Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 6
6 Stúdentablaðið Peterson virkar á m segir Guðmundur Ingólfsson Ljósmyndir: í viðtali við Stúdentablaðið Halldór Guðmundsso „Djass, nýtisk, hávær (dans)músik, einkum sér- stök (dans)músik með sérkennilegu og sterku hljóðfalli (upprunnin hjá bandariskum negrum)”. Svo mælir orðabók Menningarsjóðs. Fyrir tæpum tveimur áratugum gerðist sá at- burður vestur á landi, nánar tiltekið i Dölum, að ungur drenghnokki leitaði útskýringar á orði er hann hafði þá nýlega numið, djass? Nærstödd eldri kona varð fyrir svörum og átti fá orð svo sterk að fengju útlistað eyðileggingarmátt og ógn þá er staf- aði af þessu voðalega fyrirbæri, ónafngreindur maður hafði orðið fyrir þeirri ógæfu á réttardans- leik úti á Strönd að leggja hlustir við djasslagi. Svo megn voru áhrifin að hann hljóp að lagi loknu beina leið i nærliggjandi bervatnsá og hugðist drekkja sér, hvað reyndar ekki tókst. Fáir munu hafa látið lifið af völdum djassins, en þeim mun fleiri svamlað sælir i tónlistarelfi sveifl- unnar. íslenskir hafa sem aðrir látið fallerast fyrir seiðandi áhrifum sveiflutónlistarinnar. Saga islenska djassins er engu að siður slitrótt og ber þar margt til sem eigi verður hér fram talið. Á siðustu árum hefur sveiflan þó átt vaxandi vinsældum að fagna meður islenskum. Sá þeirra islensku djassista sem hvað lengst hefur náð i kúnstinni er Guðmundur Ingólfsson pianist og virtúós. Fyrir skömmu var hann inntur um eigin feril og islenskt djasslif og fylgja svörin hér á eftir. Spyrlar auk ritstjóra voru þeir Einar Már Guðmundsson og Halldór Guðmundsson. Skirdagur á páskum 1979, laust eftir hádegi. Veöurguöiö minnist dags kvöldm átlöarinnar og slettir vænum hryöjum framan i þá fáu vegfarendur sem skjótast millum húsa I miöbænum. Nokkur haröskeytt djassfön gefa skit i páskahryöjur Kára og hlaupa niöur Laugaveginn og nema staöar þegar þau eru á næstu grösum viö Lyf jabúöina Iö- unni. Þaöan er skotist bak viö hús og hafin krosslaus páskaganga upp marga stiga, uns komiö er um siöir á fjóröu hæö. Þar er leitaö áletrana og I þann mund aö menn greina nöfnin Guömundur Ingólfsson / Birna Þóröardóttir, berast hugljúfir sveiflutónar út um dyr. Leitinni er lokiö. Upphaf þins langa tóniistarfer- ils? — Eg byr jaöi aö leika á pianó sex ára gamall. Á þeim tlma var Rögnvaldur Sigurjónsson nágranni minn i Kleppsholtinu, og heyröi mig glamra á gamalt, stigiö stofuorgel. Hann otaöi for- eldrum mlnum út i aö kaupa pianó og siöan fór ég aö læra hjá honum. Siöar læröi ég hjá mörg- um kennurum og var i Tónlistar- skólanum 1946-1954. Siöustu tvo veturna var ég hjá Wilhelm Lansky Otto. Eftir þaö fór ég til Ka u pm ann ah afn ar. Sveiflað með áhöfnum herskipa — Ég var i einkatimum á píanó tæpt ár i Kaupmannahöfn. Fram til þess var svo til eingöngu um klassik aöræöa, þó maöur stælist i boogie-woogie og þess háttar. Þetta ár skipti sköpum — þaö var mikiö djasslif i Höfn og ég taldi mig hvorki hafa taugar né getu til aö gerast klassiskur konsertplan- isti. Ég fór aö leika á bar og djassferillinn hófst meö þvi aö spila i bigbandi meö áhöfnum af tveimur dönskum herskipum. — 1955 var svo haldiö til klak- ans aö nýju. Hvaö var þá aö gerast I tónlistarlif inu? — RoUciö var þá rétt ókomiö og gamlir swingstandardar mest spilaöir. Þaö var mikil breidd i múslkinni — margir góöir blás- arar eins og Gunnar Ormslev, Björn R. Vilhjálmur Guöjónsson og margir fleiri. KK-sextettinn i fullu fjöri og gamla Þórscafé viö lýöi. Þá var mikiö af kabarettum, t.d. I Austurbæjarbiói. Þar kvaddi ég klassikina endanlega á tón- leikum — byrjaöi á Chopin, Bach ogfleirislikum, en klykkti út meö boogie-woogie! Mörgum þótti mikiö tap aö „missa” af klassik- pianistum á þann hátt. Um þetta leyti kom hingaö til lands Friedrich Gulda, lék hér á symfóniutónleikum, en haföi ein- hvern pata af þvl aö hér væri til djasslií og kom eftir á í Stork- klúbbinn, enn i kjólfötunum og sveiflaöi þar af miklum móö. Mikil gróska 1956-59 Þaö var mikil gróska i islensku djasslifi á árunum 1956-59. Þá var djassaö i Breiöfiröingabúö, þar sem helstu pianóleikarar voru þeir Kristján Magnússon og Arni Elfar. Haukur Morthens var á gamla Rööli, á móti Stjörnubiói, á sunnudagseftirmiödögum og Gunnar Reynir og fleiri meö honum þar. — Hvers konar djass var þá helst framinn? — Þaö var mest swing. Bebopiö kom ekki fyrr en seinna, þegar Andrés Ingólfsson kom frá Bandarikjunum, þar sem hann haföi veriö á styrk frá djass- blaöinu Downbeat. — Hvaö geröir þú á þessum tima? — Ég byrjaöi aö spila á böllum fljótlega eftir heimkomuna, — fór beint i swingiö — þaö var dans- músik þá. Stofnaöi hljómsveit meö Reyni Sigurössyni stuttu eftir heimkomu. Þar var Gunnar Gunnarsson á gitar og banda- riskur trommuleikari. Viö notuöum nikku töluvert — hún ,,Ég er ekki A LEIÐINNI aö breytast”. var mikið notuö á þessum tima. Olafur Stephensen var aöal djass- harmonikkuleikarinn. Viö spiluöum ekki á föstum staö, lékum á skólaböllum og viöar. Rokkiö kom til á þessum tlma og þaö var ekki spurt um smekk — menn uröu aö spila rokk. Ahrif rokksins höföu.I för meö sér aö djassinn hvarf úr danshúsunum og einangraöist. Hann var ekki viöurkenndur af unga fólkinu og takmarkaöist viö priVat lóköl. Leikið um vikuskeið með Dexter Gwdon — Ariö 1962 fór ég út til Noregs og fór I tournée meö Sigrúnu Jónsdóttur.sem þá varoröiöstórt nafn i Noregi. Hún haföi sungiö neö KK-sextettinum hér heima, in var fyrstog fremst djasssöng- kona. Aþeim tima varrikjandi deyöa i norskum djassi, en samt aöeins aö byrja aö rofa til. Þaö var meira lif- i Sviþjóö. Metropol var eini djassklúbburinn i Osló um þetta leyti. 1 þessari för leysti ég pianóleikara Dexters Gordons af um vikutima, en hann var þar á hljómleikaferö. — Hvernig var aö spila meö Gordon? — Þaövarupp ogniöur. Fyrsta kvöldiö var hann meö öllu óspil- andi, en næstu kvöld spilaði hann eins og engill. Bítles koma til — Hvenær fæddust Haukar? — Helgi Steingrimsson var búinn aö stofna Hauka noröur I Hrútafiröi I kringum miöjan sjö- unda áratuginn. Á þessum tima varég meötrióáloftinui Glaum- bæ, þar sem voru auk min Gunnar Ingólfsson og Sveinn Ingvarsson. Helgi var áöur meö örnum, en kom i trióiö eftir aö Sveinn hætti. Upp úr þvi fæddust Haukar á ný. — Bitlestónlistin var aö halda innreiösinaá þessum tima. Haföi þaö áhrif á djassinn? — Tvimælalaust. Maöur uppliföi byltingu nr. 2, fyrst rokkiö og svo bitlamúsikin. Hún haföiáhrif á djassspilara. Fyrstu tvö ár bitlaæðisins var ekkert djasslif hér. Siöan kom mikill kippur 1965-67. Þá var spilaöur djass á hverju mánudagskvöldi i Tjamarbúö og þaö var vel sótt. Þaö var Jazzklúbbur Reykjavikur sem stóð fyrir þvi. Jazzklúbbur lslands var svo meö djass I Glaumbæ á þriöjudags- kvöldum. Þar lék Erlendur Svávarsson á trommur, Friörik Theodórssoná bassa, ég spilaði á pianóiö og svo höföum viö banda- riskan básúnuleikara. Við spiluðum bebop og swingmúsik Eitt af þvi sem ýtti undir þennan fjörkipp var framtak Þráins Kristjánssonar, sem fékk mörg stórmenni djassins til aö hafa hér stop-over. t blúsheima — Þessi kippur i djasslifinu „Eins getur gerst þegar spilaöur er kannski eldfjörugur polki, aö fólk komi og biöji um eitthvaö fjörugt!”

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.