Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżtt kirkjublaš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżtt kirkjublaš

						NYTT KIRKJUBLAÐ
HÁLFSMÁNAÐARRIT
EYEIE KEISTINDÓM OG KEISTILEGA MENNING
1912
Reykjavik, 1. april.
7. blað
Im fækkun kirkna, einkanlega i Srímsnesi.
Islendingar fækka kirkjum sínum, eftir því sem þeim
fjöigar. Aðrar kristnar þjóðir fjölga kirkjuni sínum eftir því
sem mannfjöldinn vex.
Á 18. öld voru miklu fleiri kirkjur á Islandi en nú
á dögum; þó var mannfjöldinn þá eigi meiri en 40—50 þús-
undir manna; nú er hann 85 þúsundir.
Fúslega skal játað að kirkjurnar hafi þá verið óþarflega
margar sumstaðar á íslandi, og að stundum hafi það verið
alveg réttmætt að sameina kirkjur, þá er það hefir verið gert.
En nú gerast landsmenn svo ákafir um að fækka kirkjum, að
úr hófi gengur, og er full þörf á að andmæla því.
Það gladdi mig líka, er eg las í N. Kbl. 21 tbl. frá 1.
nóvbr. f. á. mótmælin gegn hinu fyrirhugaða „kirkjubroti" í
Grímsnesinu, því að þar er eigi hin minsta þörf á að leggja
niður kirkjur, og verður varla til annars en að kæla menn
við kirkju og kristindóm, eins og greinarhöfundurinn bendir á.
Nú er grein þessari mómælt í N. Kbl. 1. febrúar, en
engin rök færð fyrir kirknasamsteypunni, nema vegir séu
bættir í Grímsnesinu; rétt eins og erfiðara yrði að sækja þrjár
kirkjur fyrir það. Og einnig er sagt að kirknaskipun sé af-
káraleg í Biskupstungum og i Olfusinu hafi þær verið illa
settar.
En hvað kemur það við kirknaskipuninni í Grímsnesi?
Man eg þá tíð að hvorki var messufall i Klausturhólum
né á Búrfelli, ef veður var fært. Jafnvel i mjög tvísýnu vetr-
arveðri sóttu menn kirkju, svo að messufært var, og kom
þá stundum fyrir, að margir urðu að vera um nóttina í Klaust-
urhólum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88