Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķmarit išnašarmanna

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķmarit išnašarmanna

						TIMARIT  IÐNADARMANNA
Grein sú um steypumót eftir Gústaf E. Pálsson, verkfræðing,
sem hér birtist, er útdráttur úr erindi, sem hann flutti á vegum
Iðnaðarmálastofnunar fslands 23. marz 8.1.
Hafa þegar verið haldnir nokkrir fyrirlestrar um ýmis tækni-
leg efni fyrin húsasmiði hjá IMSl, og er ríkjandi mikill áhugi
fyrir þessari 'fræðslustarfsemi.
Gústaf E. Pálsson, verkfræðingur.
Um steypumót
Mér hefir í kvöld verið falið að hefja umræður um
steypumót og annað í því sambandi.
Ekki má búast við neinu nýju í slíku erindi, en
það getur verið hollt að rifja upp saman það, sem
við allir vitum, en hugsum ekki um. Það er nokkuð
oft einkennandi fyrir fagmenn að vera íhaldssamir
á vinnuaðferðir, sem þeir hafa lært i æsku og gengið
hefir að erfðum. Þetta veldur því, að oft er erfitt
að byrja á nýjungum, jafnvel þótt góðar séu. Slík
ihaldssemi liefir þó marga góða kosti og forðar því
aft, að hlaupið sé til um nýbreytni, sem er verri en
það, sem fyrir er.
HLUTVERK  STEYPUMÓTA
er að gefa þvi form, sem steypa á. Hér á landi
liefir lítil rækt vcrið Iögð við að velja gerð steypu-
tnóta eftir verkefnum. Venjulega er einstökum tré-
smið í sjálfsvald sett, hvernig 'hann smíðar mótin.
Má segja, að þetta sé ekki óeðlilegt, þegar unnið er í
ákvæðisvinnu um heildarverkið. Þó ætti það að vera
algengara, þegar tilboð eru gerð, að gera það að skyldu
að skýra, hvernig verkið á að framkvæmast vegna
öryggis og útlits.
Ef um tímavinnu er að ræða, á eigandi eða um-
boðsmaður hans rétt á að sannfæra sig um það, að
framkvæmdin sé sem ódýrust, án þess að gæði eða
öryggi sé minnkað.
Þegar gerð móta er valin, er kostnaðurinn oftast af-
gerandi. Önnur atriði eru öryggi, flýtir og að sjálf-
sögðu áferð steypunnar.
Algcngustu aðferðirnar eru:
a)  Steypuborð  negld  á  uppistöður láréttar eða lóð-
réttar.
b)  Flekamót úr borðum, krossviði eða stáli.
c)  Margskonar sérmót, sem oft eru háð einkaleyfum.
Skal nú reynt að ræða nokkuð kosti og galla ýmissa
gerða og orsakir þess, að þessi eða hin gerðin er notuð.
a)  Venjulega aðferðin er að negla borð á uppistöður,
steypa i mótin og flytja þau svo áfram og nota
að síðustu til þess að klæða þak byggingar þeirrar,
sem unnið er að.
Segja má, að þetta sé mjög eðlileg aðferð með
þeim byggingarháttum, sem tíðkast hér á landi.
Flest öll hús eru byggð af einstaklingum, sem að-
eins byggja eitt hús í einu og oft aðeins eitt hús
á ári, ef um byggingameistara er að ræða, og marg-
ir byggja aðeins eitt hús á æyinni fyrir sig og
fjölskyldu sína. Með því að nota timbrið fyrst í
mót og síðan í þak, leggur hann fram fjármagn
i eitt skipti fyrir mót og þakefni. Til þess að geta
notað önnur mót þyrfti hann að geta fengið þau
leigð gegn hæfilegu gjaldi, en slíkt hefir ekki tíðk-
ast hér á landi, og kem ég að því siðar.
Til viðbótar má geta þess, að með þessari að-
ferð geta eigendur íbúða hjálpað mikið sjálfir svo
sem að rifa mót og hreinsa. Má þvi gera ráð fyrir,
að þessi mót eigi enn langa lifdaga, þó þau hafi
ýmsa ókosti um áferð steypunnar og séu að vissu
leyti kostnaðarsöm.
b)  Flekamót úr borðum, krossviði, stáli eða öðr-
um cfnum hafa ýmsa kosti, cn notkun þeirra bygg-
ist á endurnotkun. Við venjuleg hús eru mótin
venjulega notuð 2—3 eða mest 4 sinnum. Þetta er
of lítið til þess að greiða kostnaðinn. Þess vegna
verður að selja mótin aftur, ef þau hafa ekki feng-
ist leigð. Þarf þá álitlega fjárupphæð í byrjun, sem
gelur verið tilfinnanleg, þótt sala gæti talist til-
tölulega örugg að verkinu loknu.
Rezt verður útkoman á slíkum mótum, ef sami
aðili byggir fleiri hús eftir sömu teikningum. Sér-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16