Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķmarit išnašarmanna

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķmarit išnašarmanna

						TIMARIT  IÐNAÐARMANNA
/ Noregi hafa verið stofnuð samtok til
þess að ryðja braut nýjungum % listiðnaði.
Hafa þau aðsetur sitt í Fredrikstad og hafa
þegar látið mikið að sér kveða. Höfuð-
áherzla er lögð á að fá framleiðendur til
samvinnu við listiðnaðarmenn og að efla
samstöðu listiðnaðarmanna.
Birtist hér í þýðingu grein úr norska tíma-
ritinu „Bonytt", sem lýsir starfsemi samtak-
anna, 'en þau hafa hlotið nafnið Plus.
Listiðnaður  í  Fredrikstad
Plus-verkstæöin í Fredrikstad hófu starfsemi sína í
nóvember og vöktu mikla athygli. Hinir bjartsýnu
stjórnendur voru jafnvel undrandi yfir þeim greina-
fjölda, sem birtist i blöðum uni starfsemina. Þessi
áhugi fyrir málefninu kom einnig fram i mikilli að-
sókn og mikilli verzlun um jólin.
Eftir hátiðarnar hægðist um. Það var einnig ællun-
in að svo yrði. Nú er unnið af kappi i ýmsum iðn-
deildum. Starfsemin hefiir þegar verið mótuð i höfuð-
atriðum, en ýms smærri atriði verður að móta siðar,
þegar reynsla er fengin. Það er áætlað, að starfsemin
verði komin yfir örðugasta hjallann, áður en ferða-
mannatiminn hefst að sumri komanda.
Það er ekki undarlegt, þótt fyrirætlun Plus hafi
orðið alkunn fyrirhafnarlaust, þvi að hún er i sjálfu
sér svo djörf. Hér er um víðsýni að ræða, sem við
eigum ekki að venjast, og alltaf hefur eitthvað nýtt
verið að gerast fram að þessu. Allir, sem hafa verið
á ferli í „gamla bænum" hafa fundið, að áhrifin af
starfinu eru ekki að ástæðulausu. í gömlum endur-
bættum húsum liefur liinum ýmsu verkstæðum verið
komið fyrir, og eru þau vel búin tækjum. Þau eru
að sjálfsögðu í viðkunnanlegasta hluta „gamla bæjar-
ins", og eykur það mjög á töfra starfseminnar i heild.
Rosing-húsið er notað sem kynningar- og skipulagn-
ingarmiðstöð.
Það, sem vekur mestan áhuga komumanna, er að
sjá iðnaðarmenn að starfi við hefilbekk, skrúfstykki
og vefstól. En væri hugmyndin með Plus einungis
])essi, myndi iðnaðarmönnum ekki finnast sagan sér-
lega forvitnileg. Framfarirnar myndu þá aðeins vera
þær frá venjulegum verkstæðum og vinnustofum i Nor-
egi, að þau störfuðu mörg undir sama þaki, sem væri til
bóta út af fyrir sig. En hér liggur meira á bak við. Hér
er um það að ræða að láta listiðn, iðnað og iðju
vinna saman á breiðari grundvelli en fram að þessu
hefur verið unnt hér í landi. Einmitt þetta hefur gert
það að verkum, að unnt hefur verið að ráðast í mikla
fjárfestingu, og einmitt í þessu eru stækkunarmögu-
leikarnir fólgnir.
Eiga norskir listiðnaðarmenn að koma saman á ein-
um stað til þess að læra að teikna iðnaðarvörur?
Per Tannum, framkvæmdastjóri, sem hefur verið
driffjöðrin í starfinu og á líka mest á hættu, verður
fyrir svörum:
Já, meðal annars. Margar deildirnar hafa byrjað
starf sitt með cinfaldri iðnaðarvinnu vegna þess, að
það var hagkvæmasta byrjunin. Þetta á við leirkera-
smíðina og einnig silfursmiðina, sem verður að þreifa
sig áfram. En við höfum ekki hugsað okkur að nema
hér staðar. Takmark hverrar deildar er að finna þann
samstarfsgrundvöll listsköpunar, modelgerðar og
framleiðslu, sem hentar fyrir hana. Húsgagnavinnu-
stofan Bruksbos er þáttur i sliku samstarfi. Fyrir-
tækið er reyndar vel skipulagt. Það hefur aðeins flutt
modelgerðina til „gamla bæjarins". Gerðir þær, sem
húsgagnavinnustofan vinnur að, eru teiknaðar í skrif-
stofu  fyrirtækisins og síðan seldar sem  fyrirmyndir
Efri mynd: Rosing-húsið, en þar eru sýningar haldn-
ar og starfsemin kynnt. — Neðri  mynd:  Húsgagna-
smiður að starfi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16