Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 16

Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 16
r Það olli miklu fjaðrafoki þegar upp komst um að- gerðir stjórnar Ríkisspítal- anna gagnvart Iðnnema- sambandi íslands. Einhver toppur í kerfinu tók sig til og hætti að borga matar- tækninemum kaup, sagði bara; Eldhús ríkisspítalanna hefur ekki efni á að borga nemum í starfsþjálfun leng- ur kaup. Sá aðili sem þessir nemar treysta fyrir kjara- málum sínum var ekki lát- inn vita ( INSÍ) En skóla- stjórn Fjölbrautarskólans í Breiðholti var náðarsamleg- ast tilkynnt að þeir nemar sem sæktu um að komast að í starfsþjálfun gætu ekki vænst þess að fá greitt fyrir störf sín í framtíðinni. Náttúrulega var skólastjórn FB annt um nemendur sína og þau hugsuðu upp ráð til að bæta þeim tekjutapið, sem er í raun dæmigert fyrir aðila sem ekki kann að vinna að kjaramálum, stjórnin sótti um að matartæknibraut yrði tekin inn í lánasjóðskerfið. Því var hafnað af stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna en málið var komið á skrið. í stjórn lánasjóðsins hefur Iðnnema- sambandið fulltrúa sem þótti skrítið að vera að heyra fyrst af þessu máli, inni á borði hjá Lánasjóðnum. Kom þá í ljós að báðar stjórnir fyrrgreindra aðila, hreinlega vissu ekki að svona mál átti að heyra undir Iðnnemasambandið, en bíðum við, hvorki skólastjórn né stjórn Ríkisspítalanna hafði samband við Al- þýðusambandið eða nokkurt annað verkalýðsfélag. Félag matartækna rit- aði hinsvegar formanni INSI, Hreini Sigurðssyni algjörlega fáranlegt bréf um að formaður Félags matartækna sé í nefnd á vegum Menntamálaráðu- neytis um skipulagningu námsins og hve vel deildarstjóri matvælasviðs FB beri hag nemenda fyrir brjósti. Þessu skal svarað hér. Skólastjórn FB átti, ef hún „ber hag nemenda fyrir brjósti", að láta viðkomandi stéttarfélag nem- enda (INSI) vita af fyrirhugaðri kjara- skerðingu sem ríkisvaldið tók einhliða ákvörðun um. Þess má geta að undir- ritaður hefur upplýst forseta ASI, Benedikt Davíðsson, um málið og hef- ur hann lýst vanþóknun á aðgerðum sem þessum og hefur heitið INSI full- um stuðningi í máli þessu. Mál þetta er mjög alvarlegs eðlis því að ef Ríkisspítalarnir komast upp með slíkt við okkur er nokkuð víst að aðrar starfsgreinar munu fylgja í kjölfarið og áður en við vitum verður allt starfs- nám orðið launalaust. Það er umhugsunarefni hvernig rík- ispítalarnir hafa komið fram í þessu máli því að eins og Hitler hefur stjórn Ríkisspítalanna nú ráðist á einn minnsta og veikbyggðasta hópinn. Hvað gerði ekki Adolf gamli? Byrjaði hann ekki á því að tína út minnstu hópana? Hver veit, kannski eru sjúkra- liðar næstir. Ég meina, hversu langt er hægt að ganga á starfsfólki spítalanna með slíkum fasískum vinnubrögðum? Er ekki ráð að stöðva svona athafnir í fæðingu! Þegar matartækninemar komu á skrifstofu Iðnnemasambandsins og lýstu þeirri óánægju- og vanmáttartil- finningu sem heltekur fólk í þessarri stöðu, þá var ekki gaman að sjá þann fyrirlitningartón sem skein út úr bréfi formanns Félags matartækna. I staðinn fyrir að standa saman og reyna að ná árangri í sameiginlegri baráttu, hefur Félag matartækna greinilega full- komna fyrirlitningu á kjörum og kjara- málum fólksins sem eiga að verða framtíðarfélagsmenn þess. Ég held að stjórn Félags matartækna ætti að fara að íhuga þau mál, með til- liti til framtíðar félagsins. Virðingarfyllst Sævar ÓLi Helgason Formaður kjaramálanefndar Iðnnemasambands Islands 16 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.