Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 12

Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 12
Kjarakönnun hjá bökurum Farið var í kjarakanannanir hjá bakarancmum snemma á árinu 1996, reynt var að fara á sem flesta staði. könnunin fór fram um nætur og gerði það þessa kjarakönnun nokkuð sérstaka. Fór hún þannig fram að nemarnir fengu afhend spurningarblöð með nokkrum spurningum sem tók um 5-10 mínútur að svara Margt kom í ljós gagnvart bakarnemum t.d. að bakaríin hugsa misvel um nemana og bera misjafnt traust til nema. I einu bakaríinu var aðeins einn nemi að vinna og hafði hann almennan vinnumann undir sinni stjórn og að sögn nemans þá leit meistarinn inn svona 2-3 sinnum á dag til þess að athuga hvort allt væri í lagi. Var þetta dæmi einstakt í þessari grein. Móttökur frá vinnuveitendum voru mjög misjöfn, á sumum stöðum var manni nánast kastað á dyr en hjá sumum var ekkert annað en kurteisi og góðmennska í fyrirrúmi. Niðurstöður voru mjög mismunandi eftir vinnustöð- um, ekki skipti máli hvort neminn vann á stórum eða litlum vinustað. Láunamismunur milli hæstu og lægstu launa var 36.000 krónur. Var mikill munur á því hvenær skrifaö væri undir námssamning hjá um 21% var strax skrifað undir samning, hjá um 60% lcið 1-3 mánuðir og hjá uml9% leið 3 mánuðir eða lengri tínii. Allsstaðar var greitt lífeyrissjóði. A öllum vinnustöðunum var stimpil- klukka, en það kom á óvart að aðeins 40% af nemunum fengu afrit af stimpilkortunum, 60 % nemana fengu þau ekki, þess vegna kom út sú niðurstaða að 90% voru ánægðir með launaseðlana en aöeins 10% ekki. Meðal- laun úr þessari kjarkönnun var 62.401 kr. á mánuði sem er talsvert yfir þeim töxtum sem gefnir eru út. Flestir bakaranemar byrja vinnudaginn kl.4-5 á morgnana og vinna til kl.12:00-13:00. I lokin vil ég nefna að ef nema finnst vera brotið á sér getur hann hringt á skrifstofu INSI og fengið upplýsingar og lögfræðiaðstoð ef til þarf. INSI er ykkar hagsmunafélag, notið þjónustu félagsins ef til þarf. Launaseðlar og fleira Námssamningur gerður Innan 1 mánaðar Eftir 1-3 mánuði Eftir 3-6 mánuði 12 Iðnneminn Borgpór Hjörvarsson Form. Kjaramálanefndar INSI Lægstu iaun Meðallaun Hæstu laun

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.