Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 5
Viðtal við ungan nema í gullsmíði, Pal Sveinsson að nafni Nafn: Páll Sveinsson. Aldun Næstum því tuttugu ára. Nám: Nemi hjá Jóni og Óskari í gullsmíði. Af hverju valdir þú gullsmíðina: Það er nú löng saga að scgja frá því. Eg byrjaði í trésntíði, kláraði allt nema samninginn, þá var mér boðið að fara í viðtal vegna hugsanlegs samnings í gullsmíði og þar sem ég hef verið að dúlla mér við að smíða ýmsa hluti heima ákvað ég að fara og, þar af leiðandi fékk ég samning. Hvernig líkar þér starfið: Mér líkar mjög vel við starfið, það er fjölbreytt, ég fæ að gera hina ýmsu hluti og sé núna að stórum hluta um verkstæðið. Hvað er þetta langt nám: Þetta er fjögurra ára nám, en ég fæ líklega styttingu á náminu sökum þess að ég er búin með trésmíðina. Ég er bráðum búin með tvö ár og á líklega bara eftir eitt ár, ég þurfti aðeins að taka hluta námsins í skólanum. Hver er framtíð þín eftir að námi er lokið: Það verður bara að ráðast. I dag þarf að eiga lager, verkfæri og hráefni áður en maður byrjar en hérna áður fyrr dugði það að eiga örfá verkfæri og smá hráefni þú fékkst samt viðskipti. í dag þarf allt að vera tilbúið á stundinni, fólk nennir ekki að bíða eftir hlutunum. Hver er framtíð greinarinnan í dag er þetta komið mikið út í verslunarrekstur þar sem vörurnar eru pantaðar að utan því sérsmíðaðir hlutir eru það dýrir að fólk kaupir þá sjaldnar. Greinin er komin út í listform, fólk rembist við að gera eitthvað sem ekki hefúr verið gert áður en það er mjög fátt sem ekki hefúr verið reynt áður. Lágmarks vinnuafl er oft á verkstæðum cn er þó misjafnt eftir fyrirtækjum. I fyrra voru sex nemar í gullsmíði í Inskólanum í Reykjavík, en fólk kemst ekki inn í skólann nema hafa fengið samning, aðeins er kennt þegar fimm nemendur eða fleiri sækja um. Honum finnst námsaðstaðann vera til skammar í skólanum, verkfæri af skornum skammti eða úrelt, ástæðan er sú að ekki eru til nægir peningar í skólanum. Flest verkfæri eru gjafir frá útlærðum meisturum. Gullsmíði er þekkt sem 'ættarstarfs- grein", hvernig gengur þeim sem er ekki innan ' ættarinnar" að fá samning: Það getur verið rnjög snúið, sumir þurfa að bíða í allt að tt'ö ár áður en þeir fá samning, aðrir labba á milli fyrirtækja án þess að fá neitt. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði þurft að labba á milli fyrirtækja, en ég fekk samninginn svo til beint upp í hendurnar. BLÓÐBANKINN r Islendingar purfa um 15.000 blóðgjafir ó ári. Við þörfnumst þinnar hjálpar! I ð n n e m i n n 5

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.