Fálkinn - 26.04.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
HERBERTSprenf
SKRADDARAÞANKAR
Menn furða sig of't á því, að
mikið hafi orðið úr þessum mann-
inum en lítið úr hinum, þó að liann
virfist betur „af Guði gerður“ sem
kallað er. En vitið og líkamlegt at-
gerl'i ræður ekki öllu. Viljinn verð-
ur þyngri á metunum, og það er
alkunna, að það eru oft litlir vit-
menn, sem komast lengst áfram
til cfnalegrar velmegunar og þá
um leið í álit, því að enn er al-
menningi ótrúlega tamt að leggj’a
krónumæli á mannvirðingarnar.
Snennna beygist' krókurinn til
þess, sem verða vill. Meðat strák-
patta verða jafnan einhverjir iil
að taka að sér forustuna og láta
bina safnast um sig. Engin ráð
þykja að gagni nema þeirra. Það
er ekki alltaf', sem þeir eignast
mannaforráð síðar, en það er oft.
Og það er alls ekki fyrir vitsmuni,
sem þeir eignast þessi völd og
f'orráð. Oftar er jiað fyrir frekju
eða lævísi. Því að fjöldanum er
nú svo varið, að hann vill láta
blekkjast. Undirstaða allrar tilver-
unnar, sannleikurinn, er alls ekki
eins gjaldgeng vara eins og lygin.
Því að með henni er hægt að láta
Ijótt verða fallegt og sorann sýnast
dýrari málm.
Það þykir kostur að vera lilé-
drægur og láta lítið yfir sér. En
það er vafasamur kostur. Hans
vegna er það, sem lítilmennin verða
svo ráðamikil í þjóðfélaginu. Borg-
araleg skylda einstaklingsins er með-
al annars sú, að hamla viðgangi
misjöfnu mannanna, en styðja það
sem best er. Það verður að reyta
illgresið, ef' nytjajurtirnar eiga að
geta vaxið.
En í akri opinberra mála fær ill-
gresið að vaxa, og engin er sú
])jóð til, sem gæti stært sig af því,
að balda því niðri. Þessvegna tiefir
veröldin orðið bölheimur, þessvegna
geisar styrjöld eftir styrjöld og
grimmdin og villidýrsæðið keyrir
svo úr hófi, að hýenan er móðguð
með því að jafna cðli sumra manna
til hennar.
Og þetta er, þó merkilegt megi
eita, afleiðing sinnuleysisins hjá
fjöldaniim, sem vanrækir að gera
sér grein fyrir tilgangi lifsins og
horfir afskiftulaus á angurgapana
og illmennin verða forustumenn
tieilla Stórvelda.
Hótel Akranes
brennur
Mánudaginn 15. þ.m. brann hótelið
á Akranesi til kaldra kola.
Eldur kom upp kl. 1.30 e. b. en
ld. 3.15 var húsið brunnið til grunna.
Slökkviliðinu lókst með naumind-
um að verja nærliggjandi hús fyrir
eldinum, en geymsluhús, sem stend-
ur i um 10 m. fjarlægð frá hótelinu,
varð Honum að bráð. Nokkru var
bjargað af innanstokksmunum á
neðri hæð Inissins, en úr efri hæð
luissins tókst ekki að bjarga nein-
um innanstokksmunum, Kona, sem
sval' á rishæð hötelsins, bjargaðist
nauðuglega út um glugga. Talið er
að kviknað haf'i í út frá rafmagni.
Hús þetta var gamallt timbur-
hús, byggt á árunum 1883— ’84.
Fyrsti eigandi þess var Pétur Hol'l'-
mann og var húsið löngum við
liann kennt og kallað Hoffmanns-
hús. Þegar farið var að reka þarna
gistingu og greiðasölu, • komst Inis-
ið í eigu annara manna.
í fyrra keypti Jón frá Brúsastöð-
um Hótel Akranes og mun hann
Mynd bessa tók Árni Böðvarsson af
brunannm.
hafa orðið fyrir tilfinnanlegu Ijóni
af bruna þessum, enda þótt húsið
hafi verið vátryggt. Þjónustufólk
og gestir munu hafa misst allt, sem
þeir áttu i húsinu.
PRENT-
ARA
BÚSTAÐ-
IRNIR
Framhlið einnar
húsasamstæð-
unnar.
Ilúsnæðisleysi er líklega eitt al-
gengasta áhyggjuefni fólks um þess-
ar mundir. í höfuðstað íslands lifa
hundruð manna, sem komast í stök-
ustu vandræði, séu þeir spurðir
um heimilisfang, og margir hinna er
lifa við þann lúxus að hafa heimilis-
fang, geta átt von á að missa þann
munað fyrr en varir. Ástandið í
])essum efnum er nefnilega svo ó-
trúlega hörmulegt, að sá maður
getur talist heppinn, sem eignast
hel'ir sæmilega traustbygðan hænsna-
kofa að skýla sér fyrir liinum vá-
lyndu veðrum hér um slóðir. Það
er mcð öðrum orðum ekki eins mik-
ill hörgull á nokkru hér i bæ, og
mannabústöðum; og virðist því mið-
ur ekkert útlit fyrir að úr þessu
rætisl fyrr en einhverntíma seint
og síðarmeir. Þeir hljóta því að vera
margir húsnæðisleysingjarnir, sem
horfa döprum augum á framtíðina;
en við skulum samt vona, að draum-
ur þeirra um öruggt þak yfir höf-
uðið geti ræst, áður en um algjört
afturhvarf til náttúrunnar verður
að ræða!
En einn.er sá hópur manna, sem
(Framhald á bls. íð).
lijörn Jakobsson, leikfimiskehnari, Andreas .1. Bertelsen, stórkaupmað-
varð 60 ára 13. þ. m. nr, varð 70 ára 17. þ. m.
Sveinn Helgason, yfirprentari í Gnt-
enberg, varð 55 ára 22. þ. m.