Iðnneminn


Iðnneminn - 01.12.2001, Blaðsíða 10

Iðnneminn - 01.12.2001, Blaðsíða 10
IÐNNE MASA MBAN DÍ SL ANDS Einu hagsmuna- samtök allra íslenskra Iðnnema Iðnnemasamband íslands var stofnað árið 1944. Samtökin eru einu hagsmunasamtök allra íslenskra iðn- og verknámsnema. Samtökin beita sér fyrir því að tryggja rétt iðnnema meðan á skóla- og starfsnámi stendur. Samtökin leggja einnig mikla áherslu á að sækja aukin réttindi iðnnemum til handa þar sem þörf er á sliku. Allar ákvarðanir um stefnu Iðnnemasambands- ins í slíkum málum eru teknar af þingi Iðnnemasambands ís- lands. Þing Iðnnemasambands íslands Æósta vald Iðnnemasambandsins eru þing samtakanna sem haldin eru i október ár hvert. Þar er starf og stefna samtak- anna mörkuð og samtökunum kosin stjórn. Á Þingunum eru samþykktar ályktanir um þau mál sem mest brenna á iðnnem- um á hverjum tima. Að þingi loknu eru ályktanir þingsins síð- an kynntar hlutaóeigandi aðilum. ALlir félagsmenn Iðnnema- sambandsins eiga möguleika á að veróa þingfuLltrúar. ÞingfuLL- trúar eru kosnir af aðiLdarféLögum Iónnemasambandsins og ræðst fjöLdi fulLtrúa af féLagataLi aóiLdarféLagsins. TiL fróóLeiks má geta aó fjöLdi þingfuLLtrúa er um 100 og koma þeir aLLstað- ar af Landinu úr nánast ölLum iðnmenntaskóLum landsins, at- vinnuLífi svo og fLestum iðngreinum. Stjórn Iðnnemasambandsins Á þingum Iönnemasambands ísLands er kosinn formaður sam- takanna, varaformaður og ritstjóri Iðnnemans, (máLgagni Iðn- nemasambandsins) fræðsLustjóri, (skóLastjóri FéLagsmáLaskóLa Iðnnemasambandsins), 18 sambandsstjórnarmenn og 5 vara- menn að auki. Sambandsstjórn er æðstavaLd Iðnnemasam- bandsins á miLLi þinga. Sambandsstjórn fundar að jafnaói á tveggja mánaða fresti. Sambandsstjórn kýs úr sinum hópi 5 aðila i framkvæmdastjórn Iónnemasambandsins ásamt for- manni og varaformanni. Framkvæmdastjórn fer meó aLmennan rekstur Iðnnemasambandsins og hittist að jafnaði einu sinni í viku. Innan Iðnnemasambandsins eru starfandi þrjár fasta- nefndir sem opnar eru öLlum iðnnemum. Þær eru kjaramáLa- nefnd, iðnmenntanefnd og féLagsmáLanefnd. Réttindaskrifstofa iðnnema Iðnnemasamband ísLands á húsnæói við Hverfisgötu 105. Þar reka samtökin uppLýsinga- og réttindaskrifstofu fyrir féLags- menn sína. Þar er féLagsmönnum meóaL annars veittar eftirfar- andi uppLýsingar og aóstoð við að reikna út rétt Laun, inn- heimta vangoLdin laun, fá fram Leiðréttingar ef réttur hefur verið brotinn á þeim, fá þjónustu Lögfræðinga Iónnemasam- bands íslands tiL aó ná fram réttarbótum ef nauðsyn krefur, fá uppLýsingar og ráðleggingar varðandi námsLán, fá uppLýsingar um kaup og kjör iónnema, fá uppLýsingar um réttindi og skyLd- ur iðnnema, meistara og iónfyrirtækja, fá uppLýsingar um iðn- nám, námsLengd og fLeira. Einnig hefur eftirLit meó starfsnámi verið hert og nemLeyfisnefndir settar á stofn þar sem ekki var. Það er ánægjuLegt að hugsa tiL þess að þjónusta uppLýsinga- og réttindaskrifstofu Iðnnemasambands ísLands hefur hjáLpað mikLum föLda iónnema við að ná fram rétti sínum auk þess sem mikió er hringt á skrifstofuna eftir aLmennum uppLýsingum eða þá bara tiL aó forvitnast og spjaLLa. Félagsíbúðir iðnnema Iónnemasamband ísLands og SkóLafélag IðnskóLans i Reykjavík standa sameiginLega að FéLagsíbúðum iónnema. FéLagsíbúóir iðnnema eiga og reka leiguhúsnæði fyrir féLagsmenn samtak- anna. Þar er um að ræða íbúðir og herbergi á Iðnnemasetrum. Útgáfustarf Iðnnemasambandsins Iðnnemasambandið stendur aó öflugri útgáfustarfsemi. MáL- gagn samtakanna er Iðnneminn. ALLir féLagsmenn fá Iðnnem- ann sendan heim tiL sín. í Iðnnemanum er meóaL annars fjaLL- aó um hagsmunamál iðnnema auk fjöLda annara forvitniLegra máLa. Iðnneminn er opinn öLLum féLagsmönnum Iðnnemasambands- ins sem hafa hug á því að skrifa i hann. í dag eru Liðin 69 ár frá því að Iðnneminn hóf göngu sína. LitLi Iðnneminn er einnig gefinn út og inniheLdur hann yfirLeitt kaupskrá, kjara- samninga og uppLýsingar um ýmis réttindamáL. Leonardo Da vinci verkefnið INSI hefur verið að senda nema í starfsnám í Evrópu í um 2 mánuói og hyggst gera það næstkomandi ár. Leonardo Da Vinci mannaskiptaverkefni Evrópusambandsins hefur styrki til þess og er INSÍ umsjónaraðiLi fýrir þessa styrki. Starfsmenn Starfsmenn Iðnnemasambandsins eru Þórunn Daðadóttir fram- kvæmdarstjóri og Harpa Guómundsdóttir aóstoðarmaður for- manns og framkvæmdarstjóra. 10

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.