Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1957, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.07.1957, Blaðsíða 3
FÁLKINN Önnur vörusýning Kaupstcfnunnar í Reykjavik var opnuð i sýningar- skála í porti Austurbæjarbarnaskól- ans á laugardaginn. Þrjár þjóðir taka þátt í sýningunni, Tékkar, Austur- Þjóðverjar og Rúmenar. Sýning Tékka er langmest að vöxtum, emia eru verslunarviðskipti Islendinga meiri við þá en liinar þjóðirnar, einkum Rúmena, sem ennþá Iiafa hverfandi iitla verslun við ísland. Sýningin 'hófst ineð aiihöfn í Aust- Frá sýningarsvæðinu. urbæjarbíói siðdegis á laugardag og voru forseti íslands og sendimenn erlendra ríkja viðstaddir. Ðaginn áð- ur bafði blaðamönmnn verið gefinn kostur á að kynna sér sýninguna ýtarlega. Við opnun sýningarinnar héldu ræður Lúðvík Jósefsson viðskipta- málaráðherra og Gunnar Tlioroddsen borgarstjóri, en ávörp fluttu Gunnar Guðjónsson, formaður verzlunarráðs íslands og fulltrúar þeirra ríkja, sem þátt tóku í sýningunni, J. Zantovský sendifulltrúi Tékkóslóvakiu, G. Kugel viðskiptafulltrúi verslunarráðs Aust- ur-Þýskalands og frú Martha Abra- ham, varaforseti rúmesnska versl- unarráðsins. Vörusýningin verður opin til 21. júli n. k. daglcga kl. 2—10 e. h. Þar eru margs konar vörur til sýnis. í tékknesku deildinni ber mest á ýms- um stórum vélum og farartækjum, en á því sviði hefir tékkneskur iðnaður i’áð mjög langt á síðustu árum. Einna mesta athýgli almennings munu þó krystalls- og glermunirnir tékknesku vekja, enda er listiðnaður Tékka á því sviði heimskunnur. Margvíslegur vefnaður, húsgögn, ljósatæki, sælgæti og fleira, scm ætlað er til heimilis- prýði eða almennrar neyslu, en of langt yrði upp að telja, setur svip á sýninguna, sem vafalaust mun vekja óskoraða athygli aira þeirra sem iiana sjá. í austur-þýsku deildinni kcnnir ýmissa grasa, þótt sýningarsvæði þeirra sé ekki stórt. M. a. eru sýnd þar perlongólfteppi, sem hér hafa verið á boðstólum, myndavélar o. fl. slíkt, leikföng og ýmiss konar vefn- aðarvara. Rúmenska sýningin er minnst að vöxtum, en horfur eru á vaxandi við- skiptum milli Rúmena og íslendinga. Á sunnudagsmorguninn varð mikill bruni i Reykjavík, er rishæð stór- hýssins nr. 166 við Laugaveg, þar sem Trésmiðjan Víðir er til húsa, brann til ösku og skemmdir urðu á öðrum hæðum. Tjónið hefir verið lauslega metið á þrjár til fimm mill- jónir króna. Talið er víst að eldurinn liafi kom- ið upp í miðstöðvarherbergi iiússins, sem er i kjallara, en þaðan læstist hann upp eftir hæðunum meðfram leiðslum. Slökkviliðinu tókst þó fljót- lega að kæfa eldinn á öllum hæðum nema í risinu, þar sem miklar birgðir ails kyns eldfims varnings voru geymdar. Varð þar mikill eldur og brann allt, sem brunnið gat, nns jiekjan féll. * Stórbruni í Reykjavík Gunnar Salómonsson fimmtugur Hinn kunni aflraunamaður Gunnar Salómonsson verður fimmtugur 15. júlí n.k. Hann kveðst þó ekki ætla ae hætta aflraunum á næstunni, því að hann sé ungur ennþá og telji sér ekki krafta vant. Um þessar mundir er hann i seinustu sýningarferð sinni hér á landi og ætlar meðal annars að lyfta Fullsterk og Snorrahellunni. Gunnar er fæddur á Laxárbakka i Miklaholtshreppi, en hefir lengst af dvalist erlendis við sýningar. iV Á NORÐURPÓLNUM. — Þessu hylki var varpað út yfir norðurpólnum úr fyrstu SAS-flugvélinni, sem flaug ís- hafsleiðina til Tokíó. I hylkinu er mikrófilma af forsíðum ýmissa blaða er skrifuðu um flugið, fáni UNO og eintak af norðurpólsyfirlýsingunni, sem H. C. Hansen forsætisráðherra flutti á ensku um leið og vélin flaug yfir pólinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.