Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 6
Frá fyrri tíð. Hér á eftir fer úrdráttur úr frá- sögn Oddnýar Kristjánsdóttur húsmóður frá Ferjunesi, f. 3. September 1911, um þau vinnubrögð, áhöld og fatnað sem hún man eftir frá sínum ungdómsárum og frá tíð móður hennar. Aðeins hafa verið leiðréttar stafsetningarvill- ur en að öðru leiti er frásögn hennar birt óbreitt. Áhöld Hin margvíslegu vinnubrögð kvenna í fyrri tíð, sem í raun héldu heimilunum gangandi, voru framkvæmd með svo fábreyttum og einföldum áhöldum að fúrðu gegnir og mörg voru heimagerð. _Ég er að smíða næli” sagði nágrannabóndi, hann var stadd- ur í gömlu smiðjunni hérna í Ferjunesi, hafði verið að smíða skeifúr og restaði með skó- nálum handa konunni sinni. Þetta mun hafa varið um 1924. Skæri, tvinna, fingurbjörg, hörtvinna, seymi og fleira smálegt geymdi móðir mín í tágakörfú fornri, í nálhúsinu sem líka átti sér stað í körfúnni, voru þær nálar sem sjaldnar voru í brúki, svo sem skónálar, fjaðranáiar og hörtvinnanálar. Stoppunálar og saumnálar vor í nálapúðanum, tiltækar þegar á þurfti að halda. Nálapúðinn var lítill koddi, ferkant- aður um 12 sm. á kant, stoppaður með ull, ytra borð gjarnan úr jafa eða öðrum jafn- þræðingi og saumað í með krosssaumi smá- munstur, átta blaða rós eða annað álíka. Snúra úr mislitubandi fest á jaðrana og látin mynda litla lykkju á horninu, sem var urn leið hanki fyrir púðann er hann hékk á þili. Móðir mín bjó til sín nálhús úr álftafjöðr- um og kenndi mér aðferðina. Bestu hlutar fjöðurstafanna voru klipptir í jafna búta, um 8 sm. langa, 6 bútar lagðir hlið við hlið var hæfileg breidd á nálhúsi. Bútarnir voru lagðir hlið við hlið á stinnt fóðurefni sem var sniðið þannig að það var heilt í botninum og klæddi báðar hliðar, síðan var saumað milli stafanna með sterkum þræði, og þess gætt að þeir lægju stöðugir og jafnir hlið við hlið, og fóðrið svo stungið saman á hliðum. Ytra byrði var klæði, eða annað fallegt efni, líka haft heilt í botninn, brotið inn af við opin að framan, bakið framlengt með loki, sem lagð- ist yfir opin á fjöðurstöfúnum og sniðið í odda. Stungið með jöfnum sporum milli stafanna, þráðurinn gjarnan í öðrum lit, síð- an voru hliðar og lok bryddað í einu lagi, (botninn óbryddaður) lokið svo fest með hnappi og hneppslu eða smellu. Snotur hlutur og góð nálageymsla. Löngu fýrir mitt minni var saumavélin far- in að gegna sínu hlutverki á heimilinu. Hún var öll úr járni, stóð á fótum, enginn trékassi eða hlíf yfir henni, hún var handsnúin og áfastur spólurokkur. Hún stóð afsíðis á skáp og breitt yfir hana, milli þess að hún var á borðinu í notkun. Tegund og aldur veit ég ekki. Foreldrar mínir hófú búskap árið 1895. Því miður þrýtur hér vitneskju mína um þennan þarfahlut, sem í barnsaugum mínum var nánast sem ein heimilispersónan. Heimasaumur. Heimasaumur var mikill og margskonar, flest var saumað heima. Örugglega skiptust konur á fatasniðum og formsnið heyrði ég talað um. Föt voru lánuð til að sníða eftir. Ég minnist kjólasniða með pils í mörgum út- sniðnum stykkjum, en veit ekki um að neitt hafi varðveist þar sem ég þekki til. Móðins- blöð voru í gangi, fólk reyndi alltaf að fylgja tískunni. ICeypt var efni í betri fatnað eftir að ég fer að muna örugglega, karlmannaföt ýmist klæðskerasaumuð eða keypt í búð, líka þekktí ég að góðar saumakonur saumuðu spariföt, sem svo voru kölluð, þeim fengið efni og tillegg. Reiðföt og ferðaflíkur yfirleitt heimasaum- að, einnig hversdagsfatnaður. I fyrri daga var engu fleygt og ekkert látið fara í súginn. AJgengt var að venda fötum, þeim var sprett í sundur með aðgæstlu, saumar pressaðir út og ef allt var gert með vandvirkni, gátu vent föt litið út sem ný. Systkyni tóku við fötum hvert af öðru og þótti sjálfsagt. Konur stykkjuðu saman samstæða fataafganga í buxur á smádrengi eða telpnapils. Það var saumað upp úr gömlu og bótum haldið tíl haga. Ef slysagat kom á nýja flík, var stykkj- að í gatíð svo naumast sást. Þá var bótin að vera af sama efni og flíkin og falla að munstri og allri gerð, þar sem bæta átti. Gatíð var klippt rétthyrnt og klippt upp í hornin, sem svaraði tæpu saumfari, bótin sniðin eftir gat- inu og þess vandlega gætt að rendur og slíkt standist á, bótin ofúrlítið stærri en gatið, (u.þ.b. tveim saumförum) síðan var bótin saumuð við (í höndum) stungið út og inn með nálinni og þess vandlega gætt að efnið gengi ekki tíl og allt stæðist á. Saumarnir flattir út og pressaðir, jaðrarnir hexaðir nið- ur með lempni, síðast pressað á réttunni Saumakonur og klæðskerar. Saumanámskeið voru haldin á vegum kvenfélaga og viðkomandi sambönd, höfðu kennara á sínum vegum. Þessi námskeið voru yfirleitt haldin á þeim heimilum, sem höfðu rúmgóð húsakynni. Konur og heima- sætur sóttu námskeiðin. Nemendur höfðu með sér saumavél og efni í fötín, efnið var bæði nýtt og gamalt, það er að segja, sund- ursprettar gamlar flíkur lika hafðar með tíl að sauma upp úr ef svo stóð á, þótti sjálfsagt. Mjög færir kennarar voru yfirleitt á vegum sambandsins. I nágrenni mínu á æskustöðv- unum, var ein mjög góð saumakona sem tók oft saum heim til sín en hún var bóndakona og saumaskapurinn ekki aðalstarf. Þegar spurt er um saumakonu kemur mér fyrst í hug móðursystir mín Guðríður Einarsdóttir, fædd 1860. Hún stundaði saumaskap langa æfi, var einhleyp en áttí sér lítið notalegt heimili lengst í Hafnafirði. Hún saumaði allskonar fatnað úr nýju og gömlu efni, ventí og bætti, saumaði yfirleitt heima hjá sér. Stundum dvaldi hún á heimili foreldra minna og saumaði á okkur börnin. Eitt sinn í sláttubyrjun saumaði hún engjatjald fyrir föður minn. Aldrei heyrði ég um neinn fé- lagskap eða samtök saumakvenna Þegar spurt er um klæðskera þá hefi ég eitt dæmi þegar móðir mín var ung stúlka lærði hún karlmannafatasaum hjá Þorsteini skreðara sem hún nefndi. Hann dvaldi á æskuheimili hennar um tíma að vetri, og saumaði spari- föt á heimamenn. Var móðir mín látin sauma með honum, að þessu námi bjó hún síðan. Þetta mun hafa verið um eða upp út 1890. Að strauja og pressa. Best man ég strauboltan, holan að innan, með loki á enda og fylgdu tungur tvær sem voru til skiftis í eldinum, skörungunum 6 ! ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.