Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						FÁLKINN
Hirohito keisari, maðurinn sem áð-
ur var „sonnr sólarinnar", en ræð-
ur engu nú, þó að hann fái að
bera keisaranefn. Hann hefir sætt
sig við að vera bara ,,maður", og
er nú að gefa út bók um sjávar-
gróður  og sædýr.
Hernaðartjón Japana er ekki
sambærilegt við Þýskalands.
Ferðamaður, sem kemur frá
rústahaugum Mið-Evrópu, furð-
ar sig á því, að honum finnsl
eyríkið Japan ekki hafa orðið
fyrir svipuðu tjóni og mörg
lönd Evrópu. Eyðileggingarnar
eru staðbundnari, en stór svæði
að heita má alveg óskemmd.
Járnbrautarferð frá Tokio
suður eftir eyjunni Hondo tekur
meira en sólarhring, en á þeirri
leið fæst glöggt yfirlit um á-
standið eftir vopnahléð. Sam-
göngutækin urðu ekki fyrir sér-
lega miklum skemmdum af
sprengjum bandamanna, því að
Amerikumenn vildu að þau
yrðu í sem bestu standi, ef til
þess kæmi að þeir yrðu að gera
innrás í Japan. Og í flestum
japönskum borgum hefir al-
drei orðið truflun á rafmagns-
kerfinu. Hinsvegar lieilar borg-
ir og iðjuver bókstaflega verið
jöfnuð við jörðu af sprengjum
hinna stóru fljúgandi virkja —
og af atómsprengjunum.
Fyrir stríðið var Osaka-Kobe
merkasla iðnaðarsvæðið í Jap-
an — svarandi til Ruhr-héraðs-
í Þýskalandi. þar voru verk-
smiðjur er aðallega störfuðu að
hergagnaiðnaði, á meira en 40
kílómetra löngu svæði. Þarna
bjuggu líka verkamennirnir, og
eftir tvær ameríkanskar árásir
með ikveikjusprengjum urðu 8
milljónir mánna húsvilltar á
einni nóttu, allt brann til kaldra
kola, og það urðu ekki einu
sinni rústir eftir, því að í Japan
eru íbúðarhúsin að jafnaði
byggð úr tré og pappa eða
pappír. Þessvegna brunnu þau
eins og kyndlar og var ekki
annað eftir en aska, og ofur-
lítið járnarusl úr innbúinu.
En í þessari eyðimörk gnæfa
þó nokkrar rústir 8—10 hæða
JAPAN
EFTIR STRI'ÐIÐ

Guð er amertkanskur og MacArthur er keisari okkar
segja Japanir í dag. Hirohito keisari er orðinn vísinda-
maður, en MacArthur ræður landinu, en gengur þó illa
að uppvæta aldagamlan hugsunarhátt japanskrar alþý&u
sem trúði á keisarann — „son sólarinnar". Frá þessu
segir franski blaðamaðurinn Jacques Sallabert í eftir-
farandi grein.

bygginga í Evrópustíl, sem hafa
verið aðalsetur stórfyrirtækja.
1 þessum rústum reynir hús-
næðislaust fólk að hafast við,
en í vetrarkuldunum gerist það
ekki kvalarlaust. Á hverjum
morgni má sjá lík við inngöngu-
dyr járnbrautarstöðvanna fyrr-
verandi eða í portum stærstu
verslunarhúsanna. Japanar taka
örlögum sínum án þess að
mögla, með hinni hlutgengu
lífsskoðun Austurlandabúans,
sem Evrópumenn eiga svo bágt
með að skilja og áfellast stund-
um svo mjög.
Það eru Ameríkumenn, sem
ráða öllu í Japan nú, en her-
námsstjórinn, MacArthur hers-
höfðingi, hefir falið Bretum um-
sjá með nokkrum hluta lands-
ins. Ekki verður sagt að hann
hafi gefið Bretanum besta bit-
ann. Því að þeir hafa fengið þá
skikana sem mest voru eyði-
lagðir; t. d. eru tvær aðalborg-
irnar á þessu svæði, Kure og
Hiroshima alger rúst. Þar er
herlið frá Englandi, Ástralíu
New Zealand og Indlandi. Sam-
komulag þessa herliðs er hið
besta, þó að það sé tínt saman
úr mörgum áttum.
Aðal-herstöð Breta er í Kure,
sem var fyrir stríðið mesta
flotastöð Japana og að áliti
fróðra manna mesta flotalægi
í heimi. Þar voru hergagna-
verksmiðjurnar í hellum ,inni
í fjalli, eftir þýskri fyrirmynd
og höfnin víggirt eftir öllum
„kúnstarinnar reglum". En í
dag er Kure öskuhaugur og
rústir, bæði borgin og höfnin
sjálf. skipakvíarnar, vöru-
skemmurnar og verksmiðjurn-
ar eru brunnar til ösku. í höfn-
inni eru leifar hins „ósigrandi"
flota Japana, tundurbátar og
flugvélamóðurskip. Hvíti fán-
inn  með  rauðri  sól  Nippons
blaktir enn á sumum siglunum,
sem upp úr standa, en þeir eru
orðnir tætlóttir, og ryðið étur
skipin sjálf smátt og smátt.
Þetta er alger andstæða við
ensku og áströlsku freygáturn-
ar, sem liggja státnar á höfn-
inni. Andspænis sjóliðsforingja-
háskólanum liggur gamalt, rúss-
neskt beitiskip, sem Japanar
tóku herfangi í Port Arthur, og
nú er fölnuð endurminning
fornrar frægðar. Svo hlálega
vill til að enska setuliðsstjórnin
hefir bækistöð á eyjunni Eta
Jima, beint á móti skólanum.
Undir rústum verksmiðjanna
má grilla í fjölda af litlum kaf-
bátum, sem smíðaðir voru til
þess að flytja með sér hin al-
ræmdu tundurskeyti með lif-
andi mönnum, sem Japanar
höfðu viðbúin til notkunar, ef
innrás yrði gerð í landið. — —
Nú er best að bregða sér til
Tokio, á ameríkanska hernáms-
svæðinu, þar sem MacArthur
hefir bækistöð sína. Maður þarf
ekki að komast lengra en inn á
járnbraútarstöðina til að sjá að
þarna er maður kominn í at-
hafnamikla stórborg. Kringum
keisarahöllina, sem er girt há-
um múrum svo að almúginn
sjái ekki of mikið af henni,
standa stórhýsi í amerikönsk-
um stil. Þar voru áður sljórn-
arráð keisaradæmisins og fram-
kvæmdastjórn ríkisins. En í
dag eru þar skrifstofur amerí-
könsku setuliðsstjórnarinnar.
Það er enginn vandi að sjá i
hvaða húsi MacArthur er, því
að á hverjum degi klukkan 12
er krökkt af ameríkönskum her-
mönnum og blaðamönnum við
-inngöngudyr stærstu byggingar-
innar.
Það eru mikil vandamál, sem
hvíla á herðum setuliðsstjórn-
arinnar. Á húsnæðisleysið hefir
MacArlhur, amerikanski hershöfð-
inginn, sem eigi aðeins er setuliðs-
stjóri Bandaríkjanna í Japan, en
ræður þar öllu. Rússum þykir hann
laka vettlingatókum á hinum fornu
stjórnarherrum Japans og auðhring-
unum.
þegar verið minnst. En hung-
ursneyðin er eigi síður alvarleg.
Þessvegna reyna Japanir að
framleiða mat á öllum hugsan-
legum stöðum, þeir rækta jafn-
vel kálmeti í sjálfum bruna-
rústunum.
Mikill hörgull er á allri vefn-
aðarvöru. Það er skrítið að sjá
útganginn á fólkinu í Japan.
Líklega er hvergi í heimi notað-
ur jafn sundurleitur fatnaður
og þar. Allt verður að nota,
sem eitthvað er í ætt við föt.
og það er engin hætta á að
hlegið sé að fólki fyrir afkára-
legan klæðaburð, því að hann
er svo algengur. Flest kvenfólk
er í kjólum með Evrópusniði
eða í siðum buxum eins og
karlmenn, en kimono — jap-
anski kvensloppurinn — sést
nú sjaldan. Og karlmennirnir
halda trútt við gömlu einkenn-
isbúningana sína úr stríðinu,
því að þeir eiga ekki annað.
Og jafnvel þó að þeir eigi göm-
ul úlslitin jakkaföt og noti þau,
þá hafa þeir einkennishúfuna
á höfðinu. En það kemur til af
því, að þeir eiga ekki annað
höfuðfat.
Ameríkumenn gerðu þegar í
stað ráðstafanir til að fyrir-
byggja okur. Vegna hins stranga
banns við þvi, að setuliðið un»-
gangisl landsbúa, er svo að
segja ómögulegt að ná í amer-
ikanskar sigarettur, sem eru
besti gjaldeyririnn á okurmark-
aðinum, alveg eins og í Þýska-
landi. En Ameríkumenn hafa
gert mikið til þess að bæta lífs-
kjör almennings og á þann h:\tt
reynt að kippa sloðunum und-
an  okurversluninni.
Það eru ekki aðeins siðferði-
legar hvatir, sem hafa ýtt undir
erlenda setuliðið í Japan að
reyna að verjast okurverslun-
inni.  Málið  hefir  einnig  sína
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16