Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1943, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1943, Blaðsíða 4
sonar er ekki einungis dýrmætt fyrir alla smiði og byggingamenn þjóðarinnar, heldur einnig mikilsvert hverjum þeim, sem þekkja vill sögu hennar og hætti alla. Þeir nafnar liafa verið aðalstarfskraftar þessa merkilega fyrirtækis Iðnaðarmannafé- lagsins í Reykjavík, en frumkvæðið áttu nokkrir framsýnir félagar þess. Bar Sigurður Halldórsson, húsasmíðameistari, fyrst fram til- lögu um það á félagsfundi 21. janúar 1937, að félagið léti rita Iðnsögu íslands. Með honum voru þá í stjórn Einar Erlendsson liúsameistari formaður, Guðm H. Þorláksson, byggingameist- ari, Ragnar Þórarinsson, liúsameistari og Ársæll Árnason, bókbandsmeistari. Eftir ósk þessarar stjórnar flutti dr. Guðm. Finnhogason svo erindi á félagsfundi 28. apríl um tilhögun íslenzkrar iðnsögu, og 28. jan. 1938 var samþylckt á fundi að veita tiltekna fjárhæð árlega, til þess að rita söguna, en 10. marz næsta á eftir samdi stjórn félagsins við dr. Guðmund um að taka ritstjórn hennar að sér, og haga öllu í samræmi við þau sjónar- mið, sem liann hafði gert grein fyrir í er- indi sínu. Þegar handritin lágu að mestu tilbúin, kom til álita innan félagsins, hvort ráðast skyldi í útgáfu. Sjötíu og fimm ára afmæli félagsins stóð fyrir dyrum 3. febr. 1942. Hinum hjart- sýnni og djarfari félagsmönnum þótti það viðeigandi, að félagið minntist afmælisins með því, að gefa út Iðnsöguna á eigin áhyrgð. Var það samþykkt með öllum atkvæðum fundar- manna 31. okt. 1941. Og þessir áhugamenn kosnir til framkvæmdanna í samráði við rit- stjórann: Sigurður Halldórsson, Ragnar Þór- arinsson og Ársæll Árnason. Siðar vék þó Ársæll úr nefndinni og tók Hafliði Helgason prentsmiðjustjóri við sæti hans. Útgáfunefnd- in samdi við prentsm. Eddu um prentun verksins. En vegna annríkis og ýmsra tafa gat þó sagan ekki verið tilbúin á sjálfan 75 ára afmælisdag félagsins eins og takmarkið var. Þótli rétt að taka heldur drættinum en flasa að fi-áganginum. Fyrra bindið var þó að mestu tilbúið á af- mæíinu, en það siðara ekki fyr en í maz s.l. 34 Tímarit Iðnaðarmanna XVI. 3. 1943. Nú er verkið komið 1 hókabúðir heft og hundið í vandað hand. Verður þess varla Iangt að bíða, að allt upplagið dreifist út meðal iðnaðarmanna og fræðimanna þjóð- arinnar. Efni fyrra bindis er* Húsagerð á ís- landi. Eftir Guðmund Hannesson. Skipasmið- ar. Húsgagnasmíðar. Ilátasmiðar. Allt eftir Guðmund Finnhogason, og Skurðlist eftir Guðmund Finnhogason og Ríkarð Jónsson. Guðmundur Hannesson segir frá smíðum og Iiúsagerð frá fyrstu tíð, og hefir grafið upp ótrúlega margt um liagleik og byggingarmáta fornmanna. Hann skýrir mál sitt með mildum fjölda teikninga af áliöldum og húsatóftum. Við atliuganir sínar á viðfangsefninu virðist höfundur fljótt liafa komizt að raun um að smíðar og byggingastarf hefir frá fyrstu tíð þótt mikilsvert og virðulegt. Hann segir strax á 2. bls. „Smíðakunnátta hefir ætíð þótt virðuleg og nytsöm íþrótt, og jafnvel höfðingjar fengust við smíðar. Skallagrími er talið það til gildis, meðal annars, að hann væri hæði mikill skipa- smiður og járnsmiður (Egla 30. k.) og svo mun það hafa verið um flesta smiði, að þeir voru bæði hagir á tré og járn. Sumir af bisk- upum vorum voru miklir hagleiksmenn, t. d. Guðbrandur hiskup og Þórður Þoi'láksson. Hve mikils smiðir voru metnir að fornu má sjá á því, að hæði hér og í Noregi var þeim heimilt að taka liærra kaup en almennir verkamenn (Grágás I, 130). I Búalögum (72) er lcaup húsasmiðs, sem er „alfær að reisa kirkjur og önnur hús, og smíða allt húsa- smíði“, talið 1 liundrað (kýrverð) á mánuði. Smiðir voru lausir við vistarhönd.“ I inngangi að framfaratímabilinu 1850— 1940 segir: „Sá framfara- og viðreisnarhugur, sem vaknaði hér um miðja 18. öld, náði aðallega til fámenns hóps af lærðum mönnum og festi ekki djúpar rætur lijá alþýðu. Hún gerði jafn- vel gys að steinbyggingum sljórnarinnar og ullarverksmiðjum Skúla Magnússonar. Það áraði heldur ekki framfaravænlega um þess- ar mundir. Á síðustu áratugum 18. aldar geisuðu Móðuharðindin, hólusótt, mislingar i

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.