað stundum, er ég var einn á ferð, og þannig öðlazt á henni skilning, er ég hugði óbrigðulan. Nemendurnir sögðu hins vegar, að ég skýrði eitt orð vísunnar, sögnina að árna, á annan veg en gert væri í glósubók, er lengi hafði gengið milli þeirra, er lesið höfðu Egilssögu á skólabekk, og skýring mín breytti skilningi á vísunni. Ég kvað merkingu sagnarinnar þá að flytja árn- aðarorð eða kveðju, og væri sögnin enn í dag notuð í þeirri merkingu, þegar um það væri talað að árna einhverjum heilla. Nemendurnir sögðu, að samkvæmt glósu- bókinni væri merking sagnar þessarar að fara eða ferðast. Ég bauð þá að athuga betur, hvernig þeir, er mesta alúð hafa lagt við skýringar forns kveðskapar, hefðu skýrt vísu þessa. Ég varð að játa það í næstu kennslustund, að ég kæmi eigi erindi feginn af þeim fundi: allir þeir, er vísuna hefðu skýrt, hefðu skýrt hana á sama veg og í glósubókinni væri gert. Þó færi mér líkt og Galilei, er varð að sverja fyrir það, að jörðin gengi í kringum sólina, en sagði við sjálfan sig: Hún gerir það nú samt. Ég væri enn viss um, að mín skýring væri rétt. Þetta varð til þess, að ég hef oft síðan þráhugsað um það, hvernig beri að skilja þessa vísu Skallagríms og leitað að úr- slitarökum uin það. Auðvitað leitaði ég fyrst að málfræðilegum rökum fyrir skiln- ingi mínum á sögninni að árna. Sögnin er algeng í fornu máli, og í óbundinni ræðu kemur hún víða fyrir í líkri merk- ingu og ég hafði í hana lagt, þeirri að biðja fyrir einhverjum eða óska honum heilla. I sögu Ambrosíusar biskups segir frá því, að Monika móðir Agústínusar hafi vegna trúarvillu sonar hennar í æsku hans farið á fund Ambrosíusar til þess að biðja hann að „árna“ syni hennar „leið- réttu". En sú „árnan“ varð til þess, að Ágústínus „varð hinn æðsti kennandi og biskup“. Annars staðar er talað um að „árna einhvers af guði“ eða „áma einhvers við guð“. Af sögninni að árna í þessari merkingu eru mynduð nafnorðin árnaður: fyrirbæn og árnandi: sá er biður fyrir eða biðst fyrir, sem eru raunar hluttaksorð þolmyndar og hluttaksorð nútíðar sagn- arinnar, og koma þau bæði fyrir í fornu máli. Af árnaður eru aftur mynduð sam- settu orðin árnaðarorð: fyrirbæn eða með- mæli, eftir því hvort slíku orði var snúið til guðs eða manna, og árnaðarmaður: sá er biður fyrir öðrum eða veitir stuðning með meðmælum sínum, og koma bæði þau orð fyrir í fornu máli í samböndum, er óvefengjanlega sýna merkingu þeirra. Loks er af sögninni að áma í þessari merkingu myndað nafnorðið árnan, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.