Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						PÁLKINN
Það verður eigi sagt, hvort frek-
ar hafi verið mánnkostir Trygve
Lie, velviljinn til Noregs eða reip-
dráttur milli stórlaxa hinna sam-
einuðu þjóða, sem olli því, að Lie
var kjörinn í einna mesta vanda-
embættið sem stofnað hefir verið
í heiminum. Talsverður reipdráttur
var undir eins í byrjun ráðstefnu
hinna sameinuðu þjóða í London,
um kjör formannsins; þar stungu
Rússar upp á Trygve Lie, en Spaak
forsætisráðherra var kosinn með at-
kvæðum Breta, Vesturveldanna og
Arabarikjanna. Það er vitað að Bret-
ar og Bandaríkjamenn höfðu ósk.ið
eftir öðrum manni í ritaraembættið
en Lie, en hinsvegar reyndist hann
vera" sá maðurinn, sem hægast var
að safna þorra atkvæða um, og þvi
var hann valinn. Hann fékk 46
atkvæði,  eða um  90%
Trygve Lie er fæddur í verk-
smiðjuhverfinu í útjaðri OIsó, í Ijótu
gulmáluðu steinhúsi, og naut sjald-
an sólar á heimili hans. Þegar hann
var sex ára fluttist móðir hans með
börn sín tvö — hann á systir nokkru
yngri en hann er — til Grorud, i
lítið timburhús. Móðirin var fátæk
og varð að ala önn fyrir börnunum
því að faðir þeirra hafði skilið við
hana og farið til Ameríku. En hún
var mikil dugnaðarmanneskja og
setti von bráðar upp matsölu. Þarna
var sfór verksmiðja skammt frá og
verkamennirnir urðu flestir gestir
hjá henni. Húsakynnin voru þröng,
og þegar verkamennirnir komu frá
vinnu á kvöldin fylltist bæði stofan
og eldhúsið af matargestum.
Þarna var hvergi rúm fyrir Trygve
Lie að læra lexiurnar. Hann þurfti
að vísu ekki langan tíma til að búa
sig undir skólatímana og var alltaf
efstur í sínum bekk í barnaskólanum
þó að hann legði lítið að sér. En
kennara hans fannst þó að hann
þyrfti meira n.æði en hann hafði
heima og tók hann á heimili sitt.
Þar var hann mörg ár, og þó að
hinn nýi ritari sameinuðu þjóðanna
eigi annríkt mun hann aldrei gleyma
Evje yfirkennara og konu hans, sem
sáu honum. fyrir uppeldi að svo
miklu leyti sem þau gátu.
NEFIÐ Á TRYGVE LIE.
Það eru margar sögur til um
Trygve Lie frá þessum árum. Hann
var sjálfkjörinn foringi félaga sinna
og var smápatti þegar hann fór að
halda ræður yfir þeim, sem nenntu
að hlusta á hann. Þá náði hann sér
i gamlan kassa eða eldhúströppu
til að standa á, og þeytti úr sér
slagorðuhi og stóryrðum, og fengu
margir þar lof og last. Hann hafði
alltaf eitthvað fyrir stafni, og sagði
afar skemmtilega frá. Jafnvel litil-
vægustu atburðir urðu spennandi
begar Trygve sagði frá þeim. Sér-
stakan áhuga hafði hann á öllu því,
sem vissi að hernaði. Þegar hann
var 10-11 ára gamall hélt hann
i'yrirlestra fyrir jafnaldra sína um
hernaðarmálefni, og þó að þeir
fylgdust ekki alltaf sem best með
því sem hann sagði þá hlustuðu
þeir þó alvarlegir á hann, þar sem
hann stóð og talaði á sápukassan-
um.
Einn vetrardag datt hann og hand-
leggsbrotnaði. Það var slæmt rot,
og læknirinn sem setti það saman
sagði  við hann:
— Eg verð víst að búa til sterk-
an handlegg á þig. Þú kemur vist
Trygve Lie
Maðurinn
sem varð
„alheimsritari"
til að þurfa á honum að haldal Og
svo spurði hann, eins og allir gaml-
ir menn gera: „Hvað æltar þú að
verða þegar þú ert orðinn stór?
—  Hershöfðingi! svaraði Trygve
viðstöðulaust, — svo að þú verður
að setja handlegginn vel saman.
Það var sárt, en hann beit á
jaxlinn og reyndi meira að segja
að gera að gamni sínu meðan lækn-
irinn var að koma brotunum sam-
an. Það hefir alltaf verið hans
sterka hlið, að hann hefir tekið
mótlætinu með léttu skapi. Hann er
glaðvær eins og margir feitlagnir
menn. Málskrafsmikill og hefir gam-
an a.f að segja lygasögur, ekki til
að ljúga heldur til að skemmta sér
og  öðrum.
Evje kennari hans reyndi að
venja hann af þessu og sagði stund-
um: Nú ertu að skrökva, Trygve:
ég sé .það á nefinu á þér!
— Ha, sérðu það á nefinu á mér?
—  Já, það verður eins og kart-
afla þegar þú skrökvar.
Trygve hristi höfuðið en daginn
eftir, þegar hann var að segja eina
söguna sína, og kennarinn sagði:
„Nú ertú að skrökva", þá beygði
hann sig undir borðið og tók á
nefinu á sér!
UPPÞOT f LEIKHÚSINU.
Æskuárin liðu fljótt. En nú var
hann ekki lengur efstur í bekknum
og tók ekki eins góð próf og fyrr-
um. Þetta stafaði fyrst og fremst
af því, að veg'na þess hve fjárhagur
hans var naumur varð hann aS
lesa undir stúdentspróf sitt á helm-
ingi styttri tíma, sem venjulega þarf
til þessa, og meðan hann var við
laganám varð hann jafnan að vinna
fyrir sér. Harin fékk sæmilegt próf,
en ekki fyrstu einkunn.
En meðal félaga sinna hafði hann
jafnan „fyrstu einkunn". Hann var
enn foringi þeirra — og það sem
hann sagSi var öðrum lög. Einu
sinni stóð hann fyrir blístursó-
látum i Þjóðleikhúsinu — það var
pólitískt leikrit, sem sýnt var —
og þegar lögreglan skarst í leikinn
var Trygve Lie einn þeirra, sem
tekinn var höndum. Á stúdentsárun-
um hafði hann gerst athafnamikill
i stjórnmálum, enda höfðu þau
verið hans mesta áhugamál frá þvi
að hann var krakki. Þegar hann
var tíu ára var hann orðinn vel
heima í þeim málum, sem þá voru
á döfinni, og þegar hann á stúdents-
árunum fékk undirtyllustöðu á skrif-
stofu verkamannaflokksins sýndi
hann svo mikla þekkingu og athug-
unargáfu að yfirboSarar hans undr-
uSust það. Þá var það Kyrre Grepp,
sem stjórnaði skrifstofunni, og hann
sagSi um þennan unga aSstoSar-
mann:
—  Fimm daga í vikunni finnst
mér hann snillingur. En sjötta dag-
inn er hann éins og krakki.
—  ÞaS moltnar víst úr honum,
sagSi  éíhhver.
—  Nei, þaS moltnar aldrei úr
honum, svaraði Grepp.
Og það hefir sannast. í innsta
eðli sínu er Trygve Lie eins og
barn, og einmitt þetta samband
kalds og gerhuguls stjórnmálamanns
pg brosandi ærslafulls stráks veldur
því, hve öllum fellur vel við hann.
Hann hefir sérstakt lag á að fá
andstæðinga sina til samkomulags.
Og hann kann að bíða lags, og að
telja þeim hughvarf. Einu sinni var
hann á fundi, þar sem mikið rifr-
ildi var milli hægri og vinstri
manna innan verkamannaflokksins.
Trygve varð fyrir miklum mótblæstri
sérstaklega af hálfu eins manns,
sem ekki vildi gefa sig. Lie var
sjálfur fundarstjóri eins og vant var,
en nú setti hann annan mann i
sætið og fór niður i salinn, þangað
sem þessi andstæðingur sat. Hann
settist hjá honum og þeir töluðu
lengi saman. Loks tók hann utan
um hann og sagði upphátt: „Jæja,
nú ætlar þú aS halda kjafti!" Og
hinn g'erSi þaS.
ÞaS er líklegt aS þessi vopn dugi
lítiS, þegar hann reynir aS sætla
Bevin og Visynski, en þetta lýsir
manninum, hve umsvifalaus hann
er.
TRYGVE LIE OG TROTSKI.
Trygve Lie varð stúdent 1914 og
kandidat í lögum ,1919. Þá varð
hann ritari norska verkamanna-
flokksins (A.F.L.). Hann var allur á
kafi í stjórnmálunum og hafðist
mikið að. Tillögur hans og álits-
gerðir voru ljósar og skarplegar,
en hann fór itarega út i sakirnar
og þótti stundum óþarflega langorð-
ur. Hann var fljótur að ákveða af-
stöðu sina til mála, en greinargerð-
ir hans urðu stundum óþarflega
langar. Hann þótti óspar á pappír-
inn.  •
Árið 1928 kom til mála að hann
yrði dómsmálaráSherra, en hann
var þá ekki nema 32 ára ( hann
varð fimmtugur ár) og það þótti
nokkuð lágur aldur. ÞeSsvegna sat
hann hjá í það skiftið, en ekki vegna
þess  að  lagakunnátuu  hans  væri
ekki treyst, hann hafði sýnt hana
í verki, og í atvinnulöggjöf var
hann  sérfræðingur.
Og styrkur hans lá í þvi að hann
var fimur lögfræðingur, glöggur í
áliti sínu á málefnum og hafði dugn-
að til að knýja sitt fram.
En sjö árum síðar varS hann
dómsmálaráSherra. Hann gekk inn
í stjórn Johns Nygaardsvold, og var
yngstur allra ráSherranna. Og fljót-
lega varð hann mesti athafnamaSur-
inn í stjórninni. Um allt dómsmála-
ráðuneytið lágu mál, sem biðu af-
greiðslu þegar hann kom, en það
var ekki eftir hans höfði að salta
mál. Hann gekk i afgreiðsluna og
rann eins og snjóplógur gegnum
alla skjalabunkana. Hann var ótrú-
lega mikill verkmaður og afkasta-
maður og lætur aldrei mál biSa
afgreiSslu hjá sér, heldur ýtir á
eftir  þeim.
Á skrifstofunni hans voru stórar
hillur, fyrir 'ný mál, sem bárust
ráSuneytinu. Einn kunningi hans,
sem kom á skrifstofuna, spurSi hvaS
hann gerSi viS þessar hillur.
— Þar liggja málin sem ég á ó-
afgreidd,  svaraSi  Trygve  Lie.
Hillurnar voru  tómar.
Ef hann getur haldið þeirri reglu
hjá þeim 2000 starfsmönnum, sem
undir hann verða gefnir á skrifstof-
um Sameinuðu þjóðanna, spáir það
góðu um framtíðina.
Alvarlegasta málið, sem köm til
kasta Trygve Lie meðan hann var
dómsmálaráðherra, var landvistar-
leyfi Trotskis. Norðmenn höfðu
margskonar amstur af honum og
urðu þeirri stundu fegnastir, er þeir
gátu komið honum úr landi aftur.
Trotski var þa fyrir löngu orðinn
landflótta og hafðist við á ýmsuni
stöðum, m. a. í Konstantinopel, sótt
um dvalarleyfi í mörgum löndum
en allsstaðar verið neitað, uns Lie
léði honum griðland i Noregi. Hann
vildi sýna, að NorSmenn viSur-
kenndu griðarétt politískra flótta-
manna. Og Trotski kom - með gler-
augu og nær óþekkjanlegur. Hann
var svo breyttur, að einn af kunn-
ustu blaðamönnum Noregs varð hon-
um samferða frá Amsterdam til
Osló án þess að bera kennsl á hann.
Trygve Lie mun eftir á hafa iðr-
ast þessarar gestrisni, eftir aS rússn-
eska stjórnin fór að gefa honum
gætur. Það lék grunur á, að hún
mundi reyna að láta ræna honum
og flytja hann til Rússlands, og refsa
honum þar sem gagnbyltingamanni.
Sakaði stjórnin hann um, að hann
undirbyggi byltingu frá Noregi. —
Norska stjórnin lét setja vörð um
Trotski og hélt svo að allt væri í
lagi. Er ekki gott að vita hve lengi
Trotski hafið starfað í Noregi, ef
hnýsinn blaðamaSur hefSi ekki orS-
ið til að fletta ofan af honum.
Þessi blaðamaður hafði dvalið um
tíma í Hönefoss — en skammt það-
an bjó Trotski í húsi, sem vinur
hans norskur hafði léð honum. —
Blaðamanninum  þótti  einkennilegt
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16