Fálkinn - 22.08.1952, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
V.
Hér sést Farúk og drottning hans með hinum unga syni þeirra, sem tekur
við konungdómi eftir föður sinn, þegar hann hefur aldur til. Myndin er tek-
in er Farúk kom til Capri og átti viðtal við fréttamenn stórblaðanna. —
Fttíl Fnrúks
FYRIR tveimur árum gerðu blöð allr-
ar veraldar — að undantekningu
þeim egyptsku — sér mikinn mat úr
einkalífi Faruks konungs og sögðu
sögur af svalli hans og því að liann
tók unnustuna af ungum stjórnar-
erindreka sínum í Washington, líkt
og Davíð konungur forðum tók konu
fátæka mannsins. Narriman hét ung-
frúin og er hún nú kona Faruks og
hefir átt nieð lionum son, sem er sjö
mánaða. En Faruk gaf fyrri konu sinni
að sök að hún iiefði ekki átt nema
dætur, og Farúk vildi ekki láta mey-
kóng taka við af sér.
Undanfarið hefir mikið verið talað
um Farúk, því að nú hefir hann orð-
ið að afsala sér völdum og flýja land.
Tvær ástæður eru aðallega til þessa.
Onnur er sú að liann hafði komist
undir áhrif óbhitvandra manna, sem
notuðu sér þennan ístöðulausa kon-
ung til að afla sér fríðinda og ná á-
hrifum í stjórn landsins. Það er þessi
kunningjahópur Farúks, sem átt var
við þegar talað var um fjármálaspill-
inguna í Egyptalandi. Hin ástæðan
var sú að konungurinn hafði tekið
sér miklu meiri völd en honum bar
samkvæmt stjórnarskránni og tekið
framkvæmdarvaldið úr höndum
réttra aðila. Hann virti þingið að vett-
ugi en skipti um stjórnir eftir eigin
geðþótta, ein's og einvaldur væri.
Það voru einkum átta menn, sem
allir sátu í valdastöðum við hirðina,
sem stóðu fyrir stjórnmálaspilling-
unni. Einn þeirra var fjárhagsmála-
ráðunautur konungsins, Elias Andre-
ous pasja, annar var Karim Tabet
pasja blaðaútgáfuráðunautur konungs,
þriðji einkaritarinn Antoine Pully,
fjórði líflæknirinn Yossouf Rashad.
Hinir fjórir voru Mohammed Hassen
hallarstjóri, Mohammed Hilm Hussein
bey bifreiðaumsjónarmaður liirðar-
innar, Hafiz Afifi pasja hirðstjóri og
Omor Fathy pasja. Síðan styrjöldinni
lauk hefir það orðið ljósara með
hverjum degi, að þessir áttmenning-
ar höfðu konunginn í vasanum. Hann
hlýddi ráðum þeirra í blindni en
skeytti engu þó ráðherrar hans að-
vöruðu Iiann. Það var t. d. þessi klíka
sem spillti milli Farúks og móður
hans, Nazli ekkjudrottningar, sem var
rekin úr landi og svift lífeyri vegna
þess að hún amaðist við hjónaskiln-
aði Farúks.
Farúk héít verndarhendi yfir þess-
um gæðingum sínum og varði öil
þeirra fólskuverk. T. d. var ein á-
stæðan til þess að stjórn Hilály pasja
lagði niður völd sú, að konungur
neitaði lienni um að gera rannsókn
á ýmsum grunsamlegum fjármálaað-
gerðum háttsettra manna við hirð-
ina.
Farúk var löngum talinn latur hóg-
lifismaður, en síðan blóðshellinga-
daginn 26. jan. í vetur þegar æstur
skríll drap fólk og kveikti í húsum,
liefir hann gerst afhafnasamur. Hann
svifti stjórn Nahas pasja völdum fyr-
ir að lnin væri „algerlega óhæf til
að halda uppi lögum og reglu“, en
skipaði Ali Maher pasja forsætisráð-
herra og var liann að vísu viður-
kenndur sæmdarmaður. Var svo að sjá
að honum niundi takast að rétta álit
Egypta við, en Farúk, sem umfram
ailt vildi ganga milli bols og höfuðs
á Wafd-flokknum, er hafði meiri-
hluta á þinginu, heimtaði nú að Ali
Maher ryfi þing og efndi til nýrra
kosninga, til að reyna að koma Wafd
fyrir kattarnef. Þegar Ali Maher
neitaði þessu sendi konungurinn þing-
ið lieim, án þess að spyrja stjórnina,
og sagði Ali Maher þá vitanlega af
sér.
Næsti forsætisráðherrann, Hilaly
pasja, var andstæðingur Wafdflokks-
ins og féllst því á að þingið væri gert
óvirkt. Iin svo sýndi liann hug á því
að grafast fyrir rætur fjármálaspill-
ingarinnar, en þar var áttmenninga-
klíkunni að mæta. Og samtímis því,
sem hann var að leita fyrir sér um
samningagrundvöll við Breta í Sues-
Sudan-deilunni fóru hirðgæðingar
Farúks að gera Bretum tilboð, í blóra
við stjórnina. Það gat Hilaly pasja
ekki jioiað og sagði af sér eftir að
hafa reynt í fjóra mánuði að fá kon-
ung til að stöðva Bretamann liirðgæð-
inganna.
Nú var enn að finna nýja stjórn.
Tveir menn komu til mála, Hussein
Sirry pasja og Bahiedine Barakat
pasja og eftir þriggja daga umhugs-
un fól Farúk þeim báðum að mynda
stjórn, samtímis. En nú varð Farúk
þess vísari að Barakat leitaði fyrir
sér um fylgi hjá Wafdistum og sneri
hann þá óðar við honum bakinu.
Hussein Sirry pasja varð forsætis-
ráðherra næstu þrjár vikurnar.
Svo komst allt í bál og brand er
Farúk lét ioka liðsforingjaklúbbnum
i Cairo en þar var Mohannned Naguib
Crey formaður. Þegar Sirry pasja tók
að sér að mynda stjórn vildi hann fá
Naguib hershöfðingja fyrir hermála-
ráðherra, en bæði Farúk og Haida
pasja yfirhersliöfðingi þvertóku fyr-
ir það, og urðu ástæðurnar til þess
skiljanlegar siðar. Það var einmitt
Naguib, sem þeir óttuðust mest.
Sirry pasja fór frá og Hilari tók að
sér að mynda nýja stjórn en deilan
um liervarnarráðherran var óleyst.
Og Hilary féllst á tillögu Farúks um
að gera Sherin bey ofursta, tengda-
son sinn, að hermálaráðherra.
Að svo búnu fluttist Farúk í sum-
arhöll sína í Alexandríu með ýmsa
gæðinga sína, þ. á. m.' Haide pasja
æðsta foringja hersins. En nú fór
allt í bál og brand. Farúk liugðist
þ.vþfi illii
11
Skemmtisnekkja Farouks er flutti hann og skyldulið hans frá Egyptalandi.
Naguib byltingarforingi og Ali Maher Pasha forsætisr'áðherra.