Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Spegillinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Spegillinn

						12D
SPEGILLINN
Skóbótarblað úr Heiðarvígasögu
Það má með sanni segja að engin Islendingasaga hafi
reynzt jafnseig undir tímans tönn og staðið af sér slíkan
ólgusjó sem Heiðarvígasaga. Fyrst er þá þess að geta, að
Svíar véluðu hana úr höndum vorum sem þeirra var von og
vísa á 17. öld. En hinn forsjáli bóndi, sem mun hafa látið
söguna af hendi fyrir einn Översta, skar þó eitt blað úr henni
til vonar og vara, ef hann þyrfti í skyndingu að bæta skó
sinn, enda var skæðaskinnið gullsígildi í þann tíð og hvít-
botnaðir gúmmískór ennþá eigi lenzka, svo sem síðar varð.
Næst er þess að geta, að Árni Magnússon plataði Heiðarvíga-
sögu út úr Svíunum til uppskriftar, en „gleymdi" auðvitað
að skila handritinu aftur, svo sem mörgum öðrum, sem nú
eru fyrir „gleymsku" hans I eign og vörzlu dana, en þeir eru
manna fastheldnastir á ýmiskonar „efterladenskaber", svo
sem grænland o. fl. Svíar, sem var kurinugt um gleymsku
Árna, létu þá koma krók ámóti bragði og „gleymdu" þá líka
að senda Árna 12 blöð af sögunni. Stóðu þá mál þannig, er
hin dýrmæta saga brann í kaupinhafn, og virtist nú ekki ann-
að eftir af hinni marghröktu sögu en nokkrar setningar, sem
skrifarinn Jón gamli Grunnvicensis hafði skrifað á bréf-
snepla hjá sér ásamt ýmsum athugunum um Islands aðskilj-
anlegu náttúrur, og þökkum vér þessar setningar því, að Jón
gamli mun ekki haf a skilið þær pg ætlað sér að taka þær til
nákvæmari rannsóknar síðar. Eins og allir vita skrifaði karl-
greyið söguna upp síðar eftir minni og Svíar komu loksins
fram með blöðin 12, sem þeir höfðu lumað á. Og úr því var
svo gerð ný Heiðarvígasaga, sem allir þekkja. Enn vantaði
þó skóbótarblaðið. Lögðu nú fræðimenn höfuð sín í bleyti um
það, sem standa mundi á blaði þessu. Nú vildi það til, að ein
aðalpersónan í sögunni er Barði nokkur Guðmundarson. En
eftir að hinn snjallasti fræðimaður með sama nafni upp reis
meðal vor, sem á sínum yngri árum mun hafa brugðið sér
norður í Húnaþing að skoða sögustaði og þar á meðal Borg-
arvirki og líklega haft með sér blóðmör í nesti, er myglað
hafði í ferðalaginu og hann kastað út fyrir Borgarvirkið,
hvar hann var staddur til snæðings, þá spannst saga sú, að
nafni hans úr grárri forneskju hefði kastað þessu sama iðri
til að snúa á Borgfirðinga. Og er sögnin að sjálfsögðu hún-
vetnskur uppspuni og húnvetnsk landkynning um leið, enda
notuð óspart við vígslu þess sama virkis fyrir ári síðan. Þar
eð mörsiðurs þess, er Barði fleygði úr mal sínum, er hvergi
getið í allri Heiðarvígasögu, kom fræðimönnum saman um,
að um það stæði á hinu glataða skóbótarblaði, og mundi aldrei
annað sannast af þeirri einföldu ástæðu, að bóndinn, sem
skar blaðið úr, myndi hafa notað það til þarfinda sinna.
En fræðimenn reiknuðu ekki með prófessor Magnúsi Má,
sem varð snemmendis bráðgörr að sögn föður hans, svo sem
lesa má í hinni merku heimildarbók Mr. Audens, Letters
from Iceland, en Magnús tók upp þann leiða sið að snudda í
gömlum bréfum og bögglum á Landsbókasafni, sem þóttu
svo ómerkileg af safnmönnum, að þeir töldu ekki ómaksins
vert að skrá þetta, aukin heldur að kanna innihald bréfa-
böggulsins. En sem sagt: Þar fann Magnús afganginn af
Heiðarvígsögu, skóbótarblaðið fræga. En þá kom upp úr
dúrnum, að blaðið var ólesandi öðrum megin, en hina blað-
síðuna las prófessor Nordal fyrir oss í útvarp. Ekkert stóð
þó þar um mörsiðrið Barða, sem von var, og gat Nordal þess
um leið, að eina vonin væri sú blaðsíðan, sem ólæsileg væri
dauðlegum mannanna augum, og væri þó vonin lítil. Datt oss
þá snjallræði í hug. Vér fengum blaðið að láni hjá prófess-
ornum, fórum' með það niður á Röntgendeild Landsspítalans
og pöntuðum eina gegnumlýsingu (auðvitað á blaðinu). Stóð
þá allt ljóst fyrir sjónum vorum, sem á hinni leyndardóms-
fullu blaðsíðu stóð. Birtum vér hér hið fornfræga handrit,
svo sem vér stöfuðum oss fram úr því í gegnumlýsingunni.
Hefst skóbótarblaðið, þar sem sleppir í 34. kapítula á orðun-
um: „ráða má ráðum sínum, at-------". Síðan segir áfram á
hinni merku skóbót: „yrði fundur þeirra sunnanmanna öðru
sinni, skyldi eigi hvárirtveggju segja frá tíðindum. Skipti
nú Barði liði sínu í tvá flokka ok setti höfðingja einn — sá
hét Fiðr — fyrir öðrum flokkinum ok skyldi annar vinna at
virkisgerð at Borg, en hinn afla matfanga. Fiðr var spakr
at viti og safnari hinn mesti á allt bæði ætt ok óætt, kaus
hann því at ríða um hérað til vistfanganna með sína menn,
en Barði gekk með sitt lið á Borgina ok var þó fámennari.
Vannsk þó verkit vel, því at eigi skorti drykkjarföng, er
menn gerðusk móðir. Nú er at segja frá Finni og hans mönn-
um. Bannaði hann at taka nema lítit í hverjum stað, svá at
eigi yrðu þeir óþokkasælir af alþýðu manna. Ásgeir hét maðr
í liði Finns, sagnaþulr góðr. Hann setti Fiðr til at hjala við
búendr, meðan hinir rækju smala af stöðli. Þuldi -Ásgeir
sögur úr forneskju, svá at búendur gættu eigi penings síns,
en létu þó kyrrt liggja. Haraldr nefndisk einn manna Finns,
var hann f jögurra manna maki at burðum ok svá stór at engi
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV