Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 25

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 25
Nýr bar Myndir: Efri mynd- in: Ragnar Magnússon, Sigurbjörg Einarsdótt- ir og Helga Marteins- dóttir. Neðri myndin: Jón Jóhannsson barþjónn í ríki sínu. Enn geta vín- og matmenn glaðzt yfir unnum sigri. Varla líður svo sá dagur, að eitthvað sé ekki gert fyrir þá. Veit- ingahúsin keppast við að gera þeim til hæfis bæði í mat og drykk. Ekki alls fyrir löngu bauð hinn nýi framkvæmda- stjóri Röðuls blaðamönnum til kvöld- verðar. Var þeim boðið þar upp á gómsæta rétti. En Röðull hefur tekið upp þá nýlundu í rekstrinum, að fram- reiða kalt borð milli 7—9 hvert kvöld. Kalda borðið er undir stjórn Sigur- bjargar Einarsdóttur, sem hefur unnið við slík störf um margra ára skeið í Danmörku og Svíþjóð. enda bar borðið þess örugg merki, að sérfræðingur hafði farið höndum um það. Kræsing- ar voru ljúfengar og ekki er hægt að segja, að útlit réttanna hafi blekkt mann. ☆ Frá áramótum hefur starfað að Röðli ungur vestur-íslendingur söngvari, Har- vey Árnason að nafni. Hann er fæddur og uppalinn í Ortonvelle smáþorpi skammt frá Detroit í Michiganfylki. Harvey er hér aðallega til þess að læra íslenzku, en stundar söng í hjáverkum. Þess má geta hér til gamans, að faðir hans talar reiprennandi íslenzku. Harvey hefur ljómandi rödd, kann sig vel á sviði og ber það með sér, að hann : hafi sundað söng sem atvinnu erlendis. í Bandaríkjunum hefur Harvey sungið á allmörgum næturklúbbum í og kring- um Detroit. Einnig hefur hann sungið á svonefndum „supper — klúbbum". •k Árni Elvar, hljómsveitarstjóri á Röðli, sagði Harvey vera prýðissöngvara, sem gott væri að starfa með, en Harvey kemur í stað Hauks, Morthens. sem stofnað hefur sína eigin hljómsveit og syngur nú og leikur í Klúbbnum. Har- vey gat þess, að sér litist vel á íslend- inga, gestrisnin og alúðin í framkom- unni væri einstök. Harvey hafði ekki verið hér lengi, er hann lenti í heldur óskemmtilegu at- viki niður í Þjóðleikhúskjallara. Bar svo við, að Harvey söng nokkur lög til gamans þar, en var þá stöðvaður af Jóni Leifs Harvey kvað stúlkurnar hér vera laglegar margar hverjar, en benti þó á, að slíkar væru einnig til vestra. Harvey ei' aðeins 27 ára gamall og ólofaður. Hann virðist hafa náð miklum vinsældum á Röðli, því að þegar tók að líða á kvöldið, hópaðist fólkið út á dansgólfið og klappaði ó- spart hinum unga söngvara lof í lófa. ★ Þá er að minnast á nýjan bar, sem opnaður hefur verið að Röðli. Er hann á efri hæðinni. Hann er lítill en mjög smekklegur, staðsettur innst í salnum, girtur frá með tréverki, rimlum, svo að gestir geta notið veiganna í næði. Skúli Norðdahl og Jónas Sólmundsson sáu um uppsetningu barsins, en þar ríkir Jón Jóhannsson barþjónn, sem gengt hefur þjónstörfum í,Reykjavík um ára- bil. Jón bar ásamt aðstoðarmanni sín- um blaðamönnum veigar dýrar sem vel voru drukknar. Framkvæmdastjóri Röð- uls er Ragnar Magnússon, en staðinn rekur Helga Marteinsdóttir. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.