Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 7
Stúdentablaðið Stúdentablaðið: Er eitthvert samband á milli uppeldishátta og stéttarstöðu — og hvernig endurspeglast það i námsárangri nemenda? Gisi: Það er nú erfitt að s'vara þessu af- dráttarlaust án þess að hafa við höndina nauðsynleg gögn. Sú rannsókn sem ég vitnaði mest til i grein i Skirni þar sem ég fjallaði um þessi mál, rannsókn þeirra Sigurjóns Björnssonar og Wolfgangs Edelsteins, sýnir afdráttarlaust að uppeldishættir i landinu eru stéttbundnir og kynbundnir og þetta endurspeglast i námsárangri. Það er ljóst af þessari itar- legu könnun að börn frá lágstéttar- heimilum standa sig ekki eins vel i skól- anum og hin og það er lika ljóst að stelpur standa sig ekki eins vel eins og strákar. En eins og ég sagði er það erfitt að svara þessu afdráttarlaust án þess að hafa gögnin fyrir framan sig og statistiskar upplýsingar um fylgni milli náms- árangurs og félagslegs uppruna. Stúdentablaðið: Nú skilgreinir mennta- stéttin hvað sé gott mál og vont. Vont mái er yfirleitt rakið til Imyndaðra annmarka vitsmunalifsins, leti eða aumingjahæatt- ar. — Þvi má spyrja: Verður ekki slikt mál kjörið til að letja alþýðufólk til að tjá sig i mæltu máli sem rituðu og má þvl ekki llta þannig á málið sem tæki I hönd- um borgarastéttarinnar til aö viðhalda islenskum stéttarafstæðum? Gisli: Það er ljóst eins og ég sagði áðan, að námsárangur er stéttbundinn og kyn- bundinn. Ef leitað er að félagsfræðilegum skýringum á þessu fyrirbæri þá er hins vegar völ á ýmsum kostum. Það er varla ástæða til að ræða þá kenningu að þetta sé allt saman arfbundið, enda hafa likurnar á að sú skýring sé i gildi farið minnkandi, eftir þvi sem völ hefur verið á fleiri og itarlegri rannsóknum. En ég held einmitt að lykillinn að gátunni sé að einhverju leyti fólginn i málinu og ég á erfitt með að imynda mér að hann sé annarsstaðar. Sjálfsagt er skýringin að einhverju leyti fólgin i samskiptamunstri eða uppeldis- háttum, en mér finnst liklegt að um leið liggi hún að einhverju leyti i málnotkun og strúktúr skólans, hvernig ákveðnir hags- munir speglast i skólanum — m.a. i mál- boðun hans og þvi starfi sem þar fer fram. Margir af málsvörum þeirrar málræktar- stefnu sem hér hefur verið fylgt, segja sem svo að málpólitik hljóti að stuðla að þvi að kenna „málsóðunum” að ná betra valdi á máli sinu til að gera mál þeirra að árangursrikara tjáningartæki. Þetta sjónarmið mætti kalla hörgulkenningu eins og ég hef gert i þessari skirnisgrein. Almennt einkenni þessarar hörgulkenn- ingar er það að hún gefur i skyn að málfar alþýðufólks sé fátæklegt og það þurfi að glæða þaðnýju Ufi til þess að auðveldaeða málnotendum að tjá sig. Þessi hörgul- kenning fær hins vegar ekki staðist ef maður fer að skoða hana nánar. Erlendis hefur hún sætt mikilli gagnrýni. Hins vegar hafa menn ekki hugleitt það mikið hérlendis, hvort hugmyndin eigi við rök að styðjast. Ég vil hins vegar benda á að þær málvillur, sem hafa verið leiðréttar hér hvað ákafast undanfarin ár og áratugi eru siður en svo áhrifalitið tjáningartæki. Hverteinasta manns barn i landinu skilur hvað er átt við með setningunni: mér hlakkar til. Svo þágufallssýki er alls ekki dæmi um tjáningarmáta sem skilst ekki. Sama má segja um flest annað sem menn hafa amast yfir að undanförnu. Nú má kannski spyrja hvort þessar „málvillur” séu stéttbundnar. Margir af þeim sem fylgja opinberri málboðun segja að hér sé einungis um einstaklings- bundið fyrirbæri að ræða, en hins vegar má finna um það mörg dæmi i verkum þeirra að þeir eru i raun og veru að skammat út i alþýðufólk og málfar þess, og fordómana i þessum málflutningi hef égreyntað draga fram i Skirnisgreininni. Þvi miður er ekki völ á félagsmál- fræðilegum rannsóknum á málnotkun landsmanna og við vitum t.d. ekki nákvæmlega hvernig talsmátar lands- manna dreifast á einstaka félagshópa eftir aldri, stéttarstöðu eða kynferði, en ég býst við að tilfinning margra segi þeim að hér sé um stéttafyrirbæri að ræða. Ég held að málpólitikin, eða viðmiðin sem hér hafa verið ráðandi banni mönnum bókstaflega að skoða málið i þessu ljósi og þar af leiðandi hafa menn ekki komið auga á samband félagsstöðu og málfars. Málhreinsunarstefnan, sem Tungumál og tj áningarháttur Viðtal við Gísla Pálsson um íslenskukennslu og opinbera málpólitík upphaflega þjónaði þvi framsækna hlut- verki að losa íslendinga undan menningaroki Dana, hefur fengið það þverstæðukennda verkefni að standa vörð um þau skil sem stéttasamfélagið byggist á, en láta samt i veðri vaka að þau séu ekki til. Hreingerningar „málveiru- fræðinganna” þjóna að minu viti þeim til- gangi að draga áþreifanleg skil á milli stéttanna — milli „sóðanna” og hinna sem „vana” málfar sitt. Skýringin á þvi að málhreinsunarmenn sækja gjarnan likingar i læknisfræðina (sbr. þágufalls- sýkina) er að minu mati sú, að þeir eiga ekki i annað hús að venda. Skilningur manna á stéttareðli samfé- lagsins er ákaflega bágborinn, en það stafar m.a. af þvi að hér hefur stétta- kerfið festst i sessi á mun skemmri tima en viða annarsstaðar og i menningu okkar er jafnaðarhugmyndin býsna rótgróin. Stúdentablaðið: Hvernig ber að finna gegn málkúgun I skólakerfinu? Gisli: Ég hef nú ekki nein haldbær svör við spurningunni, en allavega vildi ég segja að það þarf að leggja niður stétta- hrokann og orðhengilsháttinn sem hér hefur tiðkast, það þarf að koma kenn- urum i skilning um það, að sú hörgul- kenning sem hér hefur verið miðað við, hún fær ekki staðist. Og það þarf að afla þvi sjónarmiði fylgis, að fólk eigi að fá að nota það málfar, sem það hefur alist upp við, i opinberum stofnunum eins og skól- anum. En forsenda fyrir skynsamlegri málpólitik er itarleg könnun á málnotkun núlifandi kynslóðar. Stúdentablaðið: Er hægt að tala um kvn- bundiö mál, mismun á máli og málf'ari kynjanna? Gisli: Já, ég held að það sé alveg ljóst, það eru ýmis orð sem karlmenn taka sér ekki i munn, t.d. „sætt” og „lekkert”. Það er lika til fyrirbæri sem hefur verið kallað ungmeyjar-ess, sem er einhverskonar smámælska. Þessir talsmátar eru að minu viti dæmi um hvernig málið speglar identitet, samsömun eða sjálfsimynd málnotandans, og þegar konur taka sér slika talsmáta i munn þá eru þær að undirstrika stöðu sina. Þetta málfar mundi maður ekki greina i máli kvenna á Alþingi eða á slikum vettvangi, kannski m.a. vegna þess að þar eru konur að undirstrika annað identitet sem karlarnir hafa skilgreint. Hins vegar er þetta mjög áberandi i samskiptum milli kvenna. Það má kannski nefna eitt atriði i viðbót. Það er stundum sagt að konur tali meir á inn- soginu heldur en karlar (andi að sér og tali um leið...) og þessu held ég að verði varla á móti mælt. Mér var einhverntima sögð skritla af útlendingi sem af ein- hverjum ástæðum hafði haft mun meiri samskipti við konur en karla þegar hann var staddur hér á landi og lærði þvi islenskuna sem kvennamál, hann áttaði sig ekki á þvi að hér var um að ræða ákveðna talsmáta sem voru tengdir identideti konunnar. Þegar hann fór að nota þessa talsmáta i viðræðum við karl- menn varð hann að athlægi. Gott ef ekki var ýjað að þvi að maðurinn væri með vit- laus hormónaskipti. Það er svo spurning útaf fyrir sig hvort málpólitikin eigi nokkuð að hrófla við slikum „mál- lýskum” i landinu, ef það má kalla þetta mállýskur. Það er þó varla hægt að telja það valdsvið málræktarmanna að hrófla við þvi hvernig notendur islensks máls gefa til kynna samsömun eða identitet. Þó má hugsanlega spyrja sem svo: Ef ákveðnir talsmátar eru i rauninni afleið- ing af undirokun sem ákveðinn hópur hefur orðið að sæta, er þá ekki nauðsyn- legt að vekja hann til vitundar um það? Þetta er hugsanleg gagnrýni á sumt af þvi sem ég hef verið að segja, en ég held að það sé ástæðulaust að fara úti þá sálma að svo stöddu, þvi eins og ég sagði áðan hefur sú málpólitik sem hér hefur verið stunduð fyrst og fremst falist i gagnrýni á málfar lágsttarfólks, gersamlega ástæðulausri gagnrýni, og ekki er með nokkrum ráðum hægt að færa rök fyrir þvi að þeir tals- mátar sem skammast hefur verið úti séu ófullkomnara tjáningartæki heldur en hinir. Og af þessu dreg ég þá ályktun að málboðun i landinu hafi einfaldlega raðað talsmátum upp i virðingarröð með hlið- sjón af valdaaðstöðu þeirra sem nota málið hverju sinni. Málræktarmennirnir pikka það út sem þeir vilja sjá i málfari lágstéttafólks og setja á það gildishlaðna merkimiða. Málræktarstefnan er þess vegna hugmyndafræðilegt tæki sem festir stéttaskiptinguna i sessi. Stúdentablaðið: Er hugsanlegt að taia um stofnanamál? Akveðið mál eða mállýsku eða orð eða orðatiltæki sem einungis eru notuð af skriffinnum, skrifstofufólki, sem eru ill- eða Iltt skiljanleg alþýðu manna? Gisli: Ég held að það sé hægt að tala um eitthvað, já, sem mætti kalla stofnanamál eða skriffinnamál, en mér er ekki ljóst hvaðan það kemur eða af hvaða ástæðum það stafar. Hins vegar held ég að vert sé að kanna þann möguleika sem ýjað er að i spurningunni að um sé að ræða ákveðinn talsmáta sem skriffinnar tileinka sér að einhverju leyti til þess að þyrla ryki i augu fólks. Þó væri hugsanlegt lika, að lita á þetta sem vitnisburð um samsömun ákveðins hóps Islendinga sem notar slikt mál til þess að reyna að tryggja áheyrn hjá opinberum aðilum. Sumir fullyrða reyndar, að þetta sé dæmi um ensk mál- áhrif sem séu að tröllriða islenskri tungu, en ég held að það sé miklu nær að leita innlendra skýringa. Ef til vill hefur þróun islensks stéttasamfélags sitt að segja og hugsanlega er stofnanamálið tæki ákveð- ins hóps til að koma i veg fyrir kritik og umræðu, til þess að koma i veg fyrir að almenningur sjái i gegnum verkið. Stúdentablaðið: Eru orð eins og „þjóðar- hagur”, „vinnuveitandi”, frasar eins og „i þágu atvinnuveganna” o.s.frv. dæmi um pólitiskt gildishlaðið orðalag sem reynir að dylja raunverulegar stéttaaf- stæður samfélagsins? Gisli: Varðandi þessa spurningu, þá er ljóst að til eru dæmi um að opinbert mál, mál sem gjarnan er viðhaft i fjöl- miðlum og jafnvel af öllum almenningi, feli i sér hugmyndafræðilega afstöðu eins og greinilegt er i orðum eins og „vinnu- veitandi”, „launþegi”. A bakvið slik orð er náttúrlega ákveðinn skilningur á gangi efnahagslifsins og slikur skilningur er engan veginn hlutlægur eða hlutlaus. 1 svipinn man ég nú ekki eftir fleiri dæmum, en sjálfsagt er hægt að nefna mun fleiri.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.