Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 4

Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 4
Islenskt dagsverk ‘97 -Menntun til frelsis! > 13 13 QJ QJs QJ tn rd Q_ Q) í S LENS KT’Qiy DAGSVERKyí Frá því í maí 1996 hafa íslensku námsmanna- hreyfingarnar Iðnnemasamband Islands, Bandalag íslenskra sérskólanema, Félag fram- haldsskólanema og Stúdentaráð Háskóla íslands unnið að undirbúningi fyrir verkefnið íslenskt dagsverk ‘97. Um er að ræða grein af meiði verkefnis sem á sér yfir þrjátíu ára sögu á hinum Norðurlöndunum þar senr það er unnið undir heitinu Operation Dagsværk. Markmið þessa verkefnis er tvíþætt: í fyrsta lagi beitir norrænt skólafólk sér fyrir því að safna fé til uppbyggingar menntunar í löndunum í Suðri. Það er gert með því að yfirgefa skólastofurnar í einn dag, þann 13. mars 1997 að þessu sinni, og taka að sér ýmiskonar verkefni sem gefa af sér tekjur. Afrakstur dagsins rennur í sjóð sem nýttur er til námsuppbyggingarinnar. I öðru lagi fylgir fræðsluskylda verkefninu. Samið er kennarahefti sem fer inn í alla skóla og notað er til kennslu vikuna fyrir söfnunardaginn. Gefið er út blað sem inniheldur fróðleik urn sitt hvað sem verkefninu tengist og greinargóðar upplýsingar um það land sem styrkt er hverju sinni. í stuttu máli sagt leggja aðstandendur verkefnisins sig fram um að kynna verkefnið; menningu, sögu, landa- fræði, trúarbrögð og félagslega upp- byggingu þess lands sem styrkt er. íslenskt dagsverk ‘97 er samstöðu- verkefni og rniðar að því að skólafólk á íslandi sýni samhug í verki með jafnöldrum í löndunum í Suðri. Með því að helga hluta af nárni sínu þeim sern verr eru settir og leggja sig fram um að fræðast um og skilja aðstæður þeirra skapast grundvöllur fyrir samvinnu. Aðstoðin byggir þá ekki lengur á vorkunn, heldur því að menn kannast við eigin ábyrgð og knýjandi nauðsyn á breytingu til batnaðar. Þegar farið var af stað með undirbúning verkefnisins var leitað til allra hjálparstofnana á íslandi um samstarf. Nauðsynlegt er að náms- menn hafi samvinnu við einhverja þá aðila sem hafa reynslu af þróunarað- stoð og skipulagningu starfs sem þessa. Niðurstaðan varð sú að gengið var til samstarfs við Hjálparstofnun kirkjunn- ar. Það kom svo í hennar hlut að benda okkur á verkefni sem félli að markmiðum Dags- verksins. Það verkefni sem fyrir valinu varð var aðstoð við uppbyggingu á iðnnámi meðal hinna stéttlausu á Indlandi. Fyrir liggja skýrlsur unt tillögur að iðnnámi frá tvennum samtökum á Indlandi; The United Christian Church of India (UCCI) og Social Action Movement (SAM). UCCI hefur aðsetur í Ketankonda, einu elsta þorpi í Andhra Pradesh fylki sem staðsett er um 25 km. frá Vijaywadaborg. Fyrir þessum samtökum fer Séra John Winston. SAM eru óháð samtök sem hafa unnið að félagslegum umbótum í Chengalpattu héraði í Tamil Nadu fylki í 11 ár. Forstöðumaður þessara samtaka er kaþóslki presturinn faðir Martin. íslenskir nemendur taka að sér að safna öllu því fjármagni sem þeim framast er unnt til framkvæmdanna en um framkvæmdina sjálfa rnunu þessi samtök alfarið sjá um. Við teljum í alla staði eðlilegast að láta uppbygginguna í hendur heimamanna sem gjörþekkja allar aðstæður og vita þar af leiðandi best Itvað gera þarf. Með því að gefa ungum stéttlausum indverjum tækifæri til iðnnáms öðlast þeir möguleika á því að fá vinnu að námi loknu eða korna á stofn eigin atvinnurekstri. Þar með verður leiðin til sjálfsbjargar greið. Þetta er í þriðja sinn sem íslendingar beita sér fyrir þessu verkefni og alltaf hefur Iðnnema- samband íslands verið í framvarðarsveitinni. Arið 1985 og 1991 tókum við þátt í sarnnor- rænum verkefnum sem bæði tókust rnjög vel. I verkefninu 1991 rann söfnunarfé til Brasilíu og söfnuðust hér á landi 4.3 milljónir íslenskra króna sem nýst hafa til þess að bæta hag rétt tæplega fjögurþúsund brasílskra ungmenna. Upphaflega stóðu vonir til þess að unnt yrði að koma um tvöþúsund manns til aðstoðar þannig að verkefnið skilaði betri árangri en ráð var fyrir gert.l I ár dreymir okk,ur um að gera enn betur og stefnum á að safna lágmark 7 milljónum. Framlag allra skiptir máli og þess vegna er mikilvægt að hver og einn leggi sitt af mörkum til þess að vel megi takast. Sýnum samstöðu! Vinnum að úrbótum þann 13. mars. Séra Martin frá Indlandi: Getum helst hjálpað þeim stéttlausu með því að útvega þeim jarðir. — “Það sem helst getur komið stéttlausa fólkinu til góða er að eignast jarðnæði þar sem það getur komið upp íbúðarhúsnæði sínu, ræktað matvæli og haft af því framfæri sitt. Með því móti verður það óháð duttlungum yfirstéttanna sem vilja halda þeim niðri og nota þá nánast sem þræla til að þvo fyrir sig eða vinna á ökrunum fyrir lítið sem ekkert kaup.” Þetta var rneðal þess sem faðir Martin eða séra Martin, kaþólskur prestur og stjórnmála- fræðingur, fjallaði um í fyrirlestri 4 I ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.