Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Þórðnr J. Thoroddsen áttræðnr í dag Elsti starfandi læknirinn á íslandi. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: A n t (i n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern iaugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir groiðist fyrirfram. Auglf/sitigaverð: 20 aurn millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Með aukinni tækni í verklegum efnuni vaxa vandræðamál þjóðanna. I>að er hið raunalega fyrirbrigði. sem fylgir hinni vaxandi „menningu" nútíinans. Tæknin er orðin að vand ræðamáli. sem þjóðirnar eiga í höggi við. Fyrir þrjátiu árum voru flestir sammála um að dásama hina sívax- andi sigurvinninga mannsandans yfir náttúruöflunum. Tuttugu árum seinna voru flestir orðnir sammála um, að það væri einmitt þessi áukna tækni, sem stjórnaði mesta böli mannkyns- ins. Böli, sem m. a. hefði borið þann ávöxt, að menningarþjóðirnar hefðu lagl í hernað innbyrðis, lil þess að skapa sjer framtíðarvonir fyrir þa þegna sína, sem vjelamenningin hefði annars gert atvinnulausa. Og böli sein Iiefði svo eftir ófriðinn orðið lil þess, að yfir allar þessar þjóðir dundi svo sú hörmung, sem þær höfðu óttast mesta: að hafa ekki vinnu og brauð handa þegnum sín- um. Vinnu og brauð. Lífið er ekki ann- að en þetta tvent: vinna og brauð. Þetta tvent er óaðskiljanlegt. Þó að margt þyki úrelt þá heldur hið gamla orð fullu gildi sínu, að „sá sem ekki vill vinna á heldur ekki mat að fá“. En nú er þetta ekki vandamálið, heldur hitt, að sá sem vili vinna, fær það ekki fyrir þvi, og matinn verður hann að þiggja af opinberri náð. í þvi liggur raunasaga nútímamenningarinnar. Vjelarnar hafa áorkað því, að nú er hægt að framleiða ákveðið magn af ákveðinni vöru með margfalt minni mannafla en áður. Og sú gáta, sem ekki hefir enn verið' leyst er þessi: Hvernig á þá að sjá hinuin farbórða, sem vjelarnar hafa svifl atvinnunni? Heimurinn framleiðir og framleiðir, liann er eins og kvörn- in Grótti, sem „malaði bæði malt og salt“. Sú gamla saga er saga of- framleiðslunnar. En öfugmæli nú- límamenningarinnar er þetta: að svo og svo mikill hluti fólksins þarf að líða nauð, vegna þess að of mikil er framleitt. Hendurnar eru atvinnulaus- ar. Fólkið sveltir af því að of mikið er framleitt! Fyr á timum svelti fólkið vegna þess að móðir náttúra sveik það. Nú á tímum sveilir það, af þvi að móðir náttúra sjer ekki við þeim afkastamiklu „mjaltavjelum", sem mannsandinn hefir uppgötvað, Þl þess að ná gæðum hennar of fljótt og auðveldlega. En getur þá ekki mannsandinn fengið hemil á þessa tækni, svo að tæknin sjálf verði ekki til þess að drepa mannfólkið. Það er talið að læknarnir endist yfirleitt illa og verði skammlífir og er það eðlilegt því að starf þeirra er lýjandi og erilsamt. En Þórður J. Tlioroddsen er undantekning. Hann verður áttræður í dag og mundi eng- um detta í hug að giska á að hann væri nema sextugur, ef það væri ekki „skjallega staðfest" að hann er fæddur þann 14. nóvember 1856. Hann og þeir bræður eru synir hins góð- kunna skálds Jóns Thoroddsen sýslu- manns, sem öllum landslýð er vel kunnur fyrir ljóð sín og hinar fyrstu íslensku skáldsögur í nýrri stíl. Éru þeir bræður Þorvaldur jarðfræðing- ur, Sigurður verkfræðingur, Skúli sýslumaður og Þórður læknir allir þjóðkunnir nienn og Þorvaldur heit- inn var kunnur vísindamaöur um mörg lönd. Þórður læknir lauk stúdentsprófi og varð kandídat hjeðan árið 1881 Hann vakti athygli í skóla sem náms- maður, ekki síst fyrir kunnáttu sina i stærðfræði og jafnframt læknis- nárninu kendi hann starðfræði hjer í Latínuskólanum og var það sjaldgæft um svo ungan mann. Næstu árin tvö dvaldi hann hjer í Reykjavík en varð hjeraðslæknir í Keflavíkurhjeraði 1883 og gegndi því embætti til vorsins 1903 er hann var skipaður gjaldkeri hins nýstofnaða íslandsbanka. Það var ekki stórt embætti, því að bankinn var þá ekki eins stór stofnun og síðar varð, og stundaði Þórður því lækningar hjer í Reykjavík jafnframt gjaldkeraembættinu. Þórður hafði notið sjerstakra vinsælda sem hjer- aðslæknir þau tuttugu árin, sem hann dvaldi í Kelflavík og ekki urðu þær vinsældir minni eftir að hann fór að gegna læknisstörfum í höfuð- staðnum. Átti ljúfmenska hans i allri framgöngu og hepni hans í læknis- slörfum öllum hvorttveggja jafnan þátt i þesum vinsældum. Sjerstaklega hefir verið til þess tekið, hve vel Þórði lækni hefir tekist að lækna lungnabólgu. Má ýkjulaust fullyrða, að enginn læknir þessa bæjar eigi jafnbetri vinsældum að fagna en þessi síungi öldungur á enn í dag, þó að hann geti nú litið yfir 55 ára starfsferil. Þórður Thoroddsen ljet af gjald- keraembættinu árið 1911 og siðan hefir hann eingöngu gefið sig við læknisstörfum en jafnframt var hann um langt skeið einn ötulasti starfs- eru það sem Hafnarfjarðarkirkja lief- ir eignast nýlega. Forðum var meiri áhersla lögð á það en nú, að afla kirkjunum dýrmætra gripa og voru það merkir fjársjóðir, sem kirkjurn- maður Templarareglunnar hjer i bæ og var um eitt skeið stórtemplar. Þrátt fyrir áttatíu árin að baki er liann sífelt i sjúkravitjunum frá morgni til kvölds, og að öllum jafn- aði gangandi. Hann hefir aldrei keypt sjer bíl til þess að ljetta sjer störfin, eins og flestir læknar bæj- arins gera, en þó kemst hann yfir sín störf, enda eru fáir bæjarbúar ljett- ari i spori en hann. Fálkinn hefir haft tal af afmælis- barninu. Og vitanlega lá næst fyrir að spyrja, hvernig læknirinn liefði farið að því að verjast ellinni. — Það er vitanlega ekki mjer að þakka, segir Þórður læknir, að jeg liefi enst svona vel. Jeg hefi fengið hraustan og heilbrigðan líkama og það svo, að jeg get ekki sagt að mjer hafi orðið misdægurt í síðastliðin fjörutiu ár. En að öðru leyti held jeg. að besta ráðið til þess að varðveita heilsuna og ofþreyta ekki líkamann sje það, að hreyfa sig mikiö — ganga mikið á hverjum einasta degi. Og svo vitanlega það að hafa ljetta lund. Mjer hefir verið það gefið að vera jafnan í góðu skapi og það liefir ó- trúlega mikil áhrif. Og svo eitt enn, sem jeg vildi ráðleggja flestum: að leggja sig stutta stund um miðjan daginn. Það endurnærir líkama og sál alveg ótrúlega vel. — Eruð þjer þá aldrei þreyttur? — Vitanlega getur maður þreysl þegar of mikið er að gera. En það er sjaldan, sem jeg liefi svo mikið að gera að jeg sjái ekki út úr því. Jeg minnist til dæmis spönsku veik- innar 1918, þá veiktist jeg aldrei en það gerðu flestir læknarnir og um eitt skeiö var jeg einn af þeim fáu læknum, sem gat sint sjúkravitjunum úti i bæ. Þá var mikið að gera — aldrei friður hvorki nótt eða dag. Það voru erfiðir dagar, sem maður minnist meðan maður lifir. Og það væri efni i langa sögu, að rifja upp ýms atvik, sem þá komu fyrir. Það gæti orðið fróðleg saga. — Þjer eruð vitanlega langelsti starfandi læknir á íslandi? — Já, það er jeg. En árin eru mjer alls ekki þungbær ennþá. Ellin hefir ekki sótt mig heim. Og Þórður læknir ber það með sjer. Þarna situr hann og rabbar, fullur af fjöri og áhuga eins og ung- ur maður. Það er blátt áfram ótrú- legt að það skuli vera áttræður mað- ur, sem talar. Margir ungir menn mundu öfunda liann af áratugunum átta. — En meðalið er sem sagt: ljett skap, nóg hreyfing — og ofur- lítill blundur um miðjan daginn! ar geymdu í þá daga, eins og sjá má af hinum mörgu merkilegu grip- um, sem Þjóðminjasafnið hefir að geyma, en því miður hefir margt af þessum gripum einnig verið selt úr landi. Konurnar í Hafnarfjarðar- sókn hafa nú gefið öðrum fagurt Frh. ú bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.