Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 7
UNDIRBOÐ! Við höfum flest heyrt um slíkt, hingað og þangað í hinum og þessum greinum atvinnulífsins, stundum okkar eigin, þar sem jafnvel algörir nördar, besservisserar, fúskarar og fávitar eru að stórgræða á að und- irbjóða vinnumarkað- inn. Vera sem sagt undirbófi. M ^ , auðvitað er ^ W það freistandi að „taka þátt" þegar maður t.d.kemst ekki í starfsþjálfunar- samning eftir skóla, búinn að vera atvinnulaus í tvo til þrjá mánuði og þurfa jafnvel fyrir fjölskyldu að sjá, horfa síðan á eitthvert algjört gerpi fá stöðuna sem maður var að vonast eftir að fá. Bara vegna þess að hann vildi vinna fyrir aðeins minna tímakaup en maður sjálfur. Kannast þú við slíkt? Ég held að ég viti hvað gerist næst, meir að segja hvað þú myndir gera. Þú gerir ekki neitt! Nema kannski þú hugsir þig betur um næst ef þessi staða kemur upp aftur. Það er náttúrulega algjörlega út í hött að fara að koma slæmu orði á sig, vera óróaseggur, kjaftaskur, o.s.frv. áður en þú kemst á vinnumarkaðinn. Svo þarf gerpið að borga með þessum tveimur krógum sem það skuldar meðlög með og er þar að auki að fá eitt í viðbót í hausinn. Nei, það borgar sig ekkert að vera að standa í einhverri vit- leysu. Eða hvað? Hvað segir sveinafélagið þitt um slík undirboð? Ég get alveg svarað því, þeir verða alveg bandsjóðandi snældu- vitlausir og það eina sem þú græðir á því, ef þú myndir „syngja" í félagið, er traust þeirra, sem er nú alls ekki svo lítið, núna á þessum síðustu og verstu. Það er nefnilega mikið betra að vera með allt sitt á hreinu, bæði samkvæmt félögum sínum og lögum, þetta er nefnilega alveg kolólöglegt og þar af leiðandi ekki þess virði að missa af þeim félagsréttindum sem í boði eru, þó þú sért atvinnulaus. Nú kynnu ein- hverjir að segja að það sé nú betra að bjarga sér, frekar en að sitja aðgerðar- laus þegar „allir" hinir eru að gera það sama. Ef þú lesandi góður verður var við þetta sjónarmið hjá félaga þínum máttu ábyrgjast að hann hafi eitthvað óhreint í pokahorninu. Það er nefni- lega ekki bara atvinnurekandinn sem mun teljast lögbrjótur í svona máli, heldur líka launþeginn því það er jú hann sem samþykkir þessa ráðstöfun og gerist þar með samsekur. Hvar vild- ir þú vera staðsettur gagnvart ríkinu, félögum þínum, fjölskyldu og vinum þegar upp kemst? Er þá ekki betra að vera óróaseggur og kjaftaskur í augum þessa eina ó- heiðarlega vinnuveitenda. En á- reiðanlegur, öruggur og umfram allt heiðarlegur starfskraftur í augum allra hinna, ég tala nú ekki um í augum starfssystkina þinna. Hvort vilt þú? í vetur, að frumkvæði Iðnnema- sambands Islands, mun verða haldin ráðstefna um þetta mál. Þegar þú lest þessar línur verður áræðanlega verið að finna dag- setningu fyrir þessa stefnu en hana munu sitja öll helstu samtök launafólks á íslandi og vonandi víðar frá. Farið verður yfir hvern- ig launafólk getur barist gegn lögbrotum af þessu tagi og bætt úr við- komandi fyrirkomulagi. Þeir iðnnemar sem eiga þess ekki kost að tjá sig við sitt sveinafélag eða vilja fá nánari upplýsingar um stöðu mála bjóðum við velkomna til okkar á skrifstofuna, Skólavörðustíg 19, eða hringja í okkur í síma 551 4410 til skrafs og ráðagerða. Fyrir hönd ÍNSÍ Sævar Óli Helgason IÐNNEMINN 7

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.