Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						FÁLKINN
Georgij Malenkov
Hver er hinn nýi hæstráðandi Rússa og  kommúnistaríkjanna  um  allan
heim? Hér segir R. E. Porter frá ævi mannsins — en enginn veit hvað
hann ætlast fyrir.
Georgij  Maximilianovitsj  Malenkov,
valdamesti  maður  Rússlands  er  53
ára og gerðist ekki kommúnisti fyrr
en eftir nóvemberbyltinguna.
GEORGI.I MAXIMILIANOVITSJ MAL-
ENKOV hcfir vott af mongólsku yfir-
bragði, en í æðum hans er ekki dropi
af mongólablóði. Hann er breiðleitnr
og nokkuð feitlaginn, kinnbeinamik-
ill, augun ísgrá og ekki opinská heldur
gáfuleg og athugandi. Munnur hans
með þykkum vörunum Mær sjaldan
en Iætur í mesta lagi votta- fyrir brosi.
f klæðaburði svipar honum til bónda,
en samt er hann menntaður. Sérstak-
lega varð bændasvipurinn áberandi,
er liann sást við hliðina á Beria inn-
anrikisráðherra, sem leit út eins og
prófessor, með háborgaraleg klemmu-
gleraugun sín. En Malenkov hefir
aldrei átt heima í sveit. Vagga hans
stóð við landamæri Asíu og Evrópu.
Háskólamaður — stjórnmálamaður.
Malenkov fæddist í liílum iðnaðar-
l)æ, Orenl)urg, og faðir hans var em-
bættismaður zar-stfórnarinnar. Hann
var meðal þcirra duglegustu i skólan-
um og hélt áfram í lærdómsdcildinni.
Engan áhuga hafði hann á stjórnmál-
um þá. Hann var ckki í hópi þeirra
„byltingasinnuðu nemenda" sem
stofnuðu leynifélög gegn zar-stjórn-
inni. Malcnkov var aðeins 17 ára er
hann lauk slúdcntsprófi og gekk síðan
í verkfræðingaskólann í Pétursborg
(Leningrad). Um sama leyti sem hann
álli að byrja herþjónustuna skall
nóvemberbyltingin 1917 á. Malenkov
beið átekta til að sjá hvernig færi,
en undir eins og sýnt var að bolsje-
vikar mundu hafa bctur, gekk hann i
lið mcð þeim. Árið 1920, er hann hafði
haldið 21-árs afmæli sitt, var hann
tckinn i kommúnistaflokkinn. Það var
tckið cftir þessum athafnasama og
greinda unga manni, sem að vísu þótti
nokkuð feitlaginn en var ótrúlega
sterkur. Hann var þegar skipaður
„rauður fulltrúi" herdeildar einnar í
Turkestan í borgarastyrjöldinni og
gekk ríkt og ómjúklega eftir því að
hermcnnirnir hefðu hið rétta „stjórn-
málahugarfar". Þeim, sem ekki hylltu
kommúnistaflokkinn í stóru og smáu,
var útskúfað miskunnarlaust. En eftir
tvö ár fór hann úr rauða hernum til
að ljúka námi sínu, og tó'k próf i véla-
verkfræði með ágætiseinkunn i verk-
fræðingaskólanum i Moskva. Stalin
var fljólur að laka eftir þessum manni.
Stórkommúnistiskur  frægðarferill.
Innan kommúnistaflokksins var
Malenkov kallaður „ótruflanlegi
vinnuhesturinn". Óþreytandi og sí-
starfandi og mcð ofsafenginni trú á
kenningar  Lenins,  stefndi  hann  að
því marki að komast í brodd flokks-
ins. Hann var meistari í ref.jum og
kunni lagið á því að bola burt þvi,
sem gæti orðið áformum hans Þránd-
ur í Götu. Og hann fékk sér aldrci
hvíld. Hann varð aðalglímumaður-
inn innan kommúnistaflokksins og
Stalin gerði hann sér handgcngnari
og handgengnari.
Framabraut" Malenkovs hefst í 2.
heimsstyrjöldinni. Þegar þýski herinn
flæddi austur í Rússland var Malcn-
kov eldsnar í snúningunum og lét
hendur standa fram úr ermum. Hann
skipulagði flutning hergagnafram-
leiðslunnar á öruggari staði fyrir aust-
an Úral og auk þess var hann yfir-
maður þcssarar framleiðslu: bryn-
dreka-, flugvéla- og vopnasmiði og
skotfæraframleiðslunnar. Staða hans
var svipuð stöðu Speers í Þýskalandi.
Malenkov vann eins og vél, dag og
nótt. Hann sýndi meira þrek cn
mannlegir kraftar leyfa, en hlífði
heldur ekki neinum. Ef vcrkamaður
kom of seint til vinnu oftar' én einu
sinni, var hann þegar sendur í ])rælk-
un til Síberíu, jafnvel þó að óstundvís-
in væri sjúkdómi að kenna. — Það er
nauðsynlegt að vera svona strangur,
sagði Malenkov, — því að við ber.j-
umst með bakið við þilið! í varnar-
stríði Rússa var það aðdáanlegast hvej
fl.jótir þeir voru að flytja hcrgagna-
smiðjurnar. Og það var Malenkovs
verk.
Stalin treysti þessum þögla en ó-
drepandi „verkamanni með háskóla-
menntun" til fulls. Og er stríðinu lauk
var Malenkov falið að sjá um endur-
reisn hinna gereyddu landssvæða, og
þar gat hann beitt allri orku sinni og
kunnáttu í verkfræði. Ný Stalingrad
reis úr rústum undir handleiðslu hans,
og Leningrad var endurreist, nýir bæ-
ir og þorp spruttu upp úr moldinni.
Malenkov var ekki að setja fyrir sig
hvað þetta kostaði. En hann sá líka
um að löndin, scm Sovjet-Rússland
hernam eða „frelsaði", greiddu bætur
sínar á tilsettum tíma.
Árið 1946 — þá var hann 40 ára —
vann hann nýjan stórsigur. Þá var
hann skipaður í hið volduga „Polit-
buro" og settur formaður ráðherra-
ráðsins. Malenkov hafði þotið upp á
við eins og halastjarna og það þótti
merkilegu'r frami, sem féll honum í
skaut. Allir vissu ncfnilega að hann
var ekki einn hinna gömlu forustu-
manna kommúnismans og hafði aldrei
talað við Lenin, en gengið í komm-
únistaflokkinn þá fyrst er flokkurinn
hafði sigrað,
Reiptogið í Kreml.
Hcimsblöðin fóru að tala um Malcn-
kov sem væntanlegan „ríkiserfingja"
eigi síðar en 1940..En Rússar yfirleitt
töldu þa"S engan veginn sjálfsagt. Hinn
þögli, sívinnandi Malenkov, sem hafði
sig lítt frammi, átti litil ítök i fjöld-
anum. Þá var öðru máli að gegna um
Sjdanov hershöfðingja, hetjuna sem
hafði varið Leningrad. Hann hafði
vcrið dáður sem „sovjet-samveldis-
hetja"  eins  og  Malenkov,  en  hafði
miklu betra lag á að gera sig vinsæl-
an hjá almenningi.
Nú hófsl hörð barátta milli Malen-
kovs og Sjdanovs um náðina innan
Kreml-múranna. En ])ó undarlegt megi
virðast datt hvorugum þéirra í hug
að Molotov, nánasti samvcrkamaður
Stalins, gæti orðið meðbiðill heirra
uiii „ríkisgrfðirnar". Pað var Beria,
sem þeini datt oftar í hug í þvi sam-
bandi. Beria, yfirmaðnr rússnesku
öryggislögreglunnar, var náinn og
mjög mikilsvcrður vinur Malcnkovs,
en Sjdanov hafði stuðning Andre.jevs,
ritara flokksýis. Sjdanov, sem var fim-
ur og duglcgur og afbragðs ræðumað-
ur, veittist ekki erfitt að komast fram
fyrir Malenkov, sem var ])yngri í vöf-
unum og stirðari. En Malenkov beið
síns tíma. Hann sctti vcl á sig hverja
þá auðmýkingu sem hann varð fyrir
af Sjdanovs hálfu — og gleymdi engu.
Út á við hafði S.jdanov æruna af
stofnun Kominform. cn Malcnkov
gerir i dag kröfu til að vera upphafs-
maður sambandsins. Hann sætti sig þó
i þá daga við að vera samverkamaður
Sjdanovs, og samferða urðu þeir í
lúxus-hrautarvögnum forðum, á fyrstu
Kominformfundina í Varsjava og
Beograd. Malenkov hafði gaman af
þeim ferðum, hann hafði aldrei verið
erlendis áður. En Sjdanov varð hins
vegar ráðsforseti Kominform. Malen-
kov þagði áfram og tamdi sér þolin-
mæði. Hans tími mundi koma siðar.
Sjdanov dó snöggilega úr hjartabil-
un haustið 1948. Fáránlegustu sögur
komust á kreik, cn þær voru hældar
niður. Engin gild sönnun hefir verið
færð á það að Sjdanov hafi verið
„myrtur". En spurningarmerki cr við
hið snögglega fráfall hans.
En það var heppilegt fyrir Malenkov
að Sjdanov dó. Nú hafði hann frjáls-
ar hendur til rækilegrar hreinsun-
ar. Og í samvinnu við Beria vin sinn
lét hann „hausana skoppa". Allir nán-
ustu vinir hins látna hershöfðingja
voru flæmdir úr cmhætti. Meðalþeirra
var auðvitað flokksritarinn Andre.jev.
Ymsir meðlimir „Politburo", svo sem
Kusnezov, sem enginn veit hvað orðið
hefir um, hurfu. Enginn veit hvað varð
af Kusnczov ncma Malenkov, óg hann
þegir! Goljakov, dómstjóri hæstarétt-
ar, hvarf líka.
Sem ritari Miðstjórnarnefndarinnar
talaði Malenkov á 19. flokksþinginu í
október í fyrra, og var Stalin við-
staddur. Hann var í grágræna hór.jakk-
anum, reikin í hárinu þráðbein, and-
litið svipbreytingalaust og augiui köld
qg ísgrá. Hann gaf langa skýrslu og
hvorki hósti eða stuna heyrðist frá
áheyrendunum. Við og við kinkaði
Stalin kolli til að sýna að hann væri
sammála. Og á þeirri stundu vissu
allir: Þetta var krónprinsinn í Kreml!
Það reyndist löca svp, undir eins og
Stalin var fallinn frá. Georgi.j Max-
imilianovitsj Malenkov varð nýi herr^
ann í Kreml, sem formaður ráðherra-
ráðs Sovjetsamveldisins. Við hlið hans
settust Molotov og Beria — þetta varð
þrístjóraveldi.
Laurentij P. Beria, fyrrum innanríkis-
og öryggismálaráðherra, var vinur
Malenkovs, meðan hann var að feta
sig upp á hæsta pallinn. Nú þarf
Malenkov ekki á honum að halda
.       -lengur.
Maðurinn Malenkov.
Það er í rauninni öfugmæli að tala
um „einkapcrsónu" Malcnkövs. Það
cru morg ár síðan hann hefir getað
unað sér nokkurs einkalífs. Iíin gíf-
urlcga starfsbyrði hefir það í för með
sér, að hann hefir lítinn tíma til að
sinna konu sinni og börnunum tveim-
ur. En þó er talið að hjúskaparlif hans
og Elenu Kru.sjts.jeva, fyrrum leik-
konu og dansmeyjar i Moskva-Ieikhús-
inu, sé gott. En þá sjahlan hin dökk-
hærða Elcna Malenkov fer í lcikhús-
ið þá er hún oftast ein. Hún er ávörp-
uð „prófessorinn" því að hún kennir
Iciklist og klassiskan dans í háskóla.
Hún hefir fyrir löngu sætt sig við að
vera einmana húsmóðir. En eftir að
Malenkov hækkaði í tigninni Icggjast
sí og æ meiri smkvæmisskyldur á
hana í opinbera lífinu. Þvi að i dag
cr Elena Malenkov „fyrsta frú" Sovjet-
samvcldisins — cf það hljómar ekki
eins og guðlast í rússneskum eyrum.
Malenkov var kvæntur áður —
slúikunni sem var einkaritari hans —
en það hjónaband entist ekki nema
tvö ár. En Elena og hann hafa lifað
i farsælu hjónabandi i tíu ár.
Malenkov talar aðeins rússnesku,
svo var lika um Stalin. Hann hcfir
aldrei hirt um að læra erlcnd mál.
Þess vegna notar hann jafnan túlk er
hann talar við erlenda stjórnarerind-
reka. En túlkurinn vinnur létt vcrk,
því að Malenkov notar aldrei fleiri
orð en hanrt þarf. Ókunnugir skyldu
halda að hann væri mannafælinn. En
það þarf ekki annað en að athuga aug-
un í manninum til þess að sjá að hann
er vakandi og gáfaður og tekur cftir
öllu. Má ganga að því vísu að hann
kunni enn þá list að bíða þangað til
rétti tíminn kcmur — án þess að
gleyma nok'kru á meðan.
Þegar Malenkov tók við af Stalin
yoru ekki spöruð spurningarmerkin
við nafn hans og stjórnmálastefnu. Á
þessu misseri, sem siðan cr liðið, hefir
mörg óvænt frétt borist frá Moskvu, en
samt cr óséð ennþá hvaða leið Malen-
kov ætlar sér að fara. Lærdómsmað-
urinn i bændagervinu, vinnuhcsturinn,
bindindismaðurinn og sjálfsafneytand-
inn, bcr ekki utan á scr þafS sem inni
fyrir býr. En það ættu allir að gera
scr Ijóst að í honum búa gáfur, skap-
lagseinkenni og persónulegt þrek.
bæði andlegt og likamlegt, svo mikið
að aðrir forustumenn samtíðarinnar
eiga það tæplega meira.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16