Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 15

Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 15
FRÉTTABRÉF FRÁ LONDON Vorið 1996 útskrifaðist ég úr Fata- iðndeild Iðnskólans í Reykjavík. Þá um vorið hafði mér verið veitt- ur styrkur frá Leonardo; styrkur sem miðar að því að gera námsmönnum kleyff að fara í starfsþjálfún til annarra Evrópulanda og opn- aði þá um leið möguleikann fyrir mig til að gera það sem ég vildi gera; vinna í couture, þ.e. hátísku. Ég hafði áður verið í starfsþjálfún hjá fata- hönnuði í Kaupmannahöfn, sem veitti mér innsýn í það sem maður þarf til að geta kallað sig couturier. Markmiðið með að fara til London var að fá eins mikia reynslu og ég gæti, áður en ég tæki að mér kúnna eða stofnaði fyrirtæki, því auð- vitað er best að gera fyrstu mistökin hjá öðr- um sem maður óhjákvæmilega gerir með litla reynslu. Auk þess að það er gulls í gildi að vinna með fólki sem hefúr áratuga reynslu í faginu, fólk sem getur kennt manni nýjar og betri leiðir til að leysa vandamálin. Þegar ég kom til London fór ég að vinna fyr- ir tvo brúðarkjólahönnuði, sem er athyglisvert því brúðarkjólar höfðu, fyrir mig, aldrei verið neitt sérstaklega spennandi viðfangsefni. Samt sem áður rnjög góð reynsla því maður vinnur með viðkvæm efni eins og satín, siffon og blúndur, þar á ofan hvít, þannig að ekkert má út á bera. Frá hönnunarsviði eru brúðarkjólar líka rnjög “challenging” því maður hefúr óskaplega takmarkað umráðasvið, flestir vilja hvíta, “stóra” kjóla, hefðbundna en samt öðruvísi, sent segir að maður verður alltaf að finna upp á einhverju nýju fyrir næstu collect- ion sem er wisvar sinnum á ári. Það eru tískubylgjur í brúðarkjólum eins og annarri tísku, hvaða blúnda er í tísku þetta ár- ið,eru það stórir victorianskir kjólar eða skásniðnir einfaldir kjólar sem fylgja línum lík- amans. Munurinn á Islandi og Englandi er sennilega sá að á íslandi er lítil tíska í brúðar- kjólum, flestir leigja sér kjóla sem kosta lítið sem ekkert en hérna í Englandi er þetta dýrasti kjóll sem þú kaupir á ævinni og þá skapast markaður og þess vegna tíska. Þegar ég byrjaði á vinnumarkaðinum hérna í London var ég svolítið hikandi, komandi frá Islandi sem fáir höfðu heyrt um (og surnir ennþá að spyrja mig hvort við hefðum ntör- gæsir sem gæludýr), þá kom það fljótt í ljós að sú menntun sem ég hafði fengið í Iðnskólan- um var meira en sambærileg við menntun sem fólk hefúr hér. Þar er helst að telja að það er miklu meiri sérhæfing í gangi hér, annað hvort ert þú hönnuður, í sniðagerð, skerari eða í kjólagerð. Mín menntun gerir mér kleyft að ganga inn í öll þessi störf, sem er fáheyrt í þessu landi og gerir mér um leið mögulegt að vinna sjálfstætt og gera hlutina sjálf frá byrjun til enda og þurfa ekki að vera upp á aðra kom- in. Eftir að hafa unnið í rúmlega eitt ár í brúðar- kjólagerð fannst mér korninn tími til að breyta um og kynnast nýjum hliðum tískuheimsins. Caroline Parkes, annar hönnuðurinn sem ég var að vinna fyrir bauð mér þá að setja upp stofú meðfram hennar og vera með meiri klæðskeravinnu, sem var freistandi en ég vildi fá meiri reynslu og læra af fleirum áður en ég byrjaði sjálfstætt. Hættan í því að byrja sjálf- stætt of fljótt er sú að ntaður einangrist og lær- ir ekki “trickin” og nýjar leiðir að hlutunum. Því ákvað ég að segja upp og fór að vinna fyr- ir hönnuð sem heitir Lindka Cierach og er I ð n n e m i n n 15

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.