Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 71

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 71
HALLGRÍMUR HELGASON: Árroði íslenzkrar tónlistar Engin önnur þjóð í Vestur-Evrópu, að undanskildum Færeyingum, mun enn eiga lifandi jafngamla hljómandi þjóð- list eins og Islendingar. Nefnilega rímna- kveðskap. Megum við vera stoltir af að hafa varðveitt þessa merkilegu þjóðar- íþrótt andans í sex hundruð ár. Mun tungan eiga þessari staðreynd meira að þakka en margan grunar. Og að því hlýt- ur að koma, að íslenzk músík eigi henni jafnmikið að þakka. Hvergi birtist hrynj- andi íslenzks máls svo ómenguð sem hér. Hvergi samlagast tónninn jafninnilega eðli kveðinnar ræðu sem hér. Nægir að benda á hina alkunnu V'atnsdælastemmu, þar sem lagið hnígur á léttum en stígur á þungum samstöfum. Auðlegð íslenzkra þjóðlaga er lang- mest á sviði rímna. Tónrænt hugvit þjóð- arinnar er hér nær takmarkalaust. Grunn- festing kvæðalagsins er jafnan í föstum skorðum. En efni rímunnar og ytri áhrif geta vikið við gangi viðhafnartóna. Kvæðamaðurinn er frjáls í flutningi og ekki „akademískur", að öðrurn kosti hefði þessi listgrein ekki orðið jafnlanglíf og raun ber vitni. Sennilega hefir því ekki verið gaumur gefinn sem skyldi, hve þýðingarmikið það cr fyrir íslenzkar þjóðmenntir, að rímnalögin skuli enn vera í heiðri höfð, jafnvel í margmenni íslenzkra borga á 20. öld. Á fjölmörgum fyrirlestraferðum um meginland Evrópu hefi ég með slíkri frásögn hvarvetna vakið undrun og að- dáun áheyrenda: menn geta trauðla skilið slíka ást og tryggð við gamlar venjur, þar sem fjölbýli og siðbirging (sívílísasjón) nýheiðninnar þegar hafa víðast hvar slævt upprunalega lífskennd. Tvennt er að heyra og vilja heyra. Og ekki höfum við hingað til þurft að fylla eyru manna „með vaxi, svo að eigi heyri þeir hark heiðingja ok ill læti“, eins og stendur í Karlamagnúsi. Svo fjölbreytileg sem bragfræði rímna- hátta er, þá stendur formfræði rímna- laga hcnni vart að baki. Almennur er Björn Björnsson, Dísarstöðum í Breiðdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.