Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 23

Iðnneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 23
Fyrir einhverjum árum, tóku nokkrir útsmognir aðilar sig til og dreifðu merkilegri vél í hundraðatali út um allt land. Tæki þetta stendur yfirleitt uppi á borði í sjoppum, verslunum, bensín- stöðvum og öðrum álíka stöðum. Vélin er í gangi alla virka daga og dælir út úr sér með ógurlegum öskrum og bægslagangi, pappírsmiðum með fyrirfram sviknum loforðum um ríki- dæmi og áhyggjulaust líf. Vélin er þeirrar náttúru gædd, eins og nafnið sem ég hef gefið henni bendir til, að hún dregur að sér fávita með ótrúleg- um krafti og er lygilega langdræg. Fíflin hópast á fund vélarinnar enda er agnið skothelt, hefur a.m.k. alltaf virkað vel sem gulrót fyrir framan nef- ið á íslenskum ösnum. PENINGAR. Hellingur af þeim. Þú getur uppfyllt alla blautu draumana þína og gott bet- ur en það. Segullinn lofar þér pening- um, en þegar hann hefur náð þér á sitt vald, tekur hann þá af þér með full- komnu miskunnarleysi. Hann er harð- ari en skatturinn, kosturinn við hann er hinsvegar sá að þú lætur krónurnar af hendi með bros á vör. Það hvarflar ekki að þér að svíkjast undan að borga honum. Hann ætlar sér þó ekki að mal- bika fyrir þig göturnar eða moka snjó- inn af þeim. Það eina sem hann lætur þig fá í staðinn fyrir aurana þína er harður skeinipappír með tölum á. Auðvitað eru þetta ekki tóm svik enda standa engir glæpamenn að baki seglinum. Ekki mafían, kolkrabbinn, kirkjan eða ríkið, heldur íþróttamenn og góðgerðasamtök. Ergo! Heilagir menn. Enda eru þeir ekkert að svindla. Gulrótin er til, það er hægt að græða á seglinum en það er líka hægt að fá eld- ingu í hausinn og það er alltaf smá séns á að ég eigi eftir að eyða nótt með Claudiu Schiffer. Þessir skokkarar bjóða semsagt uppá þennan mögu- leika á auðæfum gegn vægu gjaldi. Og hverjir falla fyrir þessu? Trúlega þeir sem hafa ekkert efni á því. Islendingar eru á hausnum, í það minnsta halda þeir því fram fullum fetum dagsdaglega. Þeir eru atvinnu- lausir og þeir sem njóta þeirrar bless- unar að hafa vinnu eru engu bættari, af því þeir eru svo illa launaðir að þeir geta ekkert látið eftir sér. Þeir eiga ekki fyrir mat. En þeir eiga alltaf fyrir inni- stæðulausri ávísun úr fávitaseglinum. Enda er staðreyndin sú að Islendingar eiga alltaf pening nema þegar þeir þurfa að kaupa mat. Þeir eiga alltaf, ég endurtek alltaf fyrir þessum fyrr- nefndu miðum, í miðri viku eiga þeir alltaf nóg aflögu til þess að gefa helvít- is skandinavalufsunum gommu af seðlum, en væla samt um að það sé ekki til mjólk handa börnunum. Það hlýtur að vera rík þjóð sem getur hent milljónum í viku hverri í ekki neitt. Segullinn fer ekki í manngreinarálit, hann féflettir alla jafnt. Stundum vill- ast menn sem eiga að heita skynsamir inní aðdráttarafl hans. Þeir hafa ekki þetta dæmigerða yfirbragð fávitans, þeir eru oftar en ekki með bindi, í frökkum og skrifa undir tékka með fín- um pennum - ekki Bic eða „ég stal þessum penna frá gjaldþrota útvarps- stöð" pennum. Þeir eru ekki með fúla skeggbrodda, hálft rassgatið uppúr illa girtum, dökkbláum gallabuxunum og frekjulegan fáfræðitóninn í röddinni. En þrátt fyrir menntun og fyrri störf og þá staðreynd að þeir hafa aldrei verið atvinnubílstjórar, ráða þeir ekki við sig. Þeir bara verða að kaupa - en þeir hafa rænu á að skammast sín. Þeir vita að þeir eru að láta einsog fífl og að þátttaka í þessum skrípaleik á ekkert sameiginlegt með heilbrigðu skynsem- inni sem þeir tilbiðja svo auðmjúklega. Tilþrifin sem bindishnútarnir hafa í frammi þegar þeir falla í freistni, eru næstum aumkunarverðari en sárs- aukafull heimska múgsins. Það er einsog þeir séu að taka þá allra gróf- ustu úr svörtu möppunni úti á leigu. Þeir roðna og stama. „Best að prufa þetta svona einu sinni", „Eg hef nú aldrei gert svona áður" eða hið klass- íska „Eg ætla að fá einn fyrir konuna". Þeim er virkilega vorkunn að týna sér í múgsefjuninni. Vitandi það að þetta er alveg einsog trúarbrögð, framleitt fyrir skynlausar skepnur og andlegar eyði- merkur. Máttur segulsins er mikill. Hann fær jarðbundna skynsemisdýrk- endur til að láta einsog örvita. Gefur öreigunum von um gull og græna skóga um leið og hann plokkar af þeim síðustu hundraðkallana. Hann getur fyllt innantóm líf hinna vonlausu. Fólk sem á sér engin áhugamál, kann ekki að hugsa, njóta bóka, kvikmynda og annars andans fóðurs, gefur lífi sínu tilgang með því að leggja stund á alls- konar hallærislega og innantóma iðju. Líkamsrækt hefur löngum verið vin- sælasta sementið í tómarúm þeirra sem hafa aldrei orðið háðir því að nota heilann til að hugsa með. Þeir sem á- netjast fávitaseglinum þurfa ekki á neinu öðru að halda. Ekki brennivíni, kynlífi, ekki einu sinni líkamsrækt. Líf þeirra verður svo fullkomið í fáránleik- anum og biðin eftir næsta drætti, hin næstum óbærilega spenna, getur ein eytt öllu þunglyndi. Oll eftirsjá hverf- ur, allar röngu ákvarðanirnar, allt bullshittið hættir að skipta máli. Það eru tvær drættir í viku. Spennu- þrungnar samfarir manns og vélar, sem djöflast með föstum takti í átt til hinnar kynngimögnuðu fullnægingar, hinnar einu sönnu. Augnabliks alsæla og áður en hámarkinu er náð, hrynur allt með þungri vonbrigðastunu.....oohhhhhh....það munaði svo litlu.......bara einni tölu....bara einum tug. Bla bla bla bla bla. Jæja, þetta kemur næst. Þrír dagar til þess að kæla sig niður fyrir næstu lotu. Svona gengur þetta fyrir sig viku eftir viku. Ár efir ár. Innantóm eymdarlíf fyllast gleði og spennu. Nóg fyrir kaffikerlingarnar í stigagöngun- um til að blaðra um. Alltaf hægt að drepa tímann, með því að trítla, jafnvel leiðast(fátæklingarómantík)að næsta segli og láta „renna miðunum í gegn" Það er í nógu að snúast kringum þetta eilífðarhobbý hinna einföldu sem bíða þolinmóðir og öruggir eftir að það tak- ist. IÐNNEMINN 25

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.