Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķmarit išnašarmanna

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķmarit išnašarmanna

						TlMARIT IÐNAÐARMANNA
13
GÍSLI  JÓNNNON
bifreiðasmíðameistari
Hinn 15. marz s.l. andaðist hér í Reykjavík Gísli
Jönsson, bifreiðasmíðameistari, eftir langa vanheilsú,
en stutta legu.
Útför hans var gerð frá Fríkirkjunni að viðstöddu
fjölmenni. Minningargreinar voru skrifaðar um hann
þann dag i Morgunblaðinu eftir Gísla Ólafsson, bak-
arameistara og Gunnar Björnsson, bifm. og í Alþýðu-
blaðinu  eflir Freystein  Gunnarsson, skólastjóra.
Með Gísla er fallinn í valinn merkur iðnaðarmaður,
sem mikið kom við sögu um málefni iðnaðarmanna
8.1. 20 ár.
Gísli var fœddur 27. febrúar 1901 i Hróarsholti í
Flóa og var þar sin bernsku og unglingsár, en 1918,
þá 17 ára, fluttist hann til Hafnarfjarðar og hóf járn-
smiðanám hjá Vigfúsi Gestssyni og var hjá honum
til ársins 1921, að hann fluttist til Reykjavíkur og hóf
þá störf hjá Landssmiðjunni. Um svipað leyti giftist
hann eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Magnúsdóttur
frá Eyrarbakka, ágætri konu, sem var samhent manni
sinum. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi og
hin mannvænlegustu.
Árið 1924, þann 30. apríl, réðist Gísli til Kristins
Jónssonar, vagnasmiðs, og vann þar æ síðan og sem
verkstjóri siðustu árin.
Það er talið, að menn beri keim af því fólki, sem
þeir umgangast, — og er það eflaust rétt, •— en ég
vil ætla, að menn beri ekki siður svipmót þess um-
hverfis, sem þeir þroskast i.
Að minnsta kosti fannst mér það um Gísla Jónsson.
Hann var óvenju víðsýnn maður og átti inná sér sér-
kenni, sem aðeins þeir, sem bezt þekktu hann kunnu
skil á.
Þeir, sem lítið þekkja til í Flóanum, og er ég raunar
einn þeirra, eiga þess ekki von, að þar sé um eftir-
tektarverð náttúrucinkenni að ræða. Hróarsholt i Flóa
var  þar  engin  undantekning,  séð  frá  þjóðveginum,
þess, en jafnframt óskar stjórnin eftir því að fá a<5
gera afsteypu af myndinni handa félaginu."
Stór hópur iðnaðarmanna heimsótti Guðmund Helga
á afmælisdaginn auk forustumanna bæjarfélagsins og
margra kunningja.
Iðnaðarmannafélagið i Reykjavik árnar Guðmundi
H. Guðmundssyni og heimili hans allra heilla á þess-
um fímamótum.
G. Ó.
aðeins ávala hæð, sem missir að mestu svip í nær-
liggjandi hæðir og holt. Þess meiri var undrun mín,
þegar ég kom heim að bænum. Hann stendur undir
snarbrattri grasigróinni hlið, sem girt er hamrabelti
efst uppi, sem er eins og vel löguð augnabrún yfir
fögru alsjáandi auga, sem býr yfir dulmagni og
kynngi.
Þetta umhverfi, .ásamt hinu fagra og víðáttumikla
suðurlandsundirlendi og hinni fögru fjailasýn í norðri
og austri, var sá æfintýraheimur, sem Gísli lifði i sin
bernskuár, enda var þetta umhverfi honum ástfólgið,
og hann notaði hvern frítíma til þess að vera þar
sem oftast á ferð.
Við fyrstu kynni var Gísli fáskiptinn og frekar þurr
á manninn, en þeim sem kynntust honum að nokkru
ráði duldist ekki, að þar fór maður, sem bjó yfir
fjölþættum gáfum og manngildi.
Hann var fastur fyrir og gerði sér glögga grein fyr-
ir hverju máli, en var aftur á móti fúsastur til þess
að taka til greina rök annarra. Gisli var því ákjós-
anlegur samstarfsmaður.
Fundum okkar bar fyrst saman árið 1942, er hann
var kosinn fulltrúi í Iðnráð fyrir Félag bifreiðasmiða,
en hann var einn aðalstofnandi þess félags 1938 og
fyrsti formaður þess og áhrifamaður alla tið. Á 20
ára afmæli félagsins var hann gerður heiðursfélagi
þess og sýnir það hversu vel bifreiðasmiðir kunnu
að meta störf hans. Árið 1946 var Gísli kosinn i fram-
kvæmdastjórn Iðnráðsins og átti þar sæti til dauða-
dags. Samvera okkar i Iðnráði varð þvi rúm 17 ár
og má segja að hver hafi þekkt annan svo sem verða
mátti.
Gisli var sérst.aklega vel til þess fallinn að fást við
þau mál, sem Iðnráðið fjallar um, kunnugur lögum og
reglum og minnugur á afgreiðslu hinna einstöku mála.
Knginn hefði þurft að ætla sér að semja við Gisla
um lausn slíkra mála, aðeins það rétta kom til greina,
hver sem i hlut átti, og svo var um öll hans störf.
Ég sakna Gisla mjög mikið og mun geyma minn-
inguna um hann þar til yfir lýkur.
Guðmundur Halldórsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16