Fálkinn - 16.08.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvérn föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
HERBERTSprení
SKRADDARAÞANKAR
Þess skal getið, sem gert er, segir
máltœkið, og meiningin er að þess
skuli getið, sem vel er gert. En
maðurinn er nú einu sinni svo
að honum er tamara að lialda
á Iofti því sem niiður fer en
hinu, sem gott er; þetta er gamall
Adamsarfur og tjáir ekki að fást
um það. Það þykir sjálfsagt að
gleðjast yfir ólorum annara og halda
þeim á lofti, ekki síst ef eitthvað
skóplegt er við atburðinn.
Því að illgirnin er í meirihluta
' hjá þjóðinni, eins og mörgum smá-
þjóðum. H,ér er ekki aðeins land
kunningsskaparins heldur líka land
ölundarinnar. Framtaksmaðurinn
má ekki láta sér heppnast fyrirtæk-
ið, því að þá er hann öfundaður,
og hann tná heldur ekki láta sér
misheppnast það, jjví að þá er
hann rægður niður fyrir allar hell-
ur eða hafður að liáði og spotti. .
Sá, sem gerir ekki neitt nema
þumbast áfram i sporum afa síns
og' ömmu, er best settur út á við.
Hann er meinlaus og gagnslaus,
svo að kærir nágrannar þurfa ekk-
ert að hafa fyrir honum. Hann er
núll. En það eru ekki þessir menn,
sem þjóðin hefir gagn af, þeir lirinda
engra hag á ieið og skilja ekkert eftir
á grafarbakkanum. Hvorki gott né
illt.
^ Mennirnir sem eitthvað vilja og
eitthvað þora eru þeir, sem lifa ekki
til ónýtis. Jafnvel þeir, sem hafa
gert hverja skissuna annari verri
og mislieppnast það sem þeir hafa
tekið fyrir. Þeir hafa þó alla jafna
gefið samtíð og seinni tima dæmi
Lim hvernig ekki eigi að gera hlut-
ina, og það útaf fyrir sig er nokkurs
virði.
Það er afturhaldshugur sem veld-
ur dómunum um þessa menn. Og
illgirnin. Þumbararnir, sem aldrei
gerðu neitt skakkt og heldur aldrei
neitt að gagni, liafa svo mikið af
henni. Það er segin saga, að þeir
sem dæma mest og óvægilegast um
verk annara manna, geta sjaldan
sýnt að þeir hafi unnið nolckurt
æidegt verk sjálfir. Því að útásetn-
ingar og níð getur ekki talist til
ærlegra verka.
Talið frávinstri:
Kristín Einars-
son, Stefán Ein-
arsson, ritstjóri
Heimskringlu,
Ingibjörg Jóns-
son, Einar Páll
Jónsson, ritstjóri
Lögbergs, Lalah
Jóhannsson og
Grettir Jóhanns-
son, ræðismað-
ur íslands i
Winnipeg.
Vestnr - íslendingar í heimsókii
A sunnudaginn var komu í heim-
sókn hingað til lands flugleiðis þeir
ritstjórar vestur-islensku blaðanna
Heimskringlu og Lögbei’gs, Stefán
Einarsson og Einar Páll Jónsson
skáld, og tírettir Ásmundsson Jó-
hannsson ræðismaður í Winnipeg,
allir ásamt húsfreyjum sinum. Eru
þessi hjón komin hingað samkvæmt
lieimboði ríkisstjórnarinnar og Þjóð-
ræknisfélagsins hér. Með sömu flug-
vél kom hingað Hjálmar Gíslason,
bóksali, bróðir Þorsteins heitins
Gíslasonar ritstjóra, i heimsókn til
skyldmenna sinna.
Þetta er fjölmennasti hópurinn
sem hingað kemur sem boðsgestir
frá löndum vorum vestan hafs. Áð-
ur hafa stærri hópar Vestur-íslend-
inga hingað komið, en ])á af eigin
hvötum, nfl. á Alþingishátíðina 1930.
En nokkrum sinnum hefir einstök-
um mönnum verið boðið hingað
heim, svo sem Stepháni G. Stcphán-
syni, Gunnari ,B. Björnssyni skatt-
stjóra og nokkrum fleirum. Þessvegna
er þetta siðasta heimboð gleðilegur
votlur þess, að við Frónbúar höf-
um smátt og smátt öðlast betri skiln-
ing á hvers virði það sé okkur, að
efla sem best kynnin meðal íslend-
inga vestan liafs og austan.
Boðsgestirnir eru sem sé þeir
menn, sem á undanförnum áratug-
um liafa átt bestan og mestan þátt-
inn í því að halda við kynnunum
austur yfir haf. Tveir þeirra eru
ritstjórar vestur-íslensku blaðanna í
Winnipeg, en án þeirra blaða mundi
fjöldinn allur af íslendingum vestra
eflaust liafa komist úr öllum tengsl-
um við ættarslóðir sinar. Lögberg
og Heimskringla hafa jafnan flutt
ítarlegar fréttir frá íslandi, sem ef
til vill voru einu fréttirnar, sem
dreifðum landnemum íslenskum, og
afkómendum þeirra, gafst kostur á.
Sá skerfur, sem þessi blöð hafa lagt
til íslenskra þjóðernismála, er því
ærinn. Og vel sé þeim, sem að þessu
hafa starfað, að jafnaði fyrir sult-
arlaun — og stundum litlar þakkir.
Þriðji maðurinn, Grettir Á. L.
Jóhannsson liefir verið ræðismaður
Islands og Danmei’kur í Winnipeg
síðan nokkru fyrir heimsstyrjöldina
og mun vera elstur að starfi allra
íslenskra ræðismanna i Vesturheimi.
Hann hefir unnið óeigingjarnt starf
og mikilsvert fyrir ísland, og lagt í
það mikla vinnu, ekki síst er störf-
in jukust svo mjög vegna aukinna
kynna og samgangna milli Islands
og Vesturheims. Grettir er sonur
Ásmundar P. Jóhannssonar fasteigna-
sala, sem lengst af hefir átt sæti
í stjórn Eimskipafélags íslands, á-
samt Árna heititjum Eggertssyni.
Koniu þeir hingað á aðalfundi fé-
lagsins hvenær sem þeir máttu þvi
við koma og hafa því gert hingað
margar ferðir. T. d. hefir Ásmund-
ur komið hér tíu sinnum. Stundum
var Grettir sonur hans í för með
honum og liefir þannig liaft tæki-
færi til að kynnast landinu. En
siðast var Grettir hér á ferð 1930.
Nú er með lionum kona hans, sem
ættuð er frá lowa og írsk i aðra ætl.
Þó að Grettir sé yngstur hinna
fjögurra Vestur-íslendinga þá hafa
hinir þrír um lengri veg að skyggn-
ast til siðustu veru sinnar á ís-
landi. Því að þeir hafa dvjalið
vestra lengst sinna manndómsára
og ekki komið i heimsókn hingað
síðan þeir hurfu vestur.
Stefán Einarsson, sem um 20 ára
skeið liefir verið ritstjóri Heims-
kringlu lítur yfir 42 ár síðan liann
livarf af landi burt. Fæddur er
hann í Árnanesi i Hornafirði óg
er nú liniginn á efri aldur. En kona
hans, sem nú er liér með honum,
frú Kristín Guðmundsdóttir frá
Esjubergi á Kjalarnesi fluttist vestur
fyrir 35 árum.
Einai’ Páll Jónsson, fluttist vestur
fyrir 33 árum og hefir lengst af
starfað við Lögberg síðan, þar af
sem aðalritstjóri síðustu 19 árin.
Einar var orðinn kunnur af kvæðum
sínum og kviðlingum löngu áður
en hann fluttist vestur, og Jagði
ekki ljóðagerðina á hilluna þó að
hann gerðist blaðamaður, því að
mörg bestu hvatningarljóð sín lief-
ir hann ort síðan. Og tamast er
honum að hvetja lesendur sína til
þess að gleyma ekki íslensku þjóð-
erni.
Fyrir nokkru kom út ljóðasafn
])essa vestur-íslenska ættjarðarskálds
hér á landi, og væri þeim íslend-
ingum hollt að lesa það, sem lialda,
að þeir glati ástinni til feðrafróns-
ins, sem fjarri því búa. Því að það
er mála sannast, að lieitari ljóð til
íslands yrkja nú fáir en Einar Páll.
— Ingibjörg, kona hans er fædd
Vestui’-íslendingur, frá Mikley i
Manitoba. Kom hún hingað 1930 og
starfar með manni sínum við I.ög-
berg.
Hjálmar Gíslason er einn af hinum
elstu i íslendinga-nýlemþmni í Winni-
pcg. Hann fluttist vestur ungur, en
hefir alla tíð komið mjög við sögu
landa vestra og er manna kunnug-
astur högum íslendinga í Winni-
Peg.
Til þess að greiða götu þessara
gesta hafa heimboðsaðilarnir kjörið
þriggja manna nefnd. Það sem af
er dvölinni hefir veðráttan gert sitt
til að sýna landið i sínum fegursta
skrúða, og það fólk, sem skifti mun
hafa við gestina, þær sex vikur,
er þeir dvelja hér, munu heldur
ekki láta sitt eftir liggja. Því að
þeir eru öllum aufúsugestir.