Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 10

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 10
hafa bæði iðnmenntun og háskólapróf sem telst mjög góð menntun áður en haldið er út á atvinnumarkaðinn. Reynt hefur verið að fá stúdentsnema og þá aðallega af eðlisfræðibraut, til þess að taka valfög í rafiðnaðardeildinni vegna þess að þar geta þeir lært ýmislegt sem getur komið að góðum notum í háskólanámi. I’etta eru t.d. áfangarnir rökrásir, rafeindatækni og tölvustýringar sem nýtast vel í tölvunarfræði, eðlisfræði og verkfræði. í rafiðnaðardeildinni hefur verið boðið upp á valáfanga í hljómtækjasmíð. Þessi áfangi hefur verið mjög vinsæll en þar læra nemendur að srníða 100 watta djúpbassahátalara með innbyggðum magnara. I áfanganum er kennd verkleg vinna á ýmsum sviðum s.s. lóðun á prentplötur, vinna með helstu hluti rafeindatækninnnar og framleiðsla prentplötu með ljósmyndatækni. grunndeild er nemendum kynntur munurinn á rafvirkjun og rafeindavirkjun. I’egar henni lýkur þurfa þeir að taka ákvörðun um hvort þeir eiga að taka rafvirkjun eða rafeindayirkjun. Fjölbrautaskólinn á Akranesi tók til starfa 12. september 1977 og tók við hlutverki Gagnfræðaskólans og Iðnskólans á Akranesi. Skólinn var stofnaður af Akranesbæ og Ríkinu. Frá nenicniialciksýningu skólnns þnr sem leikritið „ l'ú ert í blóma lífs þíns fiflið þitt“ cftir Davíð Þór Jónsson var sett upp. Frá upphafi skólans var gott samstarf við framhaldsdeildir grunnskólanna á Vesturlandi til að samræma kennslu og námskröfiir. Árið 1987 var gerð sú breyting að úr Fjölbrautaskólanum á Akranesi og framhaldsdeildum grunnskólanna var stofnaður nýr skóli, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. FVA er almennur framhaldsskóli sem býður upp á nám á mörgum námsbrautum í dagskóla og kvöldskóla. Eftirfarandi iðn- og verknámsbrautir eru starfræktar við skólann: grunndeildir í málmiðnaði, rafiðnaði og tréiðnaði. Framhaldsdeildir eru í húsasmíði, rafeindavirkjun, rafvirkjun og vélsmíði. Samningsbundið nám er í húsasmíði, rafsuðu, véismíði, blikksmíði, bifvélavirkjun, rennismíði, pípulögnum og múrsmíði. Á milli 80 og 90 nemendur hafa verið á iðn- og verknámsbrautunum á síðustu árum. Aðsóknin hefur aukist á síðustu önnum og nú á haustönn eru innritaðir 102 nemendur á þessar brautír. í slcólanum eru alls tæplega 700 nemendur. Heimavist fýrir 64 nemendur er við skólann og mötuneyti. Allar nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans. Slóðin er: http://rvik.ismennt.is/~fva Rafiðnaðardeild FVA Rafiðnaðardeild FVA er þrískipt, þ.e. grunndeild og síðan framhaldsdeildir í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Fyrst fara nemendur í grunndeild sem er tvær annir. Þar læra þeir ýmis grunnatriði handa- og vélavinnu og einnig er farið í grunnatriði í rafmagnsfræði og rafeindatækni. í Rafvirkjun er hægt að ljúka við skólann að fullu á fjórum önnum effir að grunndeild er lokið. I framhaldsdeildinni eru kenndar m.a. húsalagnir, stýringar, bæði með segulliðum og tölvum, rökrásir, loftnetslagnir og svo mætti lengi telja. I’egar bóklega hlutanum er lokið og nemandinn útskrifaður tekur við 12 mánaða starfsþjálfim og að henni lokinni getur nemandinn farið í sveinspróf. I’að er staðreynd að þeim nemendum sem læra rafvirkjun í verknámsskóla gengur mun betur í sveinsprófinu en þeim sem læra í gamla meistarakerfinu, enda eru breytingar rnjög örar í rafvirkjastarfinu og óvíst að meistarar hafi tíma til þess að fylgjast með þeim öllum. Rafeindavirkjun er ekki hægt að ljúka hér við skólann. Hægt er að taka tvær annir eftir grunn- deild og eftir það taka nemendur inntökupróf til að komast inn á 5. önn Iðnskólans í Reykjavík en þar geta þeir lokið námi sínu. Það virðist vera mjög útbreiddur misskilningur í þjóðfélaginu að iðnnám sé einhver botnlangi og að því loknu sé ekkert framundan nema að vinna við iðnina til starfsloka. I’etta er alrangt. Við eruni svo heppin hér að hafa ijölbrautaskóla sem rnetur að fullu það nám sem stundað var í verknámi inn á stúdents- brautir t.d. tæknibraut sem er viðbót upp á fjórar annir. Sá sem tekur tæknibraut að loknu iðnnámi hefur t.d. eftirfarandi leiðir að loknu stúdents- prófi: 1. Hann getur lokið starfsþjálfim og farið í sveinspróf. 2. Hann getur farið í Tækniskólann, annað hvort í iðnfræði eða tæknifræði. 3. Hann getur farið í Háskólann í verkfræði. Að þessu loknu á nemandinn möguleika á að Samstarf skóla og atvinnulífs Málmiðnaðardeild FVA hefur fylgst vel með þróun töivustýrðra spóntökuvéla (rennibekkja og fræsara) en þróun slíkra tækja hefur verið ör á síðustu árum. Málmiðnaðardeild FVA heftir átt samstarf við Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts (Þ&E) í mörg ár og nú á síðustu árum einnig við Ingólf Arnason hönnuð. Samstarf FVA við þessa tvo aðila saman hófst urn svipað leyti og Þ&E hóf samvinnu við Ingólf um framleiðslu á flæðilínum fy'rir fiskxánnslu. Eftir að ffamleiðslan fór af stað sáu menn að þörf var á mikilli nákvæmni í smíði á flóknum hlutum flæðilínanna. Aðeins er möguleiki á að framleiða slíka hluti í tölvustý'rðri vél. A þessum tíma var einungis ein tölvustýrð vél á Akranesi og var hún í eigu FVA. Fví hófst samstarf fyTrnefndra aðila og stendur það enn. Þegar Þ&E ákvað að kaupa tölvustýrðan rennibekk og fræsara leituðu þeir eftir samstarfi við FVA. Deildarstjóri málmiðnaðardeildar FVA fór ásamt aðila frá I’&E til Danmerkur að skoða vélar til kaups. Ur varð að Þ&E fjárfesti í þessum vélum og með í kaupunum var stýri- og forritunarbúnaður sem kom í hlut skólans honum að kostnaðarlausu. Með þessu fær skólinn það nýjasta í forritunarbúnaði fy'rir tölvustýrðar iðnvélar og einnig geta starfsmenn Þ&E ásamt starfsmönnum annarra fy'rirtækja sótt námskeið til FVA. Til að fy'lgjast með þeirri þróun sem átt hefiir sér stað í forritun fyrir CNC vélar hefur málmiðnaðardeildin fengið fullkomið forrit frá Hollandi sem heitir AlphaCAM og er svokallað 10 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.