Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Guðrún Ósvífursdóttir Ein þeirra lcvenna, sem sérhver íslendingur, sem kominn er til vits og ára, kannast við að sögusögn, er Guðrún Ósvífursdóttir. Saga hennar er svo kunn, og nafn lienn- ar svo fast í meðvitund allra, að það ljómar ef til vill skœrast meðal íslenskra kvenna fyrr og síðar. Saga Guðrúnar byrjar á þvi, aS frænda liennar, Gest Oddleifsson í Haga, ber að garði, meðan hún dvelur i föðurhúsum. Þar eð hún vissi, að Gestur var allra manna vitrastur, þá biður hún liann að ráða fyrir sig draum er hana hafi dreymt. Gestur gerir það, og segir hana munu giftast fjórum sinnum. Sá fyrsti verði lienni ósamboðinn, og hún slíti þeim samvistum. Ann- ar verði henni góður maki, en hans njóti ekki lengi við. Sá þriðji verði veginn, en sá fjórði verði mikill höfðingi, sem bera muni ægishjálm yfir sveitunga sína. Siðan fjallar Laxdæla saga um þaS, er draumaráðning Gests ræt- ist, og ber hún því með sér for- lagatrú og draumatrú, eins og svo margar íslendingasögur. Guðrún giflist fyrst Þ'orvaldi Hall- dórssyni frá Garpsdal í Gilsfirði, en skildi við hann eftir stutta sam- búð. Annar maður liennar var Þórð- ur Ingunnarson, sem var veginn eftir góða sambúð við Guðrúnu. — Síðan hefst örlagaríkasti þátturinn ' í lífi liennar. Hún kemst í kynni við Kjartan Ólafsson í Hjarðarholti son Ólafs pá, og þau trúlofast. -— Kjartan fer til Noregs og biður Guð- rúnu að bíða 3 ár eftir sér. Bolli Þorleiksson, fóstbróðir Kjártans, fer með honum, en kemur aftur til ís- lands á undan Kjartani. Segir hann Guðrúnu, að Kjartan geri sér dælt við Ingibjörgu konungsdóttur og muni ekki hugsa til íslandsferð- ar í bráð. Guðrún reiddist við þessi tiðindi, en lét sér þó hvergi bregða. Ilún giftist Bolla, en skömmu sið- ar kemur Kjartan upp til að leita gjaforðs síns. Þegar hann fréttir hvernig málum er komið, giftist hann annari konu, sem reyndist honum mjög vel, en fáleikar miklir voru milli Guðrúnar og hans, því að þau sáu mjög mikið hvort eft- ir öðru. Síðan eggjar Guðrún Bolla til að vega Kjartan með lijálp bræðra sinna. Út af þvi spiúnast svo langvinnar deilur og víg, sem Laxdæla saga getur mjög ítarlega Um. Bolli fór sömu leið og Kjartan, og Guðrún lét sér ekki bregða, þótt hún væri nærstödd, er hann var veginn. Eftir þetta dreif margt á dag'a Guðrúnar. Hún lét gera kirkju að Helgafelli og giftist höfðingjan- um Þorkatli Eyjólfssyni. Síðan eru Helgafell og Guðrún Ósvífursdóttir svo óaðskiljanleg nöfn, að menn minnast beggja, ef þeim dettur ann- að i hug. Líf sitt endaði hún sem einsetukona og létst að Helgafelli, þar sem hún hvílir nú. ÆVi GuÖrúnar var stórbrotin, en skaplyndi hennar enn stórbrotn- ara. Hún tekur tíðindunum um víg Kjartans eins og þau komi henni ekki mikið við, þó að hún undir niðri elslci hann. Hún hafði meira að segja livatl til vígsins, því að hún hafði ekki getað unnað neinni konu að njóta Kjartans. Ást, af- brýði, öfund, hatur og hefnigirnd eru tilfinningar , sem bærast í brjósti hennar, en luin dylur þær sumpart hið ytra með festulegri framkomu sinni. Hún missir aldrei stjórn á sér, lieldur kemur alltaf fram sem hin tignarlega kona, sem er fædd til að stjórna — en hún prýðir sig með allskonar djásnum og virðist hafa talsverða liégóma- girnd undir niðri, en slikt er ein- mitt mjög ríkt í kveneðlinu. Og síð- ast i sögu Guðrúnar er þess getið, að hún hafi svarað þvi til, er hún var spurð, hverjum af mönnum sín- um liún liafi unnað mest: „Þeim var ég verst, er ég unni mest.“ Þarna á hún við Kjartan, sem hún giftist þó aldrei, og sýnir þetta ljóslega, að hún hefir ávallt borið ástarhug til hans, cn vegna þess, hve skammt er á milli ástar og haturs hjá stór- brotnum sálum, þá hvatti lnin til vigs hans. En þó að okkur finnist ævistarf Guðrúnar blandið misgjörðum, þeg- ar við lesum Laxdælu, þá hverfur það allt fyrir þeirri persónu, sem hún hefir að bera, og eflir leslur bókarinnar situr þetta eftir hjá okk- ur: Guðrún hefir verið kvenskör- ungUr, sem livorki meðlæti né Tnót- læti hafa bitið á. Gólfteppi Teppi eru dýr séu þau góð og þau fást varla. Þessvegna er ráðlegast að gera strax við bilanir áður en göt- in verða svo stór að það verður ekki hægt. Það er ekki mjög vanda- samt og engin frágangssök að gera það sjálf. Áhöld þarf engin, aðeins nál og garn og stundum jave eða taubút til að leggja undir áður en stoppað er. Einkum ætti maður að gæta þess að nota ekki rifna og trosnaða stigarenninga því þeir geta valdið slysum. Sé brúnin trosnuð er best að leggja kantbönd á teppiö þannig: Þræð kantbandið undir brúnina svo að það liggi jafnt henni og sauma kappmellusaum fyrst 1 cm. langt spor inn af brúninni svo tvö spor % cm. og svo aftur 1 cm. spor o. s. frv. með allri brúninni. Þá er innri brúnin saumuð niður á röng- unni og mega þau spor ekki sjást að utan. Þurfi að stoppa, er best að legg'ja teppið á milli tveggja stóla og draga garnið sem þarf að hafa sem líkastan lit, í gegn um bót sem þrædd hefir verið undir, og láta það koma í lykkjum eða linútum, eftir því sem gerð teppisins er, og festa vel bandiö svo ekki dragist til. Gott er að færa teppin til á gólfinu svo að þau slitni sem jafnast. ***** Börnin lesa blóm i sumarblíðimni COLA VWKKUR íslendingasögur Alþýduútgáfa Sigurðar Rristjánssonar Kr. I. - 2. íslendingab. ok Landnáma 18.00 3. Harðar saga ok Hólmverja 6.25 4. Egils saga Skallagrímssonar 15.00 5. Hsensa-Þóris saga .......... 1.00 6. Kormáks saga ............... 4.00 7. Vatnsdæla saga ............. 4.00 8. Hrafnkels saga freysgoða 2.75 9. Gunnlaugs saga ormstungu 4.00 10. Njáls saga ...*........... 20.00 II. Laxdæla saga............ 14.75 12. Eyrbyggja saga ............ 8.00 13. Fljótsdæla saga ok Droplaugarsona saga .... 7.00 14. Ljósvetninga saga ......... 5.25 15. Hávarðar saga ísfirðings .. 3.75 16. Reykdæla saga .......... 3.00 17. Þorskfirðinga saga ........ 1.50 18. Finnboga saga ............. 2.65 19. Víga-GIúms saga .......... 2.65 20. Svarfdæla saga ............ 2.70 21. Valla-Ljóts saga........... 1.20 22. Vápnfirðinga saga ......... 1.20 23. Flóamanna saga ............ 1.85 24. Bjarnar saga Hítdælakappa 3.00 25. Gisla saga Súrssonar .... 11.00 26. Fóstbræðra saga ........... 4.15 27. Víga-Styrs saga ok Heiðarv. 3.00 28. Grettis saga ............. 14.75 29. Þórðar saga hreðu ......... 2.25 30. Bandamanna saga ........ 4.80 31. Hallfreðar saga ........... 2.10 32. Þorsteins saga hvíta.... 1.30 33. Þorsteins saga Síðuliallss. 1.15 34. Eiríks saga rauða ok Grænléndingaþáttr .......... 1.15 35. Þorfinns saga Karlsefnis.. 1.15 36. Kjalnesinga saga .......... 1.50 37. Bárðar saga Snæfellsáss .. 1.50 38. Víglundar saga ....'....... 1.50 íslendinga þættir 42 .......... 20.00 íslendingasögur samtals . .kr. 204.80 Ennfremur: Sæmundar edda .... kr. 15.50 Snorra edda ........ — 18.00 33.50 Sturlunga saga I. kr. 16.00 Sturlunga saga II. — 18.00 Sturlunga saga III. — 16.00 Sturlunga saga IV. — 23.00 73.00 íslendinga sögur, Sæmundar og Snorra edda, Sturlunga saga I.- IV. samtals krónur . . 311.30 Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar Bankastr. 3 - Sími 3635 - P.O.Box 502

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.