Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Vigfús Kristjánsson frá Hafnarnesi Stoðlakot í Reyfcjavík frá 1870 til 1947 Úthlíðarfcirkja í Bisfcupstungum frá 1861 til 1933 uni við kórstafi og tveir lausa- bekkir. í framkirkjunni sem deild er frá kórnum með rúðu þili 1% alin á hæð, eru 5 beklc- ir að sunnanverðu, en 6 að norðanverðu, með brikum og bakslám. Stiga ófóðraðan er upp í loftið að ganga, lil að hringja klukkunni, sein í turn- inum hangir. Yfir tveimur innri stafgólfum eður hvelfingu er og þillaust, sem ekki tilheyrir Við Bókhlöðustíg, skammt frá horninu, þar sem Bókhlöðustíg- ur og Laufásvegur mætast, stendur lítið timburliús, bikað að utan og beint á móti því hinu megin við stiginn bók- hlaða menntaskólans, sem stíg- urinn her nafn af. Þetta gamla hús er hrörlegt að sjó og ber þess glögg merki, að tönn tím- ans hefir sett sín merki á það. A norðurhlið liússins eru þrír gluggar og gengið inn i húsið á suðurgafli. Á sínum tíma hef- ir húsið vafalaust þótl laglegt og reisulegt, en nú er það kom- ið úr móð og til lítillar prýði í lijarta höfuðstaðarins. Hús þetla heitir Stöðlakot, og á það sina sögu um glaðværa hlátra og um æskudrauma og minningar, sem verma og gleðja því á þess ungdómsárum leit þangað margur með hlýju og vinarliug. En nú er öldin önn- ur, því fólk sem framhjá því gengur virðir það varla viðlits eða þá að menn segja sem svo, þvílíkur ósómi að láta svona kofa standa. Á yngri árum naut húsið virðingar og var talið prýða höfuðstaðinn, en á seinni árum var ])að haft um eitt skeið sem hesthús og angaði hestaþefurinn þaðan langa leið. Hús þetta, sem ég hefi minnst á lét langafi minn Þorsteinn frá Útlilíð hyggja, og smíðaði Vig- fús Guðmundsson trésmiður, tengdasonur Þorsteins það um 1870, var það byggt upp úr öðru lnisi, sem Þorsteinn keypti með Víðinesjörð 1868 og þegar hann keypti Stöðlakot, lét hann rífa liúsið og hyggja það upp, það er því orðið 77 ára hér í Reykjavik. Þorsteinn bjó í því frá 1870, þar til hann andaðist 20 ágúst 1875, með Sesselju seinjii konu sinni og tveimur börnum þeirra: Árna er síðar varð prestur að Kálfatjörn og Steinunni er átti sr. Jón Magn- ússon á Rip. Sjómannadaginn 2. júní 1946 hitti ég frænda minn Ólaf Jóns- son, en hann er einn af mörg- um afkomedum Þorsteins frá Úthlið og Steinunnar Jónsdótt- ur frá Drápuhlið fyrri konu Þorsteins. Eg fór með hann niður á Bókhlöðustíg og sýndi honum húsið þar sem Þorsteinn frá Útldíð átti seinast heima. Þegar við höfðum skoðað hús- ið tók hann mynd af því og mér, þar sem ég stóð á ldað- varpanum. — Þá ílaug í liuga minn að hér hefði langafi minn staðið, ef til vill í sömu spor- um fyrir rúmum sjötíu árum og var sem ég sæi hann fyrir mér háan og beinvaxinn, tígu- legan öldung, gráan fyrir hær- um. Það er því satt að ég stóð i hans sporum á þessari stundu. Það verður ekki lijá því komist að minnast Þorsteins og ættar hans í þessu sambandi. Þorsteinn er fæddur 5. mars 1797, að Hvoli í Mýrdal. For- eldrar hans voru Þorsteinn Þor- steinsson hóndi á IIvoli, hálf- bróðir Bjarna Thorsteinsson amtmanns og Þórunnar Þor- steinsdóttur frá Vatnsskarðhól- um. Móðir liennar var Iíarítas Jónsdóttir Vigfússonar klausl- urhaldara á Reynistað, en móð- ir Karitasar var Þórunn Hann- esdóttir Scheving, sýslumanns. Þorsteinn hóndi á Ilvoli varð skammlífur og giftist Þórunn ekkja hans Sigurði Árnasyni bónda á Sleig og hafði börnin þrjú með sér, Eyjólf, Þorstein og Þuríði. Eflir ferminguna fór Þorsteinn að Odda til Steingr. Jónssonar prófasts frænda síns og var þar 1812, 15 óra. Árið 1817, sigldi Þorsteinn til Kaup- mannaliafnar og lærði garð- yrkju þar í þrjú ár og kom upp 1821. Sama ár gifti hann sig Steinunni Jónsdóttur frá Drápuhlíð og þau byrja búskap í Vatnsdal í Fljótshlíð og biia þar í 20 ár. Þau kaupa Úthlíð- artorfuna 1841 og fara þangað sama ár. Þorsteinn sléttaði tún og ræktaði kálgarð og kenndi mörgum auk þess. Þorsteinn var vel menntaður maður og naut mikils álits. Þegar þau hjón komu að Úthlið 1811 voru bæjax’liúsin hrörleg og torf- kirkja niðurnýdd á staðnum. Þorsteinn byggði upp öll bæj- arhúsin og smíðaði Vigf. Guð- mundsson Irésmiður þau. Út- hlíð var mikil jörð og stór að garnla mati 55 liundruð að nreð- töldum hjáleigunum Stakk- holti og Hraunstúni en að nýju mati 659. Útlilíð var höfuðhól frá landnámstíð, þar hjó Geir goði d. 981. í Úthlíð var reist kirkja með þeim fyrstu hér á landi. Árið 1861 var Úthlíðarkirkja byggð upp og lét Þorsteinn Þorsteinsson gera það, smíðaði Vigfús Guðmundsson trésmiður tengdasonur hans kirkjuna. Úr visitazíuhók Árnessýsluprófasts dæmis þ. 22. júlí 1862. Þar seg- ir: Kirkjan sjálf er næstliðið ór uppbyggð af timbri eingöngu hún er á íengd 10 álnir og þrjú kvartel og á breidd 7 álnir, stafnhhrðin 3% álnir og er í 5 stafgólfum, er yfirklætt lofl i þremur fremri stafgólfun- um, en íbjúgrúðuhvelfing yfir tveimur þeirra innri. Kirkjan er þiljuð innan rúðuþili til hliða ó brúnása, innri gaflinn uppund ir bita. Altai’ið er nýtt skápalt- ari með tveimur liurðum skrá- læstum fyrir er gráta með virki á afrenndum pílárum. í kór eru bekkir umhverfis með brík kii’kjunni heldur hús bónda liennar. Fyrír- kirkjunni sem öll er með plægðu fjalargólfi er rúðuhui’ð á sterkum járnum með duglegri skrá. Þakið er tvöfalt, rennisúð á sperrum og utanyfir ]>ak úr þakdúk vel bikuðum. Turn er uppi á' lciikj- unni eins umvandaður og þak- ið. Tveir gluggar stórir eru á lilið hvori’i og eins uppi á fram- þilinu og 6 stórar rúður í hverj- um glugga. Að utan er kirkjan öll vel bikuð. Tveir bikstigar fylgja. Til kirkjunnar er allt vel vandað og prýðilega frá öllu gengið. Á eigandi hennar signor Þorsteinn Þorsteinsson, sem til hennar liefir lagt svo mikla umhyggju, fyrirhöfn og kostnað af hennar hálfu mikinn heiður og þakkir skilið. Enn- fremur er þess að geta, að kirkjuhurðin með umhúingi öllum, eins lika gluggum með umbúningi öllurn, eru málaðir Ijósbláir. Iíirkjan kostaði 460 rikisdali. Það hefir verið stór við- burður i Biskupstungum þegar kirkjan var vígð og vafalaust verið mikið fjölmenni þar við kirkjuná. Það er enginn vafi á því að kirkjan hefir verið með þeim allra laglegustu kirkjum sem þekktusl hér á landi um þennan tíma, því torfkirkjur voru ahnennastar og hefir það verið mikil hreyting og þægindi fyrir fólkið að fá þessa kirkju fyrir torfkirkjuna scm öldum saman var búin að vera á staðn um. Eins og myndin al' kirkj- uni ber með sér er hún orð- in hrörleg og vitnar um hirðu-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.