Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 16
1. Staðarhóls Páll er einn af sérkenni- legustu og stórbrotnustu valdamönnum á íslandi á 16. öld. Hann er frægur í sögum og sögnum, sakir stórbrotins skaps og sérkennilegrar skapgerðar. Hann var allt í senn, duttlungafullur, einarður, berorður, stórorður og gáfu- maður mikill, en jafnframt skáld gott, málafylgjumaður hinn mesti og ein- hver skarpvitrasti lagamaður samtíðar- sinnar. Honum var margt til lista lagt, en óþjál lund og blendinn tíðar- og aldarandi, urðu honum að fótakefli eins og oft vill verða um gáfaða og stór- geðja menn. Og ekki bætti það úr skák, að hann var hirðmaður Bakkusar kon- ungs — og á stundum allþaulsætinn á hirðbekkjum hans. Páll kvæntist ungur, Helgu Aradótt- ur lögmanns, Jónssonar biskups á Hól- um, Arasonar. Hann átti í brösum mikl- um að fá hennar, enda var í fyrstu naumlega talið jafnræði með þeim. En Páll vann sér ungur ríki, frægð og auð, og varð fljótlega mikilsmetinn, sakir málafylgju og lagaþekkingar. Þau Helga og Páll, voru bæði stórbrotin og óhemjugjörn. Þau urðu á æskuárum hrifin hvort af öðru. Þegar þau náðu loks saman, urðu ástir þeirra í fyrstu taumlausar og óvenjulegar, svo fá dæmi eru til slíks. Þau risu ekki úr rekkju fyrstu sex vikurnar eftir brúð kaupið, og fór rómur af slíku vítt um byggðir og vakti mikla athygli og um- tal. Alþýðan hefur ábyggilega talið slíkt ástafar fyrirfólks vott um mikla og óbilgjarna ást. En svo varð ekki í raun. Þó að ást Helgu og Páls væri svona tryllt í upphafi, fór nýjabrumið brátt af rekkjubrögðunum, og hvers- dagsleiki sambúðarinnar varð napur og tilbreytingalaus eftir skamma stund. Sannast þar sem oftar, að fátt er hverf- ulla í mannheimi en ástin, enda kom það brátt í ljós um ástafar Páls og Helgu. Ástaglóðin fölskvaðist brátt hjá Helgu og Páli. Þau áttu lítt skap saman í sambúð til lengdar, og varð margt til. Bæði voru stórgerð og lítt gefið að hliðra til. Páll var allra manna hispurs- lausastur í orðum, stóryrtur og skömm- óttur. En Helga Aradóttir dutlunga- full, drambsöm og tiltektarsöm. Hún varð fljótt öðrum konum einráðari og vildi fara sínu fram um það, sem henni datt í hug að framkvæma. Til er sögn um það, meðan hún var enn heimasæta á Grund hjá Þórunni föðursystur sinni, að hún fór eitt sinn ein að Möðruvöll- um í Eyjafirði að heimsækja Þorleif afa sinn. Hún hitti svo á, að hann var ekki heima né kona hans. Helga notaði tækifærið til þess að ná á sitt vald lyklum gamla mannsins að kistu hans, sem hann geymdi út í kirkju og varð- veittu skjöl hans og gögn um jarðeign- ir. Hún fékk móðursystur sína til að fara með sér í kirkjuna og vísa sér á lyklana, opnaði hún kisturnar og rótaði í þeim og athugaði skjöl og gerninga afa síns eftir vild. Þetta voru mestu 16 FÁLKINN gersemar og augnayndi gamla manns- ins og honum meira virði en nokkuð annað. Þegar Helga hafði athugað skjölin í næði um stund, tók hún nokk- ur og stakk í barm sér, en fáein eyði- lagði hún. Lét hún svo lyklana á sinn stað og hvarf aftur heim til Grundar. Svo liðu stundir fram, og Þorleifur Grímsson fór að athuga í kistur sínar. Saknaði hann þá nokkurra skjala og þótti slíkt illt og hafði orð á því við konu sína. Þótti þeim báðum undarlegt hvarf skjalanna en varð ekki af reki- stefnu út af því. Solveig Hallsdóttir kona hans, komst að því skömmu síðar, að Helga Aradóttir á Grund hefði verið á Möðruvöllum um dagstund, þegar þau hjónin voru fjarverandi. Henni datt strax í hug, að Helga væri völd að hvarfi skjalanna. Hún fékk Helgu á fund sinn, og innti hana eftir, hvort hún væri völd að skjalahvarfi afa síns. Eftir talsverðar vífilengjur játaði Helga, að hafa haft skjölin með sér til Grundar. Varð Helga föl skjalanna eftir talsverða umleitan. Solveig kom þeim síðan fyrir í kistum Þorleifs, án hans vitundar. í næsta sinn, er hann leit í kistur sínar og athugaði skjölin, fann hann- þau, sem honum voru horfin og þótti það undarlegt, en gladdist mjög yfir, og áleit að hér hefði gerst hálf- gert kraftaverk. Saga þessi er ósennileg í fljótu bragði, en þegar athuguð eru áhrifin og heimilisandinn á Grund, æskuheimili Helgu, og skipti Þorleifs Grímssonar sýslumanns og Jóns biskups Arasonar, er hægt að leiða að því rök að hún sé sönn. Þorleifur á Möðruvöllum, var eins og fleiri valdamenn á síðustu ára- tugum kaþólskunnar hér á landi mjög brotgjarn í ásta- og kvennamálum. Hann var því í hópi þeirra manna, sem hallaðist fljótt að siðabreytingunni. Þor- leifur kvæntist ungur Sigríði Sturlu- dóttur, en missti hana fljótlega. Hann átti með henni tvær dætur, Halldóru, konu Ara lögmanns og Þorbjörgu, er átti Orm lögmann Sturluson. Þorleifur fór utan um 1519 og dvaldi þar um 7 ára bil. Stundaði hann allmikið kvenna- far ytra, og er mælt að honum hafi verið kennt barn á hverju ári, sitt með hverri konunni. Þegar hann kom aftur til íslands um 1526, kvæntist hann öðru sinni, Solveigu Hallsdóttur, og er talið að þau hafi átt ástafar saman fyrr á árum. Solveig var snauð, er hún giftist og voru því ekki gerðir fjárskilmálar á milli hennar og Þorleifs. Árið 1550 mætti síra Ólafur Hjaltason, er síðar varð biskup á Hólum, allmiklum hrak- förum af Jóni biskupi Arasyni og mönnum hans, því að biskup grunaði Ólaf um tilhneigingu til hins nýja siðar. Hraktist Ólafur þá suður um fjöll. Þor- leifur Grímsson hitti Ólaf, er hann reið til alþingis, og tók hann með sér og fór með hann suður að Straumi í Hraun- um, og kom honum þar í skip, svo að hann komst til Danmerkur. Þessi liðveizla Þorleifs við síra Ólaf Hjaltason, hefur ábyggilega verið talið Ásta- og örlaga- saga frá 16. öfd. Þriðji hhiti Jón Gísiason tók saman mikið óhappaverk af Þórunni á Grund. Hún hefur álitið, að sýslumaður hafi með því sýnt föður sínum, Jóni biskupi, fullan fjandskap. Helga Aradóttir hef- ur heyrt þennan róm og talið sig lítt bundna skyldum um of við afa sinn fyrir þessar tiltektir hans. Hann var forsjármaður hennar og lögum réttum, eftir fráfall föður hennar og stóð hún til arfs eftir hann af mestum hluta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.