Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mjölnir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mjölnir

						8

MJÖLNIR

ing sú, sem löggjafarsamkundu ber, er ekki að-

eins þrotin, heldur henda menn dagsdaglega ó-

spart gaman að því og einstökum þingmönnum

þess. Aðalstörf þingsins eru fólgin í samningu

f járlaga, svo og annarra laga og f yrirmæla, er megi

verða þjóðinni að gagni. Og eigi það að takast,

verða þingmennirnir að vera hinir hæfustu menn,

sem þjóðin hefur á að skipa. Velferðarmál al-

mennings verða að vera þeim fyrsta hjartans

málefni, en hvorki eiginhagsmunir né flokkapólitík.

En eins og þingfyrirkomulagið er nú, svo úrelt

sem það er, er ekki góðs að vænta af starfsgetu

þess. Hinir fáfróðustu menn taka drjúgan þátt í

umræðum, jafnvel ölvaðir, á meðan sérfróðir

menn í hinum ýmsu greinum eru ekki spurðir

ráða, hvað þá atkvæðisbærir í atvinnumálum og

öðrum stórmálum. Þar á ofan bætist, að á síðari

árum hafa komizt inn á þing fjöldi manna, sem

af státgirnd sinni og metorðafíkn haf a þyrlað ryki

í augu almennings á Islandi. Þessir vesælu menn

hafa svo samþykkt hverja lántökuna á fætur

annarri og hert þannig vísvitandi á hengingaról

þeirri, sem þegar er lögð um háls íslenzku þjóð-

arinnar. — Hverri lántöku fylgir svo aukinn

skattur á allar stéttir, bæði í tollum og beinum

sköttum. Og nú er svo komið, að 10.000 kr. skatt-

ur (beinn) hvílir á herðum meðalkaupmanna í

Reykjavík, um leið og hver verzlunargreinin á

fætur annarri er hrifsuð undir stjórn auragráð-

ugra bitlingamanna í ríkiseinokun. Þess vegna

eru nú augu þjóðarinnar að opnast fyrir því, að

hér eru stjórnarvöldin fullum fetum að eyðileggja

eina af stærri stéttum landsins, en það er háska-

leg stjórnarbraut. Fyrsta skrefið til fullkomnaðs

sjálfræðis eftir 1943 er því, að varpa burtu hinni

marxistisku ríkisstjórn, sem illu heilli hefur setið

allt of lengi við völd, enda eru dagar hennar senn

taldir, því að nú er farið að leggja af henni póli-

tíska nálykt.

Það er óskift skoðun manna, að sundrung sú,

sem nú ríkir í þjóðfélaginu, sé hættuleg sjálfstæði

landsins. Orsakir hennar má flestar, ef ekki allar,

rekja til kommúnismans. Forráðamenn hans, sem

eru umboðsmenn rússneska guðleysingjafélagsins

hér á landi, hafa á síðari árum ekki aðeins beint

eiturörvum sínum til hinna fáfróðustu manna og

kvenna, heldur jafnvel notað fylgismenn sína, sem

eru í trúnaðarstöðum ríkisins, til að lauma villu-

kenningum sínum í barnssálirnar, sem vitanlegt

er,  að  eru  mótstöðulitlar gegn  öllum  skaðsam-

legum áhrifum.

Afleiðing þess er sú, að á þeim heimilum frið-

samra borgara, sem þessi sálsýki 20. aldarinnar,

kommúnisminn, hefur stungið sér niður á, er

rifrildi, ósamkomulag, já, jafnvel logandi hatur

daglegur viðburður, þar sem áður ríkti friður og

ró. — Þegar líkamlegar farsóttir geisa um landið,

er gert allt, sem hægt er, til að hefta útbreiðslu

þeirra. Er minni ástæða til þess að stemma stigu

fyrir þá heiftugustu sálsýkissótt, sem nokkurn

tíma hefur ógnað heimilisfriði og einingu íslenzkra

borgara? Það er í fremsta máta vítavert, að þing

og stjórn skuli ekki nú þegar leysa upp þann póli-

tíska óaldaflokk, sem forsmáir og svívirðir trúar-

brögð manna og góða siðu, lýsir opinberri and-

styggð sinni á lögum landsins og hlýðir þeim í

engu. Meirihluti þjóðarinnar veit um skaðsemi

Kommúnistaflokksins. Meirihluti þjóðarinnar vill

upplausn Kommúnistaflokksins hið skjótasta.

Þess vegna, góðir íslendingar! Standið við hlið

þjóðernissinna í baráttunni gegn öfgastefnunni.

Við munum ekki linna baráttunni fyrr en fullum

sigri er náð, kommúnismanum útrýmt að fullu og

öllu, og hann er gerður útlægur af Islandi um ald-

ur og æfi.

Til þess að nokkur von sé um, að Island geti

staðizt sem sjálfstætt ríki eftir 1943 og áður en

nokkrir samningar á heiðarlegum grundvelli geti

byrjað, þurfa skuldirnar við útlönd að minnka og

sundrungin að hverfa. Verði skuldaklafinn ekki

leystur, munu komandi ríkisstjórnir á íslandi ávalt

verða leppar erlends kúgunarvalds, sem mun

stjórna vorri fátæku þjóð með harðri hendi pen-

ingavaldsins. En nái skuldirnar að minnka og

sundrunginni að létta, geta Islendingar gengið

óhultir í faðm framtíðarinnar og vænzt hins bezta

af hinni frjóvgu mold föðurlandsins og auðlegð

hafsins.

Það er hlutverk þjóðarinnar í náinni framtíð að

skera úr, hvort hún vill heldur: vaxandi skuldir,

aukna skatta, logandi hatur og sundrung, eða frið

og gengi undir styrkri stjórn þjóðernissinna, sem

með eldlegum áhuga réttlætisins og brennandi

föðurlandsást berjast gegn myrkravöldunum, sem

vinna að því að koma íslenzku þjóðinni á kaldan

klaka.

Islandi allt!

Sigurjón Sigurðáson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16