Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 11
æTMARlT IÐNAÐARMANNÁ 11 Stjórn MálarafélaRS Hafnarfjarðar talið f. h.: Björn Bjarnason, form. og Sigurður Kristinsson, varaform. Að baki þeim talið f. h.: Hermann Ólafsson, ritari opr Eyþór Júlíusson, gjaldkeri. Hdlarnjélag HdMjarHr 10 dra Málarafélag Hafnarfjarðar var slofnað 27. febrúar 1929, og voru stofnendur fimrn málarar i Hafnarfirði. Tilgangur félagsins var og er að gœta hagsmuna fé- iagsmanna í hvívetna og efla samvinnu þeirra á meðal. Ennfremur að stuðla að því, að félagar beiti ekki hver annan órétti eða verði beittir órétti af öðrum óviðkomandi, hvorki persónulcga cða fjárhagslegn. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þessum mönn- um: Magnús Kjartansson, fonnaður, Kristinn J. Magn- ússon, varaforntaður, Ásgeir Einarsson, ritari og Árni Árnason, gjaldkeri. Magnús Kjartansson var formaður félagsins um 20 ára skeið og var gerður heiðursfélagi þess árið 1950. Einar Risberg, sem einnig var einn af stofnendum félagsins, var kjörinn lieiðursfélagi á 15 ára afmæli félagsins 1944. Málarafélag Hafnarfjarðar minntist afmælisins með samsæti 20. marz síðastliðinn. Formaður félagsins, Björn Bjarnason, flutti ræðu og minntist forgöngumanna félagsins og rakti sögu þess í stórum dráttum. Síðan afhenti hann Kristni J. Magnússyni heiðursskjal félagsins, en Kristinn hafði verið kjörinn lieiðursfélagi á síðasta fundi i félaginu. Frú Maríu Albertsdóttur konu Kristins færði Björn fagran blómvönd. Ennfremur skýrði Björn frá pen- ingagjöfum, sem félaginu höfðu borizt frá Málning- arverksmiðjunni Hörpu h.f., Málning h.f. og ekkju Magnúsar Kjartanssonar. Þakkaði formaður þessar höfðinglegu gjafir. Síðan fluttu ræður þeir Stefán Gunnlaugsson, Dæjar- stjóri, Björgvin Frederiksen, forseti Landssambands iðnaðarmanna, Jón Ágústsson, formaður Málarameisi- arafélags Reykjavíkur, Guðjón Magnússon, formaður Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarðar, Kristinn J. Magn- ússon og Lárus Bjarnfreðsson, formaður Málarafélags Reykjavíkur. Skemmtiþætlir voru og dansað að lokum. Var sam- koman hin ánægjulegasta i alla staði. Málarafélag Hafnarfjarðar er aðili að Landssambandi iðnaðarmanna og hefur verið frá stofnun þess. Fé- lagsmenn eru nú 17. REGLUGERÐ UM FISKVEIÐASJÓÐ ENDURSKOÐAÐ. Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, hefur skip- að þriggja manna nefnd til þess að endurskoða reglu- gerð um Fiskveiðasjóð íslands með sérstöku tilliti til skipasmiða innanlands og erlendra bráðabirgðalána vegna skipabygginga erlendis. í nefndinni eru: Elias Halldórsson, formaður, Vigfús Sigurðsson og Haf- steinn Baldvinsson. Er þess að vænta, að árangurinn af störfum nefnd- arinnar verði sá, að hlutur innlenda skipasmiðaiðn- aðarins við útvegun lánsfjár batni. BIFREIÐAYFIRBYGGINGAR. Reykjavíkurbær hefur sótt um leyfi fyrir fimm strætisvagnagrindum, sem smíða á yfir innanlands. Auk þess er verið að smíða yfir tvo strætisvagna hér. Forráðamenn Reykjavíkur liafa með þessu sýnt mikinn skilning á nytsemi bifreiðasmíðaiðnarinn- ar, en eins og kunnugt er njóta fullunnar langferða- bifreiðar sérstakra tollfriðinda. AUKIÐ HÚSNÆÐI LANDSSAMBANDS IDNAÐARMANNA. Landssamband iðnaðarmanna hefur nú fengið aukið húsnæði til slarfsemi sinnar að Laufásvegi 8. Munu því starfskilyrði sambandsins batna að mun, einkum til fundarhalda. Auk þess hafa nokkur félög Lands- sambandsins i Reykjavik óskað eftir húsnæði til þess að halda stjórnarfundi og mun verða reynt að verða við þeim óskum. FÉLAG BIFREIÐASMIÐA. Aðalfundur félags bifreiðasmiða var haldinn 28. febrúar s.l. Fráfarandi formaður, Gunnar Björnsson, baðst undan endurkosningu, en í hans stað var kos- inn formaður Haraldur Þórðarson. — Aðrir i stjórn eru: Hjálmar Hafliðason, Magnús Gislason, Egill Jóns- son og Þorkell Pálsson.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.