Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 10

Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 10
Eru iðnnemar aðeins ódýrt vii egar maður hefur skólagöngu í iðnnámi hugsar maður um ýmsa hluti áður en maður hefur nám t.d. er ég tilbúinn að stunda þá iðn, sem ég hef Iært, alla mína ævi. Oft er það mjög erf- itt fyrir nema að ákveða í hvaða nám skal fara. Mjög gott er að hafa áhuga á iðngreininni en oft horfa rnenn frekar á launin sem eru í boði. Það er ekki sama við hvaða iðn maður vinnur við, launa- mismunur nema er gífulegur allt upp í 150%. Þcir nemar sem eru á hærri laununum hafa oftast sveinafélögin á bak við sig, en það virðist ekki vera nóg í vissum tilfellum. Það er traðkað á þeim nemum sem eru utan félaga með þeim hætti að þeim eru borguð laun undir þeim mörkum að hægt sé að lifa á þeim. Dæmi um iðgrein þar sem nemar eru í þessari stöðu eru kokkanemar, sumir eru á launum allt niður í 23.000 kr á niánuði fyrir flilla vinnu! I mörgum tilfellum er það þannig að nemar halda uppi vinnunni á staðnum. T.d. geta verktakar boðið lærra í verk með því að hafa fjöldann allann af nemum á launaskrá. Eins og áður er greint frá talaði ég um það þegar nemar eru utan sveinafélaga t.d. í hárgreiðslu þar eru launin mjög lág en það er vegna þess að laun sveina eru líka lág. Það virðist vera stefna Vinnuveitendasambands- ins (VSI) að hafa laun iðnema sem lægst, í sumum tilfellum er enginn sem semur fyrir iðnnema og virðist VSI ekkert vilja gera í því máli sem er mjög skrítið. Með því að hafa reglur um laun iðnnema og hver samnigsaðilinn er verður launaréttur þeirra skýrari. Þegar samingar standa yfir við sveinafélögin þá er rætt um kröfur iðnnema síðast. En það gildir ekki um öll félögin t.d. Rafiðnaðarsambandið hefur ætíð staðið á bak við sína nema og jafnvel neitað að skrifa undir samninga vegna nemalauna. Líka sannast það að rafiðnaðarnemar eru mikið yfirborgaðir, langt yfir taxta en eru þó með hæstu taxta sem nemum er borgað. En í sumum iðngreinum er borgað stíft eftir taxta, yfirleitt í sömu iðngreinum er oftast um réttindabrot á iðnnemum. En þetta á ekki við alla því sumir meistarar borga vel sínum starfsmönnum og það sést að á þeim vinnustöðum er mun betri vinnuandi og vinnan er betri. I sumum iðngreinum eru ekki virk sveinafélög og sést það vel hversu illa er borgað í þeim iðngreinum. Því meiri virkni í nemafélögunum því rneira er hlustað á nemana. Því að í flestum tilfellum vita þeir sem vinna í iðninni meira um sín kjör en þeir sem ekki vinna í henni. VSI vill semja við sveinana um laun ncma, ef að samninganefndir sveina eiga að semja um laun nerna þá eiga nemar rétt á því að vera í þeim samninganefndum. Þannig er það hjá Raf- iðnaðarmönnum, þar velja nemarnir sina menn í samninganefnd- ir. Oft finnst manni að VSI vilji bara vera í endalausum deilum við allt og alla. Þcir myndu ekki drepast ef þeir myndu semja beint við iðnnemana sjálfa. Ef sveináfélögin eru eitthvað hrædd við að nemarnir fái meira en þeir, ættu þeir að skipta út samniganefndum sínum og fá færara fólk í staðin, á þetta einnig við um Vinnuveitendasambandið. Því oft vilja menn fá allt fyrir ekkert. Iönnemar eru launamenn eins og aðrir þótt að vissir karlar niður í VSI segi annað, því þegar menn fá borguð laun fyrir vinnu eru menn ornir launamenn. Því finnst mér að allir iðnnemar ættu að vera á lámarks launum. Gallinn við kjarabaráttu iðnnema er það að oft vilja allir fá launahækkun en enginn nennir að berjast fyrir henni. Menn sem eru í forustu fyrir sveina í kjarabaráttu ættu að líta á nemana sem jafningja í stað annars flokks fólks. Aukin virðing fyrir öðru fólki er góð byrjun. Eitt sinn voru þessir menn nemar, kannski var það í lagi 1960 og eitthvað, en nú í dag hafa hlutirnir breyst. Nefna má að flestir nemar voru ekki nema lítinn hluta árs í skóla og unnu með námi jafnvel 7-8 mánuði ársins, einnig var það þannig að þeir voru í flestum tilfellum tengdir launum sveina með prósentum. Það er staðreind að nernar hafa verið að dragast aftur úr lestinni hvað varðar launamál, dæmi eru um að allt að 40 % kjaraskerðingu á síðustu 20 árum. I lokin vil ég nefna það sem áður hefúr komið fram að ef nemar eru ekki tilbúnir að standa á rétti sínum þá er þetta eins og að fara í þriðju heimstyrjöldina með baunabyssu að vopni! Borgþór Hjörvarsson Formaður Kjaramálanefndar INSI 10 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.