Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1958, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.06.1958, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Hans heilagleiki Píus XII. er 261. páfinn í röðinni, fæddur 2. mars 1876 og kjörinn páfi 2. mars 1939. Hann er fyrsti páfinn síðan Innocentius XIII., sem er ættaður frá Róm. PÁFI TÓLFTI trúfaðir 450 miljón sálna PÍUS Píus páfi tólfti lifir sem heilagur maður. Hann reykir ekki, drekkur aðeins létt vin, eins og aðrar þjóðir drekka mjólk, og lætur engin ellimörk á sér sjá, þótt hann sé orðinn 82 ára. Hann er meiri nú- tímamaður en margir fyrirrennarar hans. Til dæmis er hann fyrsti páfinn sem notar talsíma og ritvél, og hefir meira að segja keypt sér rafmagns-rakvél. Hann hefir yndi af að aka í bíl. Hann hefir gaman af tónlist, leikur á fiðlu og á úrvál af tónverkum Wagners á grammófónplötum. Þegar Píus ellefti dó, 10. febrúar 193!) þóttust margir vissari um hver verða mundi eftirmaður hans, en venjulega er um páfaskipti. Um langt skeið hafði ríkisritarinn, sem er einskonar veraidlegur stjórnandi Páfagarðs, látið mikið til sín taka. Nafn hans varð frægt i fyrri heims- styrjöldinni, er hann fyrir hönd páfa átti þátt í ýmsum sáttaumleitunum milli styrjaldaraðilanna, hann var þá varaskeifa í stjórnarráði páfans, en þótti hafa unnið starf sitt svo vel, að páfinn gerði hann að erkibiskupi árið 1917. Það var Benedictus XV. sem þá sat á stóli Péturs postula. Árið 1929 varð hann kardínáli og árið eftir var hann skipaður í ríkisritarastöðuna, sem hann gegndi i niu ár. Þessi maður var Eugenio Maria Giuseppe Pacelli. Ut á við var hann allra kardínála frægastur, og talinn slyngur stjórnamálamaður og manna fróðastur um það, setn gerðist bak við tjöldin um víða veröld. Og í hópi kjósenda sinna, kardínálanna, hefir liann líka haft mikið fylgi. Á þeim viðsjártímum i stjórnmálum, sem voru um þær mundir — þetta var eftir uppgjöf Chamberlains í Tékkóslov- akíudeilunni, og aðeins missiri áður en önnur heimsstyrjöldin skall á — munu kardínálarnir hafa litið svo á, að gott væri að hafa stjórnmálamann á páfastóli. Páfakosning Pacellis gekk greiðar en dæmi voru til áður í sög- unni. Hann náði áskildum meirihluta atkvæða, tveim þriðju, í þriðju at- rennu. Kosning páfans skal hefjast eigi fyrr en 15 dögum og ekki síðar en 28 dög- um eftir fráfall fyrri páfans. Þá eiga kardinálarnir að vera mættir, og eru þeir lokaðir inni meðan á kosning- uuni stendur. Eklci er stuiígið upp á neinu páfaefni, en kvölds og morgna fá kardínálarnir kjörseðil er þeir skrifa á nafn þess sem þeir helst vilja. I fyrstu umferð er að jafnaði fjöldi nafna á seðlunum en við næstu um- ferð heltast einhverjir úr iestinni, því að kardinálarnir hafa ludlast að einhverjum þeirra, sem mörg hefir atkvæðin. Kosningin cr leynileg. Við síðustu kosningu virðist Pacelli hafa fengið svo raörg atkvæði þegar i byrj- un, að 2/3 atkvæða féllu á hann þeg- ar í þiiðju atrenr.u. Þann 2. mars lagði hvítan reyk upp úr litlum strompi á Vatikaninu. Það var merki þess, að kosningin væri gengin um garð. Eftir hvcrja atkvæða- greiðslu er seðlunum brennt. en þeg- ar ekki næst nægur meirihluti er vot- um hálmi brennt með seðlunum, og verður reykurinn þá svartur. En þeg- ar seðlununi er brennt einum saman verður reykurinn hvítur. Og það sýnir að meirihluti hafi fengist. Það hefir stundum orðið meiri þraut að kjósa nýjan páfa. Morð og alls konar hrappmennska hefir stund- um verið við páfakosningar, svo sem þegar Roderigo Borgia var að keppa um embættið. Hann varð allra páfa frægastur að endemum, undir nafninu Alexander sjötti. Áðurnefndur dagur, 2. mars, var af- mælisdagur hins nýja páfa. Hann var að verða G3 ára. En kosningin er ekki gerð heyrum kunn fyrr en kardínál- arnir hafa gengið á fund hins ný- kjörna og liann hefir fallist á að taka að sér embættið. Það var gert daginn eftir kosninguna. Og þremur kortér- um síðar kom hinn nýi páfi út á sval- irnar, skrýddur hvitri skikkju og með stutta kápu á öxlunum. Hann tók sér nafnið Píus XII, og er 201. páfinn frá Pétri postula, sem talið er að hafa dáið árið 42. Ætt páfans, Pacelli-ættin hafði lengi verið nákomin hinni kaþólsku kirkju. Afi páfans stofnaði hið fyrsta opinbera blað páfastólsins. Faðir hans var einn af helstu lögfræðingum páfa- garðs, og lét son sinn fara að læra lil prests þegar hann var 17 ára. Ilann fékk hina bestu menntun, sem völ var á og var prestvígður árið 1899 er hann var 23 ára. Jafnframt lagði hann mikla stund á tungumálanám og var mikill málamaður. Sagt er að hann hafi lært þýslui til fullnustu á sex mánuðum. Og alls talar hann níu mál eins og innfæddur væri. Vakti hann athygli á fyrstu prestsárum sínum fyrir and- legt atgerfi og fékk nú stöðu í stjórn- arráði páfans. Hann varð von bráðar vara-ríkisritari, og 1917 gerði Bene- dikt páfi liann að erkibiskupi fyrir starf það,. sem hann hafði unnið i fyrri heimsstyrjöldinni. Árið 1925 hækkaði hann enn í tigninni og árið 1929 varð hann kardináli og rikisrit- ari eða utanríkisráðherra páfans árið eftir. Þessi utanríkisráðherra hafði opið auga fyrir veraldlegum cfnum, þ. e. stjórnmálum, ekki síður en andlegum og fór brátt orð af honum sem stjórn- málamanni. Hann ferðaðist mikið og hafði samband við fulltrúa kaþólsku kirkjunnar og kom nýrri skipun á utanríkismálin. l'áfakórónurnar tvær. Sú til vinstri var notuð þegar páfinn var krýndur. Ilún var smíöuð fyrir kringum hundr- að árum og hefir verið notuð við fimm páfakrýningar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.