Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						0AÐ ganga hart fram í að framfylgja lögum um

kynvillu? Og hvers konar refsingar væru lik-

legar til þess að bera einhvern árangur? Þess-

um spurningum er vandsvarað, og þjóðfélagið

tekur mismunandi afstöðu í hinum ýmsu lönd-

um. Bretar hafa nýlega breytt afstöðu sinni

til þessara mála og fellt úr gildi refsilögin

varðandi kynvillu karlmanna. Það kom fram í

Kinseyskýrslúnum frægu á sínum tíma, að

aukin tilhneiging til kynvillu hjá karlmönnum var að miklu

leyti afleiðing sóknar konunnar inn á svið karlmannsins, bæði

hvað klæðaburð og ýmislegt annað snerti.

Sumar þjóðir, eins og t. d. Svisslendingar, sýna umburðar-

lyndi í þessum málum og láta það afskiptalaust hvernig kyn-

villingar haga lífi sínu.

Þjóðverjar hafa tekið gildandi refsilög sín um kynvillu til

umræðu, og fer hér á eftir úrdráttur skrifa þekkts vikublaðs

um þessi mál.

Blaðið spyr dr. Giese, sem veitir forstöðu stofnun, er vinnur

að rannsóknum á kynferðismálum: — Ber að ganga hart fram

.í að koma lögum yfir kynvillinga?

— Nei, svarar dr. Giese. — Það er fjarstæða að ætla sér

að breyta lífsháttum kynvillts manns.

Giese hefur rannsakað þessi mál á vegum stofnunar sinnar,

bæði með spurningalistum og viðtölum við einstaklinga. Helztu

niðurstöður hans eru þessar: 44% allra kynvillinga eiga

sama vin að staðaldri (pó að 11% þeirra séu kvæntir). 46%

hafa engan áhuga á föstum félagsskap. Þeir kynnast félögum

sínum á götunni (40%), á veitingahúsum (22%), og eftir

auglýsingum (12%).

Þetta eru hlutlausar tölulegar upplýsingar. En að baki þess-

ara talna býr það sem kynvillingar nefna „ást", þessara

manna, ótti þeirra og ö'rvænting:

Blaðamaður blaðsins hitti mann. sem við getum nefnt

Christian, í íbúð hans í Múnchen.

Christian er myndarlegur piltur, tæpra 25 ára, og vinnur

við listiðnað.

—  Atburðir þeir, sem ég ætla að skýra frá, sagði hann,

og röddin ber vott um nokkurn taugaæsing, — hafa komið

geysilegu róti á sálarlíf mitt.

•. Ég sat inni á einum barnum „okkar" og hafði ákveðið með

sjálfum mér, að þriðji maðurinn, sem ég sæi koma inn í

barinn, skyldi verða vinur minn, hvort sem það yrði lengri

eða skemmri tími. Sá fyrsti var sköllóttur skröggur, annar

var stráklingur, lítill fyrir mann að sjéu Sá þriðji var ungur

laglegur maður. Kunningi minn kynnti mig fyrir honum.

Við drukkum saman nokkrar viskíblöndur, síðan bauð hann

mér heim til sín. Herbergið hans var stórkostlegt. Það var

allt tjaldað í silki í fjólubláum lit. Húsgögnin voru glæsileg

og einmitt að mínum smekk.

— Þú ferð ekki að fara heim úr þessu, sagði hann, — Það

er orðið svo áliðið. Vertu hjá mér í nótt.

Þessi vinur minn hét Peter, og í þrjá mánuði sá ég ekki

sólina fyrir honum. Hann kom mér í kynni við ýmsa skemmti-

lega náunga, þ. á. m. Bernhard

— Treystu Peter ekki of vel, sagði hann við mig. — Hann

er nokkuð óstöðugur í rásinni.

Vikur liðu, og allt var í bezta gengi. Dag nokkurn sagði

Peter: — Komdu til mín í kvöld og borðaðu með mér kvöld-

verð.

Og á ný var ég staddur í þessu dásamlega fjólubláa her-

-bergi.

Peter hafði dúkað skrifborðið fyrir kvöldverðinn. Hjá disk-

inum mínum lá rósavöndur, og við hann var fest umslag.

Þetta var mjög leyndardómsfullt.

i Mér varð hálf órótt, og um leið og ég hafði lokið við kjúk-

linginn og grænmetið, ætlaði ég að rífa bréfið upp.

— Nei, ekki fyrr en á heimleiðinni. sagði Peter.

Ekki hafði ég ekið langan spöl í léigubílnum, þegar' ég

stóðst ekki lengur mátið og bað bílstjórann að nema staðar,

svo að ég gæti lesið bréfið.

Það var í einu orði sagt skelfilegt. Peter játaði fyrir mér,

að hann væri með smitandi berkla. Hann hefði nýlega kom-

izt að raun um þetta, og einnig það, að hann ætti skammt

eftir . ólifað. Hann færi til ftalíu nú á næstunni, en mundi

hafa samband við mig strax og hann kæmi heim.

Það þyrmdi yfir mig og ég fékk ofsalegan grátkrampa

þarna í bílnum. Nokkrum dögum síðar fór ég í ferðalag til

Sviss með bróður mínum til þess að reyna að dreifa hugan-

um. Þegar ég var kominn heim, beið ég Þess með eftirvænt-

ingu, að Peter léti í sér heyra.

Sunnudag nokkurn varð mér gengið inn í barinn okkar.

Og hvern sé ég þar frískan og sprækan í fylgd með ungum

manni — nema Peter vin minn?

—  Hefur Peter verið á ferðalagi? spurði ég framreiðslu-

stúlkuna.

— Nei, því þá það? Hann heiur verið hér á hverju kvöldi.

Nú skildi ég hvernig í öllu lá. í örvæntingu minni bauð

ég Bernhard heim með mér. Hann róaði mig og huggaði —

Slík sambönd standa yfirleitt ekki lengur, þú verður að sætta

þig við það, sagði hann.

Vinurinn Bernhard hafði rétt fyrir sér. Samkvæmt rann-

sóknum dr. Giese hafa yfir 70% kynvilltra átt fleiri en einn

fastan félaga. Samböndin rofna yfirleitt vegna brotthlaups

eða ótrúnaðar. En þetta fjöllyndi, sem er áberandi einkenni

í samskiptum kynvillinga, getur haft miklar hættur í för

með sér.

Kunnur lögfræðingur segir: — Æ ofan í æ furðar mig á

því, hve kynvillingar stofna til nýrra sambanda af mikilli

léttúð. Ég hef sagt við þessa náunga: — Þið skuluð ekki

kvarta, þó að þið hafið lent í fangelsi, heldur ættuð þið að

þakka ykkar sæla fyrir, að þið skulið ekki vera í líkhúsinu

í staðinn

Það kemur fram í skýrslum, að eltingaleikurinn verður

stundum alvarlegur, þegar kynvillingar leita sér félagsskapar

við einhverja utangarðsmenn á götunni. Jafnvel hafa morð

fylgt í kjölfarið.

Orsakir þess, að tilhneigingin til samkynja „ástar" nær

tökum á mönnum, eru margvíslegar. Það eru ekki alltaf erfið-

ar aðstæður í uppvextinum, sem leiða menn út á þessa braut.

Það kemur einnig fyrir, að grundvöllur að slíku er lagður

á „góðum heimilum", eins og viðtalið við Michael K., efnaðan

kaupmann um þrítugt. sýnir.

Blaðam.: Hver teljið þér að sé frumorsök þess, að þér eruð

„hinsegin"?

Michael K.: Ég vildi að ég vissi það sjálfur. E. t. v. byrjaði

það með því, að móðir mín hafði óskað þess að eignast dóttur

þegar hún átti mig. Hún lét mig sitja og prjóna og leika mér

að brúðum.

B.: Og hvað sagði faðir yðar við því?

M.: Hann hafði ekki hugmynd um þetta. Þegar hann kom

heim á kvöldin, hafði móðir mín falið brúðurnar og prjóna-

dótið. Reyndar hefur faðir minn sennilega átt einhverja sök

á því líka, að ég hneigðist til kynvillu.

B.: Gætuð þér skýrt nánar frá því?

£?¦'¦'{ ;.ri:;^A-^ICHAEL: Því ekki það? Faðir minn lagði

Ij^^^^^lWl frá upphafi mikla áherzlu á að vara mig

{.''';    V     9  við  kvenfólki.  Hann  málaði  fjandann  á

f      W    l  [  vegginn  og  sagði,  að ef ég  gerði stúlku

í- | J 'I barnshafandi, tefði það mig eða stöðvaði

\ B H 9 fyrir fullt og allt á námsbrautinni. Þessar

t H m || prédikanir um það, hve kvenfólk væri

Km^wÆ-JBI hættulegt, höfðu þau áhrif, að cg varð

BSwH      B  dauðhræddur, ef  stúlka  bara yrti á mig.

B.: Þér urðuð með öðrum orðum kynvilltur vegna hræðslu

við konur.

M.: Það var ekki aðeins þetta. Það var alltaf viðkvæðið

hjá pabba, hvað konur væru viðkvæmar og fíngerðar, það

yrði að umgangast þær af mikilli tillitssemi. En þegar ég

fór að kynnast kvenfólki nánar, komst ég að því, að konur

voru engan veginn svona afskaplega sérstakar, eins og faðir

minn hafði viljað vera láta.

B.: En hvar gætuð þér, að öllu samanlögðu, sagt að upp-

hafið væri að þessari tilhneigingu? Er hún meðfædd eða

áunnin?               ...

M.: Það veit ég ekki. Sálfræðinguiinn, sem ég talaði við,

taldi engan vafa leika á, að hún væri áunnin.

Framh. á bls. 41

FALKIN

N   19

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60