Andvari - 01.01.1946, Blaðsíða 7
Andvari
Sigurður Eggerz.
Eftir Jón Guðnason.
Sigurður Eggerz var fæddur á Borðeyri við Hrútafjörð 28.
februar1) 1875. Foreldrar hans voru Pétur Eggerz, verzlunar-
stjóri þar, og seinni kona lians, Sigríður Guðmundsdóttir.
Voru þau hjón nafnkunn, sökum stöðu sinnar, atgervis og
actternis.
Faðir Péturs Eggei’z var hinn þjóðkunni klerkur, séra
Friðrik Eggerz í Skarðsþingum í Dalasýslu, er fyrstur tók
sér ættarnafnið Eggerz (d. 1894, 92 ára). En faðir séra lHrið-
riks var séra Eggert á Ballará, er prestur var í Skarðsþing-
um í nær hálfa öld, til dauðadags, 1846, Jónsson, prests í
Holti í Önundarfirði, Eggertssonar á Skarði, Bjarnasonar,
hins ríka á Skarði, Péturssonar í Tjaldanesi í Saurbæ, Bjarna-
sonar, sýslumanns á Staðarhóli, Péturssonar, sýslumanns, s.
st., Pálssonar, sýslumanns (Staðarhóls-Páls), Jónssonar á
Svalbarði, Magnússonar (Svalbarðs-ætt). Kona Staðarhóls-
Páls var Helga Aradóttir, lögmanns, Jónssonar, biskups,
Arasonar. En kona Bjarna hins ríka Péturssonar, Elin Þor-
steinsdóttir, var í móðurætt komin af Skarðsverjum hinum
íornu. Er margt fleira stónnenna í þessum ættum, sem of
langt yrði að rekja.
Þeir feðgar, séra Eggert og séra Friðrik, voru báðir miklir
höfðingjar í fornum stíl, búmenn ágætir og hagsýnir, stór-
brotnir i lund og létu því siður sinn hlut fyrir öðrum sem
lastar og óvægilegar var á þá leitað. Daði fróði Nielsson
segir í Prestaævum sínum, að séra Eggert hafi verið „allvel
1) Svo er ritað í kirkjubók Prestsbakka, en sjált'ur laldi hann sig
fæddan degi síðar, 1. marz.