Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						F A L K I N N
Sunnudagshugleiðing.
Eftir  sira  Ingimar  Jónsson.
„Verití tetiö glaðir"  (I.  Þess.  5,  16).
Á sumrura taka raenn, frem-
ur en á öðrum árstímum, stund
og stund til þess að gleðja sig
og aðra, til þess að skemta sjer,
sem kallað er. Margir eru önn-
um kafnir alla vikuna, og þeim
verður þá helst að vegi að taka
sunnudaginn til þess.
Sumum kann að finnast það
óviðfeldið að nota helgidaginn
til þess að skemta sjcr. Og
stundum hefir slík stefna ráðið
miklu innan kristindómsins,
sem hiklaust hefði fordæmt það.
Það er sú stefna, sem telur alla
svonfnda veraldlega gleði and-
stœða  kristindóminum.
í minum augum er kristin-
dómurinn ekki að eins gleði-
boðskapur að nafninu til, held-
ur og í raun og veru. Sú guðstrú,
sem hann innrætir mjer, lamar
ekki gleði mína, heldur eykur
hana. En getur þá hugsast, að
gleðin hafi samt sem áður eitt-
hvað ilt i för með sjer, úr því
að sumir virðást fælast hana?
Jeg veit, að sumt er nefnt
gleði, sem ekki á það skilið.
Sumt af því, sem kallað er
skemtanir, er einskis virði og
minna en það.
Sannarleg gleði er það eitt,
sem snertir að einhverju leyti
instu og bestu strengi manns-
hjartans. En hún er þó með
mörgu móti. Einn finnur gleði í
fegurð á einhverju sviði, annar
finnur mesta gleði í þekkingu,
og hinn þriðji í góðum verkum,
í því að sýna öðrum ástúð og
bliðu og greiða fyrir þeim.
Hitt er rangnefni, að kalla
það gleði, þótt hlátur sje vakinn
í svipinn ef tilefnið er mark-
laust. Það er þá fremur mein-
laust gaman. En' stundum er þó
það, sem menn hafa sjer að hlát-
ursefni, ekki meinlaust. Jeg tek
til dæmis, þegar menn henda
gaman að öðrum og þá einkum
þehn, sem lítils eru um megn-
ugir. Það getur verið grátt gam-
an, því oft særir það þann, er
fyrir því verður. Og sá hlátur,
sem það vekur er ekki útrás
gleði nje góðra tilfinninga, held-
ur lægri hugarhræringa. Með dá-
HtiIIi sjálfsrannsókn og athygli
getum vjer fundið, hvar tak-
mörkin eru, svo að vjer hættum
að láta nöfnin villa oss, og hætt-
um að sækjast eftir því, sem er
í'ánýtt eða verra en það. Því að
það, sem skaðar oss sjálf, er
verra en fánýtt, og það, sem sær-
ir einhvern annan, kemur niður
á oss líka fyr eða síðar.
En þetta dregur ekki úr gildi
hinnar sönnu gleði. Hún skaðar
engan, og mjer virðist hún ekki
heldur geta komið í bág við
neinar skyldur kristins manns.
Sá, sem er glaður, hugsar ekki
miður um sína nánustu fyrir
það, og enginn mundi fremur
vera kaldur og tilfinningalaus
við aðra, þótt sjálfur væri hann
glaður, þvert á móti hygg jeg,
að þá sje meiri von til, að sam-
úð og bróðurhugur fái að ráða,
þegar sönn og einlæg gleði býr í
brjóstum  manna.  Þá  hygg  jeg
líka, að hjálpfýsin sje venju
fremur uppi í mönnum, já meira
að segja löngun til að hjálpa og
bæta úr, hvar sem hægt væri.
Yfirleitt hygg jeg, að í einlægri
og sannri gleði komi fremur hið
betra upp á yfirborð sálarinnar
og verði rikjandi í huga manns-
ins og hjarta, — a. m. k. í bili.
Eh pá fá líka verri eða lægri
hvatirnar verri aðstöðu og kom-
ast síður að. GJeðin. hefir því
bætandi áhrif á skapgerð
mannsins.
Margur er sá hJutur, sem er
góður, en þó bestur í hófi. Líkt
er um gleðina. Það er hugsan-
legt, að gleði og bjartsýni næðu
svo tökum á manni, að hann
tæki að loka augunum fyrir hinu
illa i heiminum. Það væru öfg-
ar, og ekki í anda Krists. Því að
að hann leit á jarðlífið eins og
það er. En hann leit lengra, á
takmark mannsins, á það, sem
hann getur orðið, þrátt fyrir alt.
Gleði og alvara eru oft nefnd-
ar sem andstæður. Það er nú að
vísu ekki alveg rjett, því að gleð-
in útilokar ekki alvörvi og al-
varan útilokar ekki gleði. Glað-
lyndur maður getur líka fengist
við alvöruefnin, og alvörumað-
urinn, getur glaðst líka. En þó,
— ef lögð er of einhliða rækt
við gleðina, þá er hætt við að
alvaran minki. En þetta verðum
yjer að forðast. Alvaran á líka
rjett á sjér. því að lífið er full-
komin alvara. Það má oss ekki
gleymast. Alvara lífsins er að
visu fremur blandin gleði en
sorg, a. m. k. fyrir þá, sem hafa
lært af Kristi að trúa á föðurinn
á himnum, treysta honum og
i'ela honum alt.
Þess vegna megum vjer aldrei
gleyma honum í gleði vorri, hon-
um, sem vjer eigum öllum
fremur gleði vora að þakka. Þeg-
ar vjer eigum erfitt, þá verðum
vjer fegin að mega halla „höfði
þreyttu í drottins skaut". En
vjer megum, og vjer eigum líka
að koma til hans í gleði vorri.
,Hann tekur áreiðanlega þátt í
henni með oss líka.
Danski ballettinn
Um nokkra mannsaldra hefir
konunglegi danski balletiinn í
Kaupmannahöfn notið heims-
frægðar, bæði fyrir þá rækt, er
stjórnendur hans höfðu lagt við
hann og ekki síst fyrir hina á-
gætu listamenn, er þaðan lögðu
land undir fót. Saga ballettsins
hefst í raun rjettri, þegar Vin-
cenzo Tomaselli, venjulega
nefndur Galeotti varð dansmeist-
ari, árið 1775. Til þess tíma
hafði ballettdans að vísu verið
iðkaður, en hann var að mestu
leyti stæling á ballett þeim, er
var við hirð Luðvíks XIII og
Lúðviks XIV., t. d. ballettinn
„Flora", sem sýndur var árið
1699. Galeotti sá, sem áður er
nefndur, hafði stjórnað ballett-
um í París, London og víðsveg-
ar á Italíu, en Danastjórn bauð
honum svo mikið fje ,að hann
ákvað að fara til Kaupmanna-
hafnar og taka að sjer stjórn
ballettsins þar. Um þær mundir
var Anna Frölich besta dans-
mærin við kgL ballettinn. Danski
leikarinn Elith Reumert lýsir
henni þannig, að fegurð hennar
hafi verið algerð, bæði ytri og
innri. Leiklist hennar var ein-
stök. Hún varð Galeotti ómet-
anleg stöð í hinu erfiða verki
hans, að koma skipulagi á bal-
lettinn. Galeotti var starfsmaður
með afbrigðum og á meðan
hann hafði embætti þetta með
höndum, samdi hann 48 balletta
og Anna Frölich gjörði sitt til
að auka hróður þeirra. Því mið-
ur naut hennar ekki lengi við.
Hún dó 1784, kornung. Frægast-
ir allra balletta Galeotti eru „La-
gertha" og „Romeo og Julia".
Auk heilla balletta samdi hann
ýmsa minni dansa.
Nafn Galeotti mun lengi í
heiðri haft í Danmörku og víð-
ar, en mesta frægð sína á kgl.
ballettinn þó að þakka þeim
feðgum Antonine og . August
Bournonville.
Antoine Bournovillc kom fyrst
fram á sjónarsviðið i Kaup-
mannahöfn 17. april 1792. Hann
var sonur leikhússtjórans við
„Grand Theatre" í Lyon og móð-
ir hans var fræg leikkona. Til
Hafnar kom hann frá Stokk-
hólmi, en þar hafði hann dans-
að þar til Gustav III. var myrt-
ur. Hann giftist leikkonunni
Marianne Jensen, sem dó ung,
en hann settist að í Höfn og tók
að sjer stjórn ballettsins eftir
daga Galeotti og hélt henni frá
1816 til 1823.
August Bournoville, sonur Ah-
toine, er fæddur 21. ágúst 1805
og kom fyrst fram á leiksviðið
1813, aðeins 8 ára gamall. Mesta
eftirtekt vakti hann þó, er hann
10 ára gamall ljek Erlihg i sorg^
arleiknum „Hákon jarl". 12 ára
gamall ljek hann Adonía í
„Dómur Salómons". Lófatakið
og fagnaðarlætin, sem voru
bönnuð í reglugjörð leikhússins,
voru svo mikil, að slíkt' hafði
aldrei heyrst. 15 ára gamall fór
hann með föður sínum til Par-
ísar. Þar sá hann hinn dásam-
lega leikara Thalma, sem þá var
við Théatre Francaise, en þrátt
fyrir leikarahæfileika sina ákvað
hann að helga sig danslistinni
og hóf nám við dansskóla Cou-
lon's. Skömmu síðar hjelt hann
heim aftur og dvaldi þar til árs-
ins 1824, en þá fjekk hann ut-
anfararleyfi og styrk hjá kon-
ungi til frekara náms. 1826 tók
hann próf með hæstu ágætis-
einkunn við Théatre de l'Aca-
demie Royale de Musique og
bauðst þegar staða í París gegn
afarháum launum. Danakongur
samþykti, að hann dveldi þar 2
ár. Að þeim Ioknum hélt hann
til Kaupmannahafnar og var kgl.
dansmeistari frá 1830 til dauða-
dags (30. nóv. 1897).
Bouronville var listamaður „af
guðs náð", gáfaður og göfug-
menni hið mesta. Frægð hans
flaug um allan heim og danski
ballettinn óx undir  stjórn  hans
Hafið þjer smakkað brúnað fransk-
brauð? Kaupið Therma brauðrist
og brúnið  brauðið  á  borðinu hjá
yður. Þjer munuð aldrei borða
óbrúnað  brauð efíir það.
Júlíus Björnssón.
Raftækjaverslun.
Austurstræti 12.
-m
41
A. \J G U
yBar hvíla best Laugaveg 2-gleraugu.
Einasta gleraugnaverslun á tslandi sem
hefir sjerstakt tilraunaborð. Þar getiö
þjer fengið mátuö gleraugu við yðar hæfi
— ókeypís — af gleraugnasi'erfræöingnum
sjálfum. Með fullu trausti getið þjer látið
hann máta og slípa gleraugu yöar. —.
Farið ekki búða vilt, en l.-omiö beint í
GLERAUGNAS0LU SJERFÆÐINGS-
INS,  sem  að  eins  er á  Laugaveg 2.
svo mjög, að einsdæmum sætir.
Auk margra minni balletta,
samdi hann 36 stóra, sem allir
eru heimsfrægir. Margir hinna
bestu dansmanna og dansmeyja,
sem sýnt hafa listir sínar í Ev-
rópu eru Danir, t. d. Lucille
Gralm, Adelina Gene, Hans
Beck, Juliette og Valdemar Price,
Elna Jórgen Jensen, Ulla Paul-
sen, og meðal hinna yngri Elisa
Hansen, Margrethe Brock-Niel-
sen o. fl.
Hans Beck var árin 1894—
1915 einn af aðalmönnum ball-
ettsins og hlaut á unga aldri
frægð um alla Evrópu.
Fyrir fáum tirum kom rúss-
neski ballettdansarinn frægi Fo-
kin, til Hafnar. Enginn dansari
hefir síðan August Bournonville
leið, haft jafn víðtæk áhrif á bal-
lettinn i Höfn. Margrethe Brock-
Nielsen var þá við ballettinn og
Fokin varð svo hrifinn af hæfi-
leikum hennar, fegurð og kven-
legum yndisþokka, að hanii tók
hana í flokk sinn og Ijek hún í
fyrra undir stjórn hans dóttur
khansins í „Igor fursti". Síðan
hefir frægð hénnar aukist um
alla Evrópu og er hún nú talin
í fremsto röð ballettdansmeyja.
Hans Bech niælti með henni til
íslandsferðarinnar, er hann var
spurður um hver myndi heppi-
legust til þeirrar ferðar.
Einkennilegt mal er undir dómi um
Jxjssar mundir í Ungverjalandi. Þý'sk-
ur kaupmaður, Peter Korb a'ð nafni
hefir farið í mál við stjórnina og
krefst 3000 marka skaðabóta vegna
þess að símskeyti, sem hann sendi
þaðan úr landi, seinkaði. Dóttir
hans hafði sent honum brjef og sagst
œtlsi að fremja sjálfsmorð út úr ást-
armáli.. Faðirinn símaði strax sókn-
arprestinum og bað hann fara til
dótturinnar. Sjálfur tók hann fyrstu
brautarlest heim, en er hann kom á
vettvang hafði dóttir hans þegar tek-
ið lif sitt. En presturinn' hafði ekki
fengið skeytið fyr en um seinan —
og nú krefst Korb skaðabóta fyrir
ferðakostnað og ennfremur legstein á
leiði  dótturinriar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16