Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 12

Iðnneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 12
1. mai avarp INSI 1. maí er baráttudagur verkalýðsins um allan heim. 1. maí er þó ekki haldinn há- tíðlegur alls staðar, en víðast hvar í heiminum kemur fólk saman og setur fram kröfur vinnandi stéttar. Stjómvöld í þó nokkmm ríkjum hafa bannað öll hátíðarhöld á 1. maí, nærtækasta dæmið er Rússland þar sem óeirðalög- reglu er sigað á fólk sem kem- ur saman af þessu tilefni. Hin alþjóðlega verkalýðslireyfing verður að vera á varðbergi gagnvart þeirri þróun sem breytt heimsmynd og aukið vald auðvaldsins hefur á verkalýðsmál. Atvinnuleysi Enn einn atvinnuleysisvet- urinn er að baki, milli sjö og átta þúsund Islendingar em atvinnulausir. Því miður virð- ast engar raunhæfar aðgerðir í sjónmáli til að spoma við við- varandi atvinnuleysi á ís- landi. Sumir gera sér ekki grein fyrir því hvaða „tölur" þetta em, sjö til átta þúsund, aðeins tölur á blaði. Á bak við þessar tölur er lifandi fólk, fólk sem margt hvert er að upplifa fjölskylduharmleik. Á bak við þessar tölur em þús- undir fjölskyldna og tugþús- undir bama og aðstandenda. Allir þekkja einhverja sem em án atvinnu. Síðan atvinnuleysið jókst hefur hjónaskilnuðmn fjölgað gífurlega og fjölskyldur flosn- að upp. Þetta er háalvarlegt mál í þjóðfélagi sem segir að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins. I kjölfar viðvar- andi atvinnuleysis fylga auknir glæpir. Þessari þróun verður ekki snúið við nema að atvinnuleysinu linni. Margar kenningar em um atvinnuleysi. Ein er sú að það verði að vera hæfilegt at- vinnuleysi til þess að atvinnu- lífið geti valið úr fólk. Onnur, að margt af því fólki sem er at- vinnulaust nenni ekki að vinna. Þriðja, að notast megi við atvinnuleysi sem hag- stjómartæki. Verst af öllu er þó sú að atvinnuleysi sé af- leiðing bágrar afkomu fyrir- tækja vegna of hárra launa og því þurfi að lækka laun! Síðan atvinnuleysi jókst hér á landi hefur kaupmáttur launa hrunið og er nú svo komið að félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar greiðir hærri framfærslustyrk en sem nemur lágmarkslaunum í landinu. Atvinnuleysisbætur em heldur ekki beysnar, bæt- umar duga engan veginn fyr- ir lágmarksframfærslu. Atvhmuleysisvofan er orðin það alræmd að atvhmurek- endur skáka sér í skjóli hennar og nauðbeygja þannig launa- fólk til undirgefni. Ekki mun líða á löngu þar til atvinnurek- endur ná tangarhaldi á verka- lýðshreyfingumh vegna ótta almennra launamanna um at- vinnuöryggi, starfi þeir að verkalýðsmálum. Hvað verð- ur þá um þau réttindi sem tek- ið hefur áratugi, eða árhund- rað að vinna að? Markaðslögmálið! Það er skoðun Verzlunar- ráðs Islands að nauðsynlegt sé að hafa „hæfilegt" atvmnu- leysi til þess að atvinnulífið geti nýtt það vinnuafl sem því þóknast. Samfélagið er orðið sýkt af þessum áróðri. At- vinnurekendur vilja ekki ráða til sín fólk sem er komið yfir fhnmtugt eða konur á bam- eignaraldri. Þessi stóri þjóðfé- lagshópur hefur orðið hvað verst úti. Þeir sem boða fagnaðarer- indið um markaðslögmálið em famir að bíta í skottið á sjálfum sér! Það vita það allir að launafólk sem ekki hefur mannsæmandi laun getur ekki keypt vöm og þjónustu í neinum mæh. Við aukið at- vinnuleysi og lækkun laxma hrynur innri markaðurhm og þá um leið möguleiki á mark- aðssetningu á ytri mörkuðum. Mannsæmandi laun hafa margfeldisáhrif út í þjóðfélag- ið, m.a. auknar tekjur fyrir rík- issjóð og aukinn hagnað fyrir- tækjanna. Rökin fyrir því að laun á Islandi megi ekki hækka, svo að afkomu fyrir- tækja verði ekki ógnað, á ekki við rök að styðjast. Ef htið er til nágrannalandanna sést glögg- lega að sambærileg fyrirtæki, sem búa við sama hráefnis- verð, greiða helmingi hærri laun en á Islandi. Stöðugleiki! Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem sat á síðasta kjörtínrabili jók gríðar- lega tekjumisréttið í þjóðfélag- inu. Skattar vom lækkaðir á fyrirtækjum og velt yfir á tekjulægsta hópinn í þjóðfé- laginu í formi ótekjutengdra jaðarsskatta. Millistéttar og hátekjufólk gat keypt sér ýms- an skattaafslátt í formi verð- bréfa og hlutabréfa. Á sama tíma vom bamabætur skertar og skattleysismörk lækkuð. Kaupmáttur launa hrundi og atvinnuleysið hélt áfram að aukast. Þessi sama ríkisstjóm hrósaði sér í lok kjörtímabils- ins af þeim stöðugleika sem ríkti í þjóðfélaginu. Er það stöðugleiki að fólk á atvinnuleysisbótum þurfi að leita á náðir félagsmálastofn- aima? Stöðugleiki, að kaup- máttur launa lækki? Stöðug- leiki, að sjö til átta þúsundh ís- lendinga gangi um atvinnu- lausir? Stöðugleiki, að skatt- leysismörk séu undir fátækt- armörkum? Stöðugleiki, að skattar hækki? Slíkur stöðug- leiki er félagslegt ranglæti. Launamisrétti Þegar stór hluti launafólks getur ekki framfleytt sér án þess að fá félagslega aðstoð, á meðan aðrir flatmaga á sólar- strönd reglulega án þess að vinna fullan vinnudag, þá er komið hrópandi launamis- rétti. Ofan á launamisrétti starfsstétta höfum við nú fengið að sjá hyldjúpt misrétti milli kynjaima. Þess em dæmi að konur sem stunda sama starf og karlar og inna jafn mikið af hendi fái helmingi lægri laun. Verkalýðshreyf- ingin getur ekki sætt sig við þetta ranglæti öllu meir, nú er thni til kominn að snúa við blaðinu. Réttindabrot á iðnnemum Seint virðist ætla að lirtna réttindabrotum á iðnnemum. Verstir í þessum efnum em meistarar og iðnfyrirtæki í þjónustugreinum, s.s. mat- reiðslu-, framreiðslu- og háriðnum. Það virðist þurfa stöðugt eftirht með þessum aðilum og öflugt upplýsinga- flæði til iðnnema í þessum gremum til að til að koma í veg fyrir að allt keyri í þver- bak í þessum ehium. Alvar- legast í þessum efnum er þó þegar fyrirtæki blekkja ung- menni og telja þeim trú um að þau séu á samning hjá við- komandi þrátt fyrir að ekkert nemaleyfi sé fyrir hendi, enda aðstæður á engan hátt fuh- nægjandi til að þar fari fram kennsla í iðngreininni. Iðnnemasamband íslands stóð fyrir viðamikilli kjara- könnum í lok síðasta árs í hár- 1 2 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.