Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.06.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N HVER TEKUR VIÐ? Örlög þriggja af stærstu þjóðum heimsins eru í höndum þriggja manna: Adolf Hitlers, Benito Mussolini og Jos- ephs Stalin, en þeir eru 49, 55 og 59 ára. Hvað verður þegar þeir falla frá. — Hverjir taka við? TyEGAR LENIN hófst til valda * í Rússlandi sögðu þeir, sem þóttust vera vísir: Kommúnism- inn getur lafað meðan Lenins nýtur við, en þegar hann fellur frá fer alt i mola Sama við- kvæðið heyrðist þegar Mussolini gerðist einvaldur i ítaliu. En Lenín fjell frá án þess að veruleg hreyling yrði á stjórnarfarinu í Rússlandi. Og i. Ítalíu er fasisminn orðinn svo rótgróinn, að engum manni dettur í Iiug nú, að ný stjórn- arskipui' kæmi þar i landi þó Mussolim dytti upp fyrir. í öll- um stóru einræðislöndunum hefir verið ákveðið hver skuli taka við, ef núverandi stjórn- endur liverfa úr lifendra tölu. ÍTALÍA. Mussolini hefir kjörið ítalska utanríkisráðherrann Galeazzo Ciano de Cotellazo, mann elstu dóttur sinnar til eftirmanns t síns. Ciano gat sjer fyrst orðstir sem fífldjarfur flugmaður og hef ir þótt reynast sleipur stjórn- málamaður, siðan á það fór að reyna. Arið 1927 sagði Mussolini að vísu opinberlega, að eftirmað- ur lians væri enn ekki fæddur, og Ciano var heldur ekki fædd- ur þá, í stjórnmálalegri merk- ingu. Það var ekki fyr en sex árum síðar, 1933, að Ciano fór að gefa sig við stjórnmálum. Hami er kominn af gamalli höfðingjaætt, sem liófst til vegs og valda á sjóránum, en faðir hans, Ciano aðmíráll var einn af fyrstu stuðningsmönnum Benito ritstjóra Mussolini og fasistahreyfingar hans. Galeazzo sonur hans var orð- inn eldheitur fasisti áður en hann náði tvítugu. Hann varð blaða- maður við fyrsta málgagn fas- ista, Nuovo Paese, og vann með- al annars það hreystiverk að snúa kommúnista einum til fas- isma eftir að hafa sært hann i einvígi. Árið 1925, þ remur árum eftir aðförina að Róm, tók liann lög- fræðipróf og var sendur sem sendisveitarritari til Suður-Am- eríku en þaðan var hann send- ur til Peking, sem fulltrúi þar. Þegar hann kom þaðan aftur fór hann að hækka í tigninni. Iiann kyntisl nú Eddu Musso- lini og trúlofuðust þau í snatri og giftust, og fóru siðan til Shanghai. Ciano hafði fengið veitingu fyrir aðalkonsúlsem- hætti þar. Um leið og hann gift- Ilenito Mussolini. ist var liann gerður að greifa. í Shanghai fæddist þeim sonur, sem skirður var Fabrizio en gengur undir nafninu „Litli Chink“. Ciano varð 1‘ormaður nefndar þeirrar, sem skipuð var til að rannsaka árás Japana á Shanghai á þeim árum, fyrir hönd alþjóðasambandsins og óx mjög af því starfi. Nokkru síð- ar var liann fulltrúi ítala á fjármálaráðstefnunni i London og þótti mikið að honum kveða. Sú ráðslefna varð að vísu á- rangurslaus og það var Roose- velt forseta að kenna. Þegar Ciano fluttist aftur til Róm var liann gerður að „blaða- og propaganda-ráðherra“ og er það samskonar embætti og dr. Göbbels hefir i Þýskalandi. En honum fanst lítið til um það starf og konu lians ekki heldur. Þegar ófriðurinn var hafinn við Abessiníumenn varð það Ciano, sem varpaði fyrstu sprengjunni úr flugvjel yfir hið varnarlitla land. Höfðu hann og' synir Mus- solini tveir sig svo mikið i frammi, að blöðin töluðu meira um þá en Mussolini sjálfan, en það er Mussolini ekki um, jafn- vel þó hans nánustu eigi í hlut. Hann hafði komið bæði Baibo og Dino Grandi fyrir á lítt á- berandi staði er vinsældir þeirra fóru að skyggja á sjálfan hann. En lijer átti tengdasonur og' syn- ir hlut að máli og það gerði nokkurn mun. Þó að eflaust sje* margt ágætt um Ciano greifa, má fullyrða það, að hann hefði aldrei komist þangað sem hann er kominn nú, ef liann væri ekki tengdasonur Mussolini. Uppálialdsmatur Giano er spaghetti með bræddu smjöri og jetur hann svo mikið af þessu, að konan haris er dauðlirædd um að liann fái fljótt ístru. Hann drekkur aldrei cocktail en nokkur glös af víni drekkur hann með liverri máltið. Þegar Mussolini fór að lifa að mestu á ávöxtum gerði Ciano eins. Hann notar ávalt bíltegundina Alfa-Romeo þegar hann er i Róm, og ekur hart. Klukkan 6.30 á hverjum einasta morgni gengur hann á fund Mussolini og vinnur af kaþpi að ýmsum utanríkismálum allan fyrri hluta dagsins. Síðdegis fer all í opinberar heimsóknir og sam- komur. Ciano greifi er ekki ósvipað- ur Mussolini í útliti. Sjerstak- lega þykja þeir líkir, þegar báð- ir eru komnir í einkennisbúning. Síðan Ciano varð utanríkis- ráðherra hefir honum tekist að ráða fram úr ýmsum vanda- málum og liafa vinsældir hans því vaxið mjög hjá þjóðinni. Á þessum árum hefir Ítalía eflst mjög út á við að völdum og áliti og er Ciano þakkað það eigi síður en Mussolini. Honum er t. d. talinn heiðurinn af því, að svo margar þjóðir hafa viður- kent yfirráð ítala yfir Austur- Afríku. Hann er einnig talinn upphafsmaðurinn að samning- um þeim, sem Þjóðverjar og ítalir hafa gert sín á milli. fíaleazzo Ciano. Joseph Stalin. RÚSSLAND. Ýmsar sögur — þó óstaðfest- ar sjeu — herma, að Staliu liafi þegar kjörið sjer eftirmann og að sá maður sje herstjórinn rússneski, Klimenty Vorosjilov marskálkur („fjélagi Klim“). Eins og sakir slanda nú er þetta mjög scnnilegt, þvi að Vorosji- lov er einn þeirra fáu manna i æðktu stöðum Rússlands, sem virðist vera Stalin fyllilega trúr. Þeir eru gamlir vinir, og fullyrt, að ekki komist hnífurinn á milli þeirra, og G. P. U. muni aldrei geta gert Vorosjilov að land- ráðamanni. í barnæsku sinni gekk „Klim“ milli húsa ásamt systur sinni og betlaði. Sjö ára varð liann vikadrengur í námu og tíu ára varð hann smali en þaðan komst hann í stálsmiðju. Vorosjilov var hvorki læs nje skrifandi þegar hann var tólf ára, en hef- ir mentast vel síðan, ekki sísl í fræðum Marx’ og Engels, sem hann kann langa kafla úr ulan- hókar. Þegar blóðhaðið varð 1905 slarfaði hann við fyrirtæki í Lugansk. Þar varð hann for- maður ofurlítillar „ráðsljórnar“ sem fjelagar hans kömu á fót. Hann var tekinn fastur fyrir vikið, en fjelögum hans tókst að fá liann lausan aftur. Sem hermaður hefir hann langa reynslu. Hann barðist við lilið .Stalins gegn hvítu hersveitun- um við Tsaritsyn 1918, barðisl við hersveitir Wrangels 1920 og sama ár lijelt hann liði sínu til PóIIands. Árið eftir flæmdi hann síðuslu leifar hvílu her- sveitanna á burt úr Kákasus og að því loknu lijel I hann her- sýningu í Moskva. „Hvilikur máður!“ hrópaði fólkið, en Trotski tautaði: „Hvílíkur hest- ur!“ Þegar Trotski hvarf varð Vorosjilov hæstráðandi Moskva- hersins og 1925 varð hann ráð- stjóri hers og flota i Rússlandi. Jafnframt hefir hann ýmsar trúnaðarstöður innan flokksins. Hann er mælskumaður mikill og talar Ijóst og sannfærandi. Á þingum og mannfundum tal- ar hann jafnan í nafni þjóðar- inriár — og það m. a. bendir á, að hann eigi að taka víð æðstu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.