Fálkinn - 29.08.1936, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
RAGNAR VOLD:
Menn og málefni á lýðveldinu Spáni.
,,1’jer hafið beði'ð ósigurl Jeg fer
þess á leit við konunginn, að liann
forði sjer úr landi, og hann mun
gera það undir eins. Lýðveldinu verð-
ur lýst í landinu fyrir sólarlag. Kon-
ungurinn verður að afsala sjer rjett-
indum sínum, í viðurvist stjórnar-
innar“. ■
Þessi orð mælti formaður lýðveld-
isnefndarinnar, Alcala Zamora við
siðasta forsætisrúðherra spánska kon-
ungdæmisins, Romanonés greifa, 14.
apríl 1931. Konungurinn ljet undan
og lýðveldið varð staðreynd.
Konungur mátti sjálfum sjer um
kenna, að svona fór. Hinn 28. janúar
1930 lirök.laðist Primo de Rivera frá
völdum og var almenn gleði yfir
því. Einræðisstjórn undanfarinna sex
ára hafði veikt konungdæmið mjög,
en nú hjeldu Spánverjar, að konung-
urinn sjálfur hefði átt frumkvæði
að því, að stytta því aldur og færðu
honum það til málsbóta .... þangað
til að það kom á daginn, að alls
ekki átti að afnema einræðið. Kon-
unglir ætlaði sjer 'aðeins að finna
annað form fyrir því.
í desember 1930 varð uppreisn í
Jaca. Hún var bæld niður og hinir
kunnustu liægfara foringjar borgara-
flokkanna handtelcnir á eftir: Ler-
roux og Zamora. í apríl 1931 fóru
fram sveitastjórnarkosningar. Stjórn-
in gerði konungi þann bjarnargreiða,
að láta kosningarnar jafnfram verða
atkvæðagreiðslu með og móti honum.
Og þetta þjóðaratkvæði snerist svo
eindregið á móti konungi, að segja
má að honum væri sópað á burt.
Hinn 20. nóvbr. kvað spánska þjóð-
þingið — sem hæstirjettur — upp
þann dóm; að Alfons konungur væri
iandráðamaður. Hann var dæmdur
undan vernd spánskra laga, sviftur
öllum eignum sinum og bannað að
koma aftur til Spánar. Hverjum
spánskum manni var heimilað að
taka hann höndum.
Byltingin gekk einstaklega hljóð-
laust. Einræðið var svo fúið, að það
hrundi sjáifkrafa. En erfiðleikarnir
hófust, þegar reisa skyldi stoðirnar
undir lýðveldið. — Áhrifamesti mað-
urinn i því viðreisnarstarfi var
ALCALA ZAMOUA, —
„FAÐIR LÝÐVELDISINS".
Hann var alls ekki róttækur mað-
ur; mátti frekar kalla hann endur-
bótagjarnan og samvinnuþýðan hægri
mann. Enda var hann framan af i
þingræðis- og konungssinnaflokki
Romanones greifa. En undir einræði
Rivera lenti hann í andstöðu við
flokkinn. Þó misti hann ekki von-
ina um þingbundna konungsstjórn á
Spáni fyr en 1930, en þá var honum
n.óg boðið. Hann sá þá, að nauðsyn
bar til að breyta um stjórnarfyrir-
komulag, annars mundi verða þjóð-
fjelagsleg sprenging á Spáni.
Zamora varð foringi byltinganefnd-
ar lýðveldissinna og óxfylgismönnum
lýðveldisins mjög fylgi við það.
Menn dáðu hann og báru virðing fyr-
ir honum — dáðu hann sem hygginn
stjórnmálamann og ágætan mælsku-
mann, en báru virðingu fyrir honum
sem hreinskilnum og ósíngjörnum
manni.
Eftir Jaca-uppreisnina var Zamora
varpað i fangelsi. Rjetturinn dæmdi
hann í sex ára fangelsi, en innan
skannns var hann kominn úr fanga-
klefanum i forsætisráðherrabústað-
inn. Hann var orðinn foringi Spán-
ar tveimur dögum eftir aprílkosn-
ingarnar 1931.
Zamora hafði trygt byltingunni
„álit meðal borgaranna“ og honum
má þakka live friðsamleg hún varð,
í fyrstu umferð. Honum tókst meist-
aralega að sætta andviga flokka og
flokksbrot, án þess að missa sjónar á
hinu eiginlega takmarki, sameina
kraftana til sameiginlegra átaka, þeg-
ar andi tvídrægninnar var að sundra
öllu.------
En byltingin hafði læst úr læð-
ingi liættulega orku í djúpi þjóðar-
sálarinnar. Nú blossaði upp, hemju-
laust og rautt, liið takmarkalausa
hatur alþýðunnar til kúgaramiíi, ekki
síst til hinna vellauðugu jesúíta-
klaustra. Hinir róttækari stjórnmala-
menn hrifust af þessu og ljetu heill-
ast af æsingunum í stað þess að prje-
dika lýðnum aga og samvinnu. Zam-
ora andæfði þessum brekum mjög.
Hann var einnig ósammála hinum
róttæku aðförum í garð kirkjunnar,
sem meiri hlutinn tók upp. Hinn 14.
okt. 1931 samþykti grunvallarlaga-
þingið 24. grein stjórnarskrárinnar,
sem síðar varð alkunn. Þar er riki
og kirkja aðskilið, kirkjur og trú-
málafjelög svift allri fjárhagsstoðhins
opinbera, og ákveðið að trúarregl-
ur, sem fyrirskipa sjerstök heit um
hlýðni meðlima sinna, er koma í
bága við önnur stjórnarvöld, skuli
leystar upp og eignir þeirra verða
þjóðareign og skuli varið til liknar-
stofnana og almenningsfræðslu.
Annars var stjórnarskráin, „stjórn-
arskrá hins þjóðræðislega lýðveldis
vinnandi stjetta Spánar“, sem liún
var kölluð, sniðin eftir Weimar
stjórnarskránni þýsku frá 1919, en
takmarkaði þó meir valdsvið forset-
ans. Hún var endanlega samþykt
7. desember 1931. —
Zamora gerði samþykt 24. greinar
að fráfararatriði og fór frá undir
eins og liún var samþykt. En tveim-
ur mánuðum siðar var liann orðinn
fyrsti forseti lýðveldisins. Hann von-
aði að honum mundi takast að starfa
betur að friðsamlegri þróun lýðveld-
isins sem forseti, en sem forsætis-
ráðherra.
MANUEL AZANA
varð' forsætisráðherra eftir Zamora
og ,sat í því emhætti frá oktbr. 1931
til september 1933. En á þeim tíma
urðu tvívegis breytingar á stjórninni.
Azana var hægri hönd Zamora i
byltingarnefnd lýðveldissinna, en
hallaðist frekar á sveif til vinstri.
Hann var honum líka mjög ólíkur.
Yfir Zamora er liátíðlegur höfðingja-
svipur. En Azana æringi og fjörkálf-
ur, allur á iði, hefir áhuga á öllu,
ákveðinn og lipur um leið, fagur-
fræðingur og athafnamaður í senn.
Hann ætlaði í fyrstu að vera liðs-
foringi. En varð leiður á því námi,
sneri sjer að landbúnaði og lenti
loks i lögfræði. En liugur hans var
þó einkum við bókmentir. Á stríðs-
árunum var hann bókavörður við
Allienaeum í Madrid, reit bækur um
frönsk stjórnmál, síðan gaf hann út
vikurit um bókmentir og stjórnmál,
er varð uppáhaldsblað „intelligens-
anna“ í Madrid. Primo de Rivera
lagði bann á þetta blað, því að þar
var stundum elcki alveg græskulaust
gaman um hann. Þá sagði Azana
skilið við bókmentirnar og lielgaði
sig allan stjórnmálunum upp frá því.
Hann var í byltinganefndinni og
varð hermálaráðlierra í stjórn Zam-
ora. Það var erfiðasta verkið í stjórn-
inni. Jafnvel Rivera hafði átt erfitt
með að hafa stjórn á herforingja-
klíkunum. Þær voru riki í ríkinu og
kröfðust að fá að ráða stjórnmálun-
um líka.
Azana tók ótrauður til starfa og
setti þegar í stað 200 hershöfðingja
og 12.000 liðsforingja af embætti.
Hann vildi ekki liafa lier, sem gæli
notað fyrstu bestu átylluna til þess
að steypa lýðveldinu. Hann hreinsaði
líka vel til í hinum voldugu „Guardia
Civil“, en foringi hans, Sanjuro hers-
höfðingi var erki aflurlialdsmaður
og hafði gert liðsveit þessa, er var
40.000 manns, að þægu verkfæri i
hendi sinni. Af tilhreinsun Azana í
hernum varð konungssinnauppreisn-
in 1932, undir forustu Sanjuro.
Azana tók sjer það ekki nærri.
Meðan uppreisnarmenn skutu sem
álcafast á götunum fyrir niðan höll
hans stóð hann úti á svölunum með
sigarettu í munnvikinu og fylgdist af
áliuga með viðureigninni. Hershöfð-
inginn fjekk þunga refsingu fyrir
tiltækið. Hann var dæmdur í lífstíð-
ar fangelsi — en slapp síðar og komst
til Portugal og undirbjó þar upp-
reisnina, sem nú geysar á Spáni.
JARÐNÆÐI HANDA BÆNDUM.
Azana barðist af alefli fyrir end-
urreisnaráformum sínum í verkleg-
um og menningarlegum efnum. Fyrst
og fremst lagði hann áherslu á jarð-
ræktarlögin. Hann sá, að án umbóta
í því efni yrði aldrei friður nje efna-
legar framfarir í landinu. .
Af náttúrunnar hendi hefir Spánn
bestu skilyrði til þess að verða
blómlegt búnaðarland. En þjóðin og
stjórnmálamennirnir hafa staðið
þessu fyrir þrifum. Víðlend flæmi,
sem voru frjósöm á veldisdögum
Mára, eru nú í auðn. Heil ömt hafa
lagst í eyði að meira eða minna leyti,
þó að þar sje gnægð af landi. En
búnaðarskýrslurnar leysa þessa gátu:
Tveir af hundraði af íbúum Spánar
eiga 70% af landinu. Einn einstakur
maður, hertoginn af Alba á 90.000
liektara lands, sem er 114 miljón
peseta virði, en hinsvegar eru 80%
af bændastjetlinni í Andalusíu og
Estramadura eignarlausir öreigar,
sem þræla á stórbýlum aðalsmanna
og klaustra fyrir sáralítið kaup.
Azana vildi koma upp sjálfstæðri
bændastjett í landinu. Það var besta
ráðið og eina aðferðin til að reisa
þjóðina við. Og þingið samþykti að
taka stórbýlin eignarnámi, fyrst og
fremst þau, sem voru í vanhirðu og
skifta þeim milli bænda, en bæta eig-
endunum fyrir. En ýmsar jarðeignir
kirkjunnar, sjerstaklega jesúítaregl-
unnar voru teknar lögnámi án þess
að bætur kæmi fyrir.
ALÞÝÐUMENTUNIN.
Azana var ljóst, að fáfræði al-
mennings var erfiðasti þröskuldur-
inn í vegi framfarastefníinnar. Það
sundurlyndi, sem þegar varð vart
við innan þeirra stjetta sem verið
var að vinna fyrir, taldi liann beina
afleiðing vöntunarinnar á alþýðu-
fræðslunni, en á þessu bar kaþólska
kirkjan ábyrgðina. Hún hafði háft á
hendi alþýðumentunina í landinu,
með þeim árangri, sem talar sínu
máli: Sextíu af hverjum hundrað
manns á Spáni voru hvorki læsir
nje skrifandi!
C. Qniroga fyrv. forsætisráðherra.
Og nú var gerð umbótaáætlun mik-
il. Byggja skyldi 25.000 nýja skóla;
ríkið og sveitafjelögin skyldu taka að
sjer alþýðumentunina. Síðarnefnda
ákvæðið vakti megna gremju innan
kaþólslui kirkjunnar, sem taldi áhrif
um sínum meðal þjóðarinnar í liætlu
stofnað með þessari ráðstöfun.
Það varð Arzana að meini, að
þjóðin var agalausari en æskilegl
hefði verið. Hinir róttækari, sjer i
lagi kommúnistar og syndikalistar
áttu drjúgan þátt i, að ofbeldisverk
og lagaleysi færðist í aukana. Þetta
var ný ástæða fyrir Azana til þess
að flýta umbótunum. Alt mundi kyrr-
ast þegar áhrifanna af þeim færi að
gæta. En hann átli liættulega and-
stæðinga, sem liöfðu aðeins eitt mark-
mið: að vega að Azana og stöðva um-
bæturnar. I-Iættulegastur þessara
manna var hinn lævísi refur
ALEJANDRO LERROUX,
snúinn, ísmeygilegur og óáreiðanleg-
ur maður, þefvís í stjórnmálum og
meðalmaður að vitsmunum. Flokkur