Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.07.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Sundbolur á 5-6 ára gamla telpu. Efni: 250 gr. garn; dálítið hvítt og svart garn fyrir ísauinið og 2 prjónar mátulega stórir fyrir garnið. Prjónið á sundbolnum, mynd lí. er hið svo- <Xx| , xXX ♦ XXXX 4 xxxxx ♦ XXXXXX 4 XXXXXXX 4 XXXXXXXX 4 XXXXXXXXX ♦ XXXXXXXXXX 4 XXXXXXXXXXX + XXXXXXXXXXXX 4 XXXXXXXXXXXXX 4 XXXXXXXXXXXXXX 4 XXXXXXXXXXXXXXX 4 4 +í+í++++Í++++!•++++ +-H-+ m XX XXX XX XXXXXXXXXXXXXXXXX XXXXXXXXXXXXXXXXX xxxxxxxxxxxxxxx XXX nefnda vefnaðarprjón, sem er prjón- að þannig: Fyrsti prjónn: 1 1. r.; látið garn- ið liggja fyrir framan næstu lykkju og er hún tekin snúin laus af; látið nú garnið aftur liggja fyrir aftan lykkjurnar og prjónuð 1 I. r. Annar prjónn: Takið lykkjuna, sem fyrsti prjónn endaði á, snúna af prjóninum; prjónið næstu lykkju snúna; látið garnið liggja fyrir aft- an næstu lykkju og takið hana rjetta af prjóninum; prjónið 1 1. sn. o. s. frv. Þessir tveir prjónar eru altaf prjónaðir lil skiftis. PRJÓNAAÐFERÐ: Framstykki: Mynd I. Það er byrjað á hægri skálm. Fitjið upp það margar lykkj- ur, að þær mæli 23 cm. á breidd. Prjónið svo eftir myndinni 16 cm. á hæð þannig, að hægra megin á skálminni eykur maður úl um 1 1. annanhvern prjón, en vinstra megin er feld af 1 1. annan hvern prjón. Vinstri skálm er prjónuð alveg eins, nema öfugt við þá hægri. Prjónið nú báðar skálmarnar saman á einn prjón og nú er feltl af 1 I. i hvorri lilið þriðja hvern prjón og það er prjónað áfram þar til bolurinn er orðinn 41 cm. frá neðsta kanti; hjer á framstykkið að vfera 32 cm. á breidd, sjá mynd I. Haldið svo áfram með efri hlutann og fellið af 1 1. í hvorri lilið fimta hvern prjón. Hálsmálið: Þegar 24 cm. lykkjubreidd er á prjónunum eru feldar af 10 mið- lykkjurnar, og 8 cm. eru prjónaðir áfram á hvorri lilið og eru það axla- stykkin. Bakið er prjónað nákvæmlega eins og framstykkið. Vasinn: Fitjið upp 11 1. og prjónið 10 prjóna og aukið út um 1 1. hvoru megin við hvern prjón. Prjónið svo 10 cm. í viðbót og fellið af. Áður en vasinn er saumaður á er anker- ið, mynd B, saumað í með kross- saum. Ankerið hvítt og snúran svört. Sömuleiðis er saumaður framan á, ineð krosssaum, svartur bátur með hvítu segli. Samsetning: Skálmarnar eru saumaðar saman og sömuleiðis hliðarsaumarnir. Með- fram hálsmáli, handvegi, skálmum og vasa eru heklaðar tvær raðir af fastalykkjum. Gámli, franski tískukonungurinn Poiret spáir því, að árið 2000 muuí enginn nota skó eða hatt. Aflur á móti heldur hann þvi fram, að sandalarnir eigi mikla framtið fyrir sjer. Hann spáir því, að þá muni fólk klæðast miklu minna en nú. Amerískur maður hel'ir fundið upp sokkastoppunarvjel. Og er áreið- anlegt að uppfinningu hans verður vel fagnað, enda þótt hún stoppi enn sem komið er aðeins silkisokka. Japanskir garðyrkjumenn hafa framleitt rósartegund eina, sem lief- ir annan lit á daginn en nóttunni. í dimmu eru krónublöðin hvít, en þegar blöðin koma út í sólina verða þau óðara purpurarauð. í Stokkhóhni hefir nýlega verið birt skrá, sem sýnir, að konur eru miklu leiknari á ritvjel en kari- menn. FILTHATTUR. I. Hjer sjáið þið einn af þessum lískuhöttum úr filti, sem hefir verið svo áberandi í kventískunni í vor. KÓSAKKADRAGT. Svört göngudragt í fallega mjúk- um línum, skreytt með „lidsum", sem nú er mjög í tísku. ÚTKLIPPUR (applikationir). Hjer er hin mikla tíska í ár, útklippurnar, notuð i eftirmiðdagskjól, þar sem flauels- vestið er ríkulega skreylt með út- klippum af kjólefninu. HÚSRÁÐ. Ullartau á aldrei að vinda þegar það er þvegið. Það er tekið upp úr vatninu og hengt á snúru eða — ef það eru prjónaföt, sem er hætt við að missa litinn — er lagt inn í gömul dagblöð, sem skift er um jafnóðuni og þau verða blaut. Ef ullartau er þurkað ineð þessu móti, hleypur það sjaldan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.