Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 12
12 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Nefndarmenn, talið frá v.: Helgi Ólafsson, Björgvin Frederiksen, Barði Friðriksson, Harry Frederiksen, Óskar Hallgrímsson og Þorvaldur Ólafsson. Kynntu sér starlsemi samvinnuneínda á Norðurlöndum Að tilstuðlan Iðnaðarmálastofnunar íslands fór nefnd skipuð fulltrúum vinnuveitenda og launþega til Danmerkur og Noregs 8. apríl s.l. Tilgangur fararinn- ar var sá, að nefndarmönnum gæfist kostur á því að kynna sér störf samvinnunefnda launþega og vinnu- veitenda í þessum Iöndum, en slíkar nefndir fjalla um ýmis sameiginleg hagsmuna- og velferðarmál. Af hálfu Landssambands iðnaðarmanna fór Björg- vin Frederiksen för þessa, og er hann nýkominn heim. Mun verða gerð nánari grein fyrir starfsemi áðurnefndra samvinnunefnda síðar. Guðmundur H. Guðmundsson sextugur Guðmundur H. Guðmundsson húsgagnasmíðameist- ari varð sextugur 13. apríl s.I. Guðmundur Helgi er löngu þjóðkunnur maður fyrir störf sín að málefnum iðnaðarmanna, svo og fyrir af- skipti af opinberum málum. Hann er fæddur Olfus- ingur, kominn af Grímslækjarætt og Bergsætt. 1 báð- um þessum ættum 'hefur mjög borið á gáfum og dugn- aði, enda hefur þeirra eiginleika gætt rikulega í öll- um störfum hans. Guðmundur Helgi hefur um 30 ára skeið rekið hús- gagnavinnustofu og verzlun að Vatnsstíg 3 undir nafn- inu Húsgagnaverzlun Reykjavikur, fyrst i félagi við Jón heitinn Magnússon skáld, en síðar i félagi við Þorlák Lúðvíksson. Skömmu fyrir afmælið fluttist verzlunin i nýtt og fullkomið húsnæði við Brautar- holt. Enda þótt Guðmundur Helgi hafi haft ærinn starfa við_fyrirtæki sitt, hefur hann gefið sér tíma til að gegna fjölmörgum trúnaðarstörfum, bæði fyrir sam- tök iðnaðarmanna og bæjarfélagið, en hann hefur um nokkurra ára skeið verið bæjarfulltrúi í Reykjavík. Ilann hefur verið fulitrúi á flestum iðnþingum frá upphafi, átt sæti í stjórn Landssambands iðnaðar- manna, í bankaráði Iðnaðarbankans, í framkvæmda- stjórn Iðnráðs Reykjavíkur og formaður þess í nokk- ur ár, i stjórn Iðnlánasjóðs, í Iðnfræðsluráði og siðast en ekki sízt í stjórn Iðnaðarmannafélagsins i Reykja- vik í 20 ár og formaður þess i 18 ár samfleytt. Stjórn Iðnaðarmannafélagsins taldi sér skylt fyrir hönd félagsins að sýna 'honum nokkurn sóma á þess- um merku tímamótum og votta honum með því þakk- læti sitt fyrir langt og vel unnið starf. Hún fékk þvi Sigurjón Ólafsson myndhöggvara til að gera högg- mynd af honum, og fylgir mynd af henni þessum línum. Stjórn félagsins heimsótti Guðmund Helga á afmælisdaginn, og afhenti Guðmundur Halldórsson, varaformaður félagsins, myndina með ræðu. Hann sagði ineðal annars: „Iðnaðarmannafélagið í Reykjavik gefur þér þessa mynd í þakklætisskyni fyrir margra ára störf í þágu

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.