Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 10
2 STÚDENTABLAÐ HANNES PÉTURSSON, stud. mag.: KREML Svo þetta mun skipið sem ætlar að sigla til álfu akranna þar sem drýpur hunang og smjör! 1917 það sigldi frá vör við sönglist og blaktandi fána, en villtist. Og nú á dökkum daunillum mar drafnar það niður eftir að vindarnir hættu að þenja fram seglin. Og fuglarnir löngu farnir sem fylgdu því spölkorn á leið. Á skipsins för ber ekki lengur birtu frá sól eða mána. Og þeir sem leita að álfu hunangsins eigra um ónýtan farkost, vaxnir langri skör, rjála við hníf sinn, horfa lymskir á grannann því hungrið er stöðugt og sárt: þeir éta hver annan. v._____ _________________________________________________ og dýrslegri grimmd en hinir afhjúpuðu fyrirrenn- arar. Allar vonir manna um, að forystumenn alheims- kommúnismans hefðu tekið upp lýðræðislegri og mannúðlegri stefnu hafa því gersamlega brugðizt á fáeinum dögum. Ollum frjálsum þjóðum er því Ijóst, að sjálfstæði þeirra, lýðræði og mannréttindum er enn sem fyrr búin geigvænleg hætta af yfirgangi kommúnismans. Þær munu því ekki rjúfa, heldur treysta samtök sín, sem stofnuð eru til þess að stemma stigu við frekari viðgangi ofbeldisstefnanna. Það er sorgleg staðreynd, að hér á íslandi hafa fulltrúar þeirrar erlendu ofbeldisstefnu, sem hér hef- ur verið fjallað um, verið efldir til miklu meiri valda, en fylgi þeirra með þjóðinni segir til um. Því ber öllum frelsisunnandi Islendingum að lýsa yfir fullkominni andúð sinni á ofbeldisverkum kommún- ismans og gera fulltrúa hans hér á landi áhrifalausa og einangraða. A þann hátt einan getum við komið í veg fyrir, að kommúnistum takist að grafa undan lýðræði okkar og mannréttindum eins og þeir hafa hvarvetna gert, þar sem þeir hafa náð fótfestu. Stúdentar hafa þegar hafið þessa baráttu og telja sér sóma í og munu hvergi hvika fyrr en yfir lýkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.